Sturla Atlas hellir sér í vatnið Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. mars 2016 16:49 Sturla Aqua er a.m.k. ný fatalína frá Sturlu Atlas. Kannski meira. Vísir/Kjartan Hreinsson Ein af dularfyllri sýningum á Hönnunarmars er Sturla Aqua sem opnaði í fatabúðinni Húrra Reykjavík um kl. 18 í kvöld. Aðalsprautan á bakvið hana er Sigurbjartur Sturla Atlason söngvari hljómsveitarinnar Sturla Atlas. Innan Hönnunarmiðstöðvar hafa verið vangaveltur um hvort poppsöngvarinn og félagar hans ætli sér jafnvel að selja vatn í flöskum? Ef svo, yrði það þá bara kranavatn í nýjum umbúðum eins og var gert á Hótel Adam? „Ekki enn... maður veit samt ekki hvað mun gerast,“ segir Sigurbjartur. „Það er óvíst hvað Sturla Aqua mun þróast út í en við verðum með nýja fatalínu. Á sýningunni verða ljósmyndir sem krystallar þessa hugmynd“. Hann tekur þó ekki fyrir það að hella sér út í vatnsbransann. „Við ætlum að taka púlsins á þessu og leyfa því að verða að því sem það þróast út í. Það hafa margir spurt okkur eftir að þeir heyrðu nafnið hvort við séum að fara hanna vatnsflöskur. Það virðist vera heilmikil eftirspurn eftir því þannig að það er frekar líklegt að við framleiðum einhverjar svoleiðis. Ég veit þó ekki alveg í hvaða formi það verður. Fólk er þyrst, sólgið í vatnið,“ segir Sigurbjartur að lokum. Kjartan Hreinsson tók allar myndirnar á ljósmyndasýningunni en Sigurður Oddson hannar allt útlit fyrir nýju Sturlu Aqua línuna. Sýningin opnaði í kvöld kl. 18 og mun vera opinn yfir helgina. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Snowin'. HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Ein af dularfyllri sýningum á Hönnunarmars er Sturla Aqua sem opnaði í fatabúðinni Húrra Reykjavík um kl. 18 í kvöld. Aðalsprautan á bakvið hana er Sigurbjartur Sturla Atlason söngvari hljómsveitarinnar Sturla Atlas. Innan Hönnunarmiðstöðvar hafa verið vangaveltur um hvort poppsöngvarinn og félagar hans ætli sér jafnvel að selja vatn í flöskum? Ef svo, yrði það þá bara kranavatn í nýjum umbúðum eins og var gert á Hótel Adam? „Ekki enn... maður veit samt ekki hvað mun gerast,“ segir Sigurbjartur. „Það er óvíst hvað Sturla Aqua mun þróast út í en við verðum með nýja fatalínu. Á sýningunni verða ljósmyndir sem krystallar þessa hugmynd“. Hann tekur þó ekki fyrir það að hella sér út í vatnsbransann. „Við ætlum að taka púlsins á þessu og leyfa því að verða að því sem það þróast út í. Það hafa margir spurt okkur eftir að þeir heyrðu nafnið hvort við séum að fara hanna vatnsflöskur. Það virðist vera heilmikil eftirspurn eftir því þannig að það er frekar líklegt að við framleiðum einhverjar svoleiðis. Ég veit þó ekki alveg í hvaða formi það verður. Fólk er þyrst, sólgið í vatnið,“ segir Sigurbjartur að lokum. Kjartan Hreinsson tók allar myndirnar á ljósmyndasýningunni en Sigurður Oddson hannar allt útlit fyrir nýju Sturlu Aqua línuna. Sýningin opnaði í kvöld kl. 18 og mun vera opinn yfir helgina. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Snowin'.
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira