Minnast látinna ættingja og vina Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2016 12:36 Minnisvarði við Joseph Koenig skólann í Þýskalandi. Sextán nemendur og tveir kennarar létu lífið þegar Germanwings flugvélinni var brotlent í frönsku ölpunum. Vísir/EPA Ár er liðið frá því að 150 manns létu lífið þegar Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður Germanwings, flaug farþegaflugvél viljandi í fjallshlíð. Hundruð fjölskyldumeðlima og vina koma saman á minningarathöfnum í dag. Um sex hundruð ættingjar fórnarlamba Lubitz komu saman í frönsku ölupunum í dag. Flugvélinni var flogið frá Barcelona og var á leið til Dusseldorf í Þýskalandi. Rannsókn hefur leitt í ljós að Lubitz átti við alvarlegt þunglyndi að stríða og hafði sýnt sjálfmorðstilhneigingu. Atvikið hefur vakið upp spurningar varðandi læknaskoðanir flugmanna og þann trúnað sem er til staðar á milli flugmanna og lækna. Vinnuveitendur Lubitz vissu ekki um vandamál hans, þrátt fyrir að hann hefði farið til lækna minnst tólf sinnum á árunum fyrir atvikið.Sjá einnig: Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti. Eftir árásirnar á tvíburaturnana var öryggi stjórnklefa breytt svo að hægt væri að læsa þeim innan frá. Hægt er að taka hurðina úr lás með því að slá inn lykilorð, en þá hefur sá sem er þar inni um hálfa mínútu til að koma í veg fyrir að hurðin verði opnuð. Hér neðst má sjá þjálfunarmyndband um hvernig hurðirnar virka. Flugöryggisstofnun Evrópu hefur í kjölfarið mælt með því að flugfélag gangi úr skugga um að aldrei séu færri en tveir inn í stjórnklefum flugvéla.Samkvæmt BBC hafa fjölmörg flugfélög í Evrópu fylgt því eftir. Það að hafa tvo í flugstjórnarklefanum er þó ekki örugg leið til að koma í veg fyrir álíka ódæði. Minnst tvö dæmi eru til um að flugvélum hafi verið brotlent vísvitandi þrátt fyrir að tveir hafi verið í flugstjórnarklefanum. Árið 1994 dóu 44 þegar flugvél var brotlent í Atlas fjöllunum. Sama gerðist í Japan 1982. Þá var flugvél brotlent um hálfum kílómetra frá flugbraut í Tokyo. Flugstjóri flugvélarinnar gerði það viljandi, en aðstoðarflugmaðurinn reyndi að koma í veg fyrir það. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Öruggt að um viljaverk hafi verið að ræða Seinni flugriti Germanwings-vélarinnar sem fannst í gær, staðfestir að Andres Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar, hafi flogið henni viljandi á fjall í frönsku Ölpunum. 3. apríl 2015 10:37 „Opnaðu helvítis dyrnar!“ Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. 29. mars 2015 10:34 Germanwings skýrslan: Lagt til að slaka á trúnaði um heilsufar flugmanna Andreas Lubitz hafði verið hvattur til að leita sér aðstoðar geðlæknir stuttu áður en hann hrapaði vélinni. 13. mars 2016 15:44 Æfði sig áður en hann grandaði vélinni Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings . 6. maí 2015 08:42 Farþegar GermanWings vélarinnar fluttir heim Jarðneskar leifar fjörutíu og fjögurra þýskra flugfarþega sem fórust með GermanWings þotunni sem hrapaði í Ölpunum í mars hafa nú verið fluttar til Þýskalands. 10. júní 2015 07:31 Síðustu andartökin náðust á myndband Síðustu andartök farþega og áhafnar um borð í flugvél þýska flugfélagsins Germanwings sem grandað var í frönsku ölpunum síðustu viku náðust á myndband. 1. apríl 2015 07:49 Germanwings 4U 9525: Seinni flugriti vélarinnar loks fundinn Vonast er til að flugritinn sé ekki algerlega ónýtur. 2. apríl 2015 14:58 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Ár er liðið frá því að 150 manns létu lífið þegar Andreas Lubitz, aðstoðarflugmaður Germanwings, flaug farþegaflugvél viljandi í fjallshlíð. Hundruð fjölskyldumeðlima og vina koma saman á minningarathöfnum í dag. Um sex hundruð ættingjar fórnarlamba Lubitz komu saman í frönsku ölupunum í dag. Flugvélinni var flogið frá Barcelona og var á leið til Dusseldorf í Þýskalandi. Rannsókn hefur leitt í ljós að Lubitz átti við alvarlegt þunglyndi að stríða og hafði sýnt sjálfmorðstilhneigingu. Atvikið hefur vakið upp spurningar varðandi læknaskoðanir flugmanna og þann trúnað sem er til staðar á milli flugmanna og lækna. Vinnuveitendur Lubitz vissu ekki um vandamál hans, þrátt fyrir að hann hefði farið til lækna minnst tólf sinnum á árunum fyrir atvikið.Sjá einnig: Aðstoðarflugmaðurinn brotlenti vélinni viljandi Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti. Eftir árásirnar á tvíburaturnana var öryggi stjórnklefa breytt svo að hægt væri að læsa þeim innan frá. Hægt er að taka hurðina úr lás með því að slá inn lykilorð, en þá hefur sá sem er þar inni um hálfa mínútu til að koma í veg fyrir að hurðin verði opnuð. Hér neðst má sjá þjálfunarmyndband um hvernig hurðirnar virka. Flugöryggisstofnun Evrópu hefur í kjölfarið mælt með því að flugfélag gangi úr skugga um að aldrei séu færri en tveir inn í stjórnklefum flugvéla.Samkvæmt BBC hafa fjölmörg flugfélög í Evrópu fylgt því eftir. Það að hafa tvo í flugstjórnarklefanum er þó ekki örugg leið til að koma í veg fyrir álíka ódæði. Minnst tvö dæmi eru til um að flugvélum hafi verið brotlent vísvitandi þrátt fyrir að tveir hafi verið í flugstjórnarklefanum. Árið 1994 dóu 44 þegar flugvél var brotlent í Atlas fjöllunum. Sama gerðist í Japan 1982. Þá var flugvél brotlent um hálfum kílómetra frá flugbraut í Tokyo. Flugstjóri flugvélarinnar gerði það viljandi, en aðstoðarflugmaðurinn reyndi að koma í veg fyrir það.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Öruggt að um viljaverk hafi verið að ræða Seinni flugriti Germanwings-vélarinnar sem fannst í gær, staðfestir að Andres Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar, hafi flogið henni viljandi á fjall í frönsku Ölpunum. 3. apríl 2015 10:37 „Opnaðu helvítis dyrnar!“ Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. 29. mars 2015 10:34 Germanwings skýrslan: Lagt til að slaka á trúnaði um heilsufar flugmanna Andreas Lubitz hafði verið hvattur til að leita sér aðstoðar geðlæknir stuttu áður en hann hrapaði vélinni. 13. mars 2016 15:44 Æfði sig áður en hann grandaði vélinni Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings . 6. maí 2015 08:42 Farþegar GermanWings vélarinnar fluttir heim Jarðneskar leifar fjörutíu og fjögurra þýskra flugfarþega sem fórust með GermanWings þotunni sem hrapaði í Ölpunum í mars hafa nú verið fluttar til Þýskalands. 10. júní 2015 07:31 Síðustu andartökin náðust á myndband Síðustu andartök farþega og áhafnar um borð í flugvél þýska flugfélagsins Germanwings sem grandað var í frönsku ölpunum síðustu viku náðust á myndband. 1. apríl 2015 07:49 Germanwings 4U 9525: Seinni flugriti vélarinnar loks fundinn Vonast er til að flugritinn sé ekki algerlega ónýtur. 2. apríl 2015 14:58 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Öruggt að um viljaverk hafi verið að ræða Seinni flugriti Germanwings-vélarinnar sem fannst í gær, staðfestir að Andres Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar, hafi flogið henni viljandi á fjall í frönsku Ölpunum. 3. apríl 2015 10:37
„Opnaðu helvítis dyrnar!“ Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag. 29. mars 2015 10:34
Germanwings skýrslan: Lagt til að slaka á trúnaði um heilsufar flugmanna Andreas Lubitz hafði verið hvattur til að leita sér aðstoðar geðlæknir stuttu áður en hann hrapaði vélinni. 13. mars 2016 15:44
Æfði sig áður en hann grandaði vélinni Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings . 6. maí 2015 08:42
Farþegar GermanWings vélarinnar fluttir heim Jarðneskar leifar fjörutíu og fjögurra þýskra flugfarþega sem fórust með GermanWings þotunni sem hrapaði í Ölpunum í mars hafa nú verið fluttar til Þýskalands. 10. júní 2015 07:31
Síðustu andartökin náðust á myndband Síðustu andartök farþega og áhafnar um borð í flugvél þýska flugfélagsins Germanwings sem grandað var í frönsku ölpunum síðustu viku náðust á myndband. 1. apríl 2015 07:49
Germanwings 4U 9525: Seinni flugriti vélarinnar loks fundinn Vonast er til að flugritinn sé ekki algerlega ónýtur. 2. apríl 2015 14:58