Viðskipti erlent

Tæplega helmingur Breta óánægður í starfi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Einungis tíu prósent Breta segjast vlija eiga samskipti við samstarfsfólk sitt.
Einungis tíu prósent Breta segjast vlija eiga samskipti við samstarfsfólk sitt. Vísir/Getty
Breskt starfsfólk er með því óhamingjusamasta í Evrópu. Samkvæmt nýrri könnun frá tölvufyrirtækinu Qualtrics sögðust 45 prósent Breta vera óánægðir í starfinu sínu, og einungis tíu prósent sögðust vlija eiga samskipti við samstarfsfólk sitt.

Bretar meta það sem að þeir séu afkastalitlir 36 prósent af vinnutíma sínum. Þjóðverjar telja sig hins vegar mjög afkastamikla í vinnunni. Samkvæmt könnunninni sem náði til starfsmanna í fjórtán löndum eru Þjóðverjar afkastamestir og eru Frakkar ánægðastir í vinnunni. Sextíu og átta prósent Frakka sögðust ánægðir með lengd vinnuviku sinnar, en þeir vinna að meðaltali 35 tíma vinnuviku.

Tveir þriðju Þjóðverja sögðust einnig ánægðir með vinnutímann sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×