Mjög sátt í flughálku við Seljalandsfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Stiginn við Seljalandsfoss var torfarinn jafnvel þótt Meredith McCormac og Matt Leonard væru á mannbroddum. vísir/pjetur „Þetta var ekki svo mikið mál, það var stiginn niður sem var erfiðastur,“ sögðu þau Meredith McCormac og Matt Leonard sem voru meðal fjölmargra ferðamanna við Seljalandsfoss í gær og gengu bak við fossinn. Glerhált er á stígnum sem liggur bak við Seljalandsfoss en þau Meredith og Matt voru á mannbroddum sem þau fengu hjá leiðsögumanni í hópferð sem þau voru í. Við stígana upp hlíðarnar sitt til hvorrar handar við fossinn voru viðvörunarskilti sem sýndu á skýran hátt að leiðin væri hál og viðsjárvert væri að halda lengra upp. Reyndar er flughálka meira og minna spölinn frá bílastæðinu og ekkert gert í því. Leiðsögumaður sem fylgdi hópi ferðamanna var með mannbrodda sem hann úthlutaði sínu fólki. Hann sagði flesta fara að tilmælum um að freista ekki gæfunnar með því að fara mannbroddalausir upp stíginn bak við fossinn. Hann ráðlegði þeim að fara að fossinum og snúa þar við sömu leið til baka því illfært væri niður hinu megin. Alltaf væru nokkrir sem hunsuðu það og lentu þá í raunum. Aðra viðstadda sem ekki voru með slíkan búnað varaði leiðsögumaðurinn við að feta stíginn og hlýddu þeir sem gerðu sig líklega til þess á meðan útsendarar Fréttablaðsins stöldruðu við. Það sagði hann síður en svo alltaf vera tilfellið og kvað afar líklegt að mannskapurinn myndi streyma upp hlíðina um leið og hann væri horfinn á braut enda væri þá enginn eftir til að leiðbeina ferðamönnunum. Honum þætti ótrúlegt að ekkert væri gert í því og margir fengju slæma byltu.Matt Leonard og Meredith McCormac skruppu frá landi pýramídanna og brugðu sér bak við Seljalandsfoss.Þau Meredith og Matt sögðust vera frá Oklahoma og New York en búa í Kaíró í Egyptalandi. Þau hafi verið búin að vera hér í nokkra daga í fríi og meðal annars farið á Snæfellsjökul. Í gær ætluðu þau að fara að Öræfajökli í íshellaskoðun og gista þar í sveitinni. „Þetta hefur verið stórfenglegt,“ svöruðu Meredith og Matt aðspurð um það hvort Íslandsferðin hefði staðist væntingar þeirra. „Eina sem ekki hefur gengið upp er að sjá Norðurljósin,“ bættu þau við og kváðust vondauf að úr því myndi rætast þar sem þau myndu halda af landi brott á morgun, föstudag, og veðurspáin fram að því væri ekki hagstæð. Varðandi það hvort aðstæður við Seljalandsfoss væru boðlegar ferðamönnum yppti bandaríska parið öxlum. „Þetta er alls ekki svo slæmt,“ svöruðu þau og héldu brosandi sína leið. Betra að fara varlega.Flestir létu nægja að halda sig á jafnsléttu og taka þar myndir í gríð og erg.Handan Seljalandsfoss.Fjölmargir dáðust að Seljalandsfossi í blíðviðri í gær. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
„Þetta var ekki svo mikið mál, það var stiginn niður sem var erfiðastur,“ sögðu þau Meredith McCormac og Matt Leonard sem voru meðal fjölmargra ferðamanna við Seljalandsfoss í gær og gengu bak við fossinn. Glerhált er á stígnum sem liggur bak við Seljalandsfoss en þau Meredith og Matt voru á mannbroddum sem þau fengu hjá leiðsögumanni í hópferð sem þau voru í. Við stígana upp hlíðarnar sitt til hvorrar handar við fossinn voru viðvörunarskilti sem sýndu á skýran hátt að leiðin væri hál og viðsjárvert væri að halda lengra upp. Reyndar er flughálka meira og minna spölinn frá bílastæðinu og ekkert gert í því. Leiðsögumaður sem fylgdi hópi ferðamanna var með mannbrodda sem hann úthlutaði sínu fólki. Hann sagði flesta fara að tilmælum um að freista ekki gæfunnar með því að fara mannbroddalausir upp stíginn bak við fossinn. Hann ráðlegði þeim að fara að fossinum og snúa þar við sömu leið til baka því illfært væri niður hinu megin. Alltaf væru nokkrir sem hunsuðu það og lentu þá í raunum. Aðra viðstadda sem ekki voru með slíkan búnað varaði leiðsögumaðurinn við að feta stíginn og hlýddu þeir sem gerðu sig líklega til þess á meðan útsendarar Fréttablaðsins stöldruðu við. Það sagði hann síður en svo alltaf vera tilfellið og kvað afar líklegt að mannskapurinn myndi streyma upp hlíðina um leið og hann væri horfinn á braut enda væri þá enginn eftir til að leiðbeina ferðamönnunum. Honum þætti ótrúlegt að ekkert væri gert í því og margir fengju slæma byltu.Matt Leonard og Meredith McCormac skruppu frá landi pýramídanna og brugðu sér bak við Seljalandsfoss.Þau Meredith og Matt sögðust vera frá Oklahoma og New York en búa í Kaíró í Egyptalandi. Þau hafi verið búin að vera hér í nokkra daga í fríi og meðal annars farið á Snæfellsjökul. Í gær ætluðu þau að fara að Öræfajökli í íshellaskoðun og gista þar í sveitinni. „Þetta hefur verið stórfenglegt,“ svöruðu Meredith og Matt aðspurð um það hvort Íslandsferðin hefði staðist væntingar þeirra. „Eina sem ekki hefur gengið upp er að sjá Norðurljósin,“ bættu þau við og kváðust vondauf að úr því myndi rætast þar sem þau myndu halda af landi brott á morgun, föstudag, og veðurspáin fram að því væri ekki hagstæð. Varðandi það hvort aðstæður við Seljalandsfoss væru boðlegar ferðamönnum yppti bandaríska parið öxlum. „Þetta er alls ekki svo slæmt,“ svöruðu þau og héldu brosandi sína leið. Betra að fara varlega.Flestir létu nægja að halda sig á jafnsléttu og taka þar myndir í gríð og erg.Handan Seljalandsfoss.Fjölmargir dáðust að Seljalandsfossi í blíðviðri í gær.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira