Dönsku blöðin afar ánægð með sigurinn á Íslandi í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2016 14:30 Nicolai Jorgensen fagnar öðru marka sinna á móti Íslandi í gær. Vísir/Getty Danir eru mjög sáttir með fótboltalandsliðið sitt eftir 2-1 sigur á EM-liði Íslands í vináttulandsleik í Herning í gær. Danir komust í 2-0 í leiknum og voru mun betra liðið en varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason náði að minnka muninn fyrir Ísland í lokin. Norðmaðurinn Åge Hareide var þarna að stýra danska landsliðinu í fyrsta sinn en hann tók við liðinu af Morten Olsen. „Takk fyrir lækninguna, Hareide", „Já, já, Åge - þetta lítur ansi vel út" og „Fullkomin byrjun fyrir Åge Hareide" voru nokkrar af fyrirsögnunum í dönsku blöðunum í morgun. Åge Hareide breytti um leikaðferð og það hafði mjög góð áhrif á danska liðið sem tók yfir leikinn í seinni eftir jafnari fyrri hálfleik. „Liðið komst ítrekað í gegnum íslensku vörnina. Takk fyrir lækninguna, Hareide. Nú skulum vona að hún sé langtímalausn," skrifaði Benjamin Munk Lund hjá Berlinski Tidende. „Á köldu fimmtudagskvöldi sáum við Åge Hareide láta landsliðið spila fótboltann sem allir Danir vilja sjá. Honum tókst að byggja upp sjálfstraust í liðinu og þetta gefur okkur vonir um að sjá sterkt danskt landslið hinum megin við hornið," skrifaði Allan Olsen á Ekstra Bladet. „Byrjendaheppni? Nei alls ekki. Hareide var búinn að leikgreina danska leikmannahópinn og mat það sem svo að þetta lið þyrfti að taka meiri áhættu, spila hraðari bolta og sækja meira," skrifaði Allan Olsen. Søren Olsen á Politiken sagði þetta verða fullkomna byrjun fyrir Åge Hareide. „Það var hægt að gleðjast yfir mörgu í Herning," skrifaði Søren Olsen og hrósaði Christian Eriksen sérstaklega fyrir frammistöðuna. „Náðir prófinu, náðir prófinu með glans," skrifaði Christian Thye-Petersen á Jyllands-Posten. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Danir eru mjög sáttir með fótboltalandsliðið sitt eftir 2-1 sigur á EM-liði Íslands í vináttulandsleik í Herning í gær. Danir komust í 2-0 í leiknum og voru mun betra liðið en varamaðurinn Arnór Ingvi Traustason náði að minnka muninn fyrir Ísland í lokin. Norðmaðurinn Åge Hareide var þarna að stýra danska landsliðinu í fyrsta sinn en hann tók við liðinu af Morten Olsen. „Takk fyrir lækninguna, Hareide", „Já, já, Åge - þetta lítur ansi vel út" og „Fullkomin byrjun fyrir Åge Hareide" voru nokkrar af fyrirsögnunum í dönsku blöðunum í morgun. Åge Hareide breytti um leikaðferð og það hafði mjög góð áhrif á danska liðið sem tók yfir leikinn í seinni eftir jafnari fyrri hálfleik. „Liðið komst ítrekað í gegnum íslensku vörnina. Takk fyrir lækninguna, Hareide. Nú skulum vona að hún sé langtímalausn," skrifaði Benjamin Munk Lund hjá Berlinski Tidende. „Á köldu fimmtudagskvöldi sáum við Åge Hareide láta landsliðið spila fótboltann sem allir Danir vilja sjá. Honum tókst að byggja upp sjálfstraust í liðinu og þetta gefur okkur vonir um að sjá sterkt danskt landslið hinum megin við hornið," skrifaði Allan Olsen á Ekstra Bladet. „Byrjendaheppni? Nei alls ekki. Hareide var búinn að leikgreina danska leikmannahópinn og mat það sem svo að þetta lið þyrfti að taka meiri áhættu, spila hraðari bolta og sækja meira," skrifaði Allan Olsen. Søren Olsen á Politiken sagði þetta verða fullkomna byrjun fyrir Åge Hareide. „Það var hægt að gleðjast yfir mörgu í Herning," skrifaði Søren Olsen og hrósaði Christian Eriksen sérstaklega fyrir frammistöðuna. „Náðir prófinu, náðir prófinu með glans," skrifaði Christian Thye-Petersen á Jyllands-Posten.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45 Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00 Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13 Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00 Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Umfjöllun: Danmörk – Ísland 2-1 | Slakur varnarleikur varð okkur að falli Danir unnu þægilegan sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Herning í Danmörku í dag en leikurinn fór 2-1 fyrir heimamenn. Arnór Ingvi Traustason skoraði eina mark Íslands í leiknum en það var Nicolai Jørgensen sem gerði bæði mörk Dana í kvöld. 24. mars 2016 20:45
Pistill: Er ekki loksins komið að því að við vinnum þessa blessuðu Dani? 22 leikir og bestu úrslitin eru þrjú markalaus jafntefli. 24. mars 2016 07:00
Heimir: „Okkur er farið að þyrsta í góðan sigur“ „Maður er alltaf svekktur eftir alla tapleiki,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir tapið gegn Dönum í kvöld. Íslenska liðið tapaði í vináttulandsleik gegn því danska, 2-1, og fór leikurinn fram í Herning. 24. mars 2016 22:13
Heimir: Sagt í hvert skipti sem við mætum Dönum Íslenska fótboltalandsliðið mætir því danska í Herning í kvöld. Þetta er einn af síðustu leikjunum fyrir EM í Frakklandi og því síðustu forvöð fyrir þjálfarana að laga það sem þarf að laga fyrir stóru stundina í sumar. 24. mars 2016 06:00
Byrjunarlið Íslands gegn Dönum Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt hvaða leikmenn byrja leikinn gegn Danmörku í kvöld. 24. mars 2016 18:22