Sturla Atlas hellir sér í vatnið Birgir Örn Steinarsson skrifar 10. mars 2016 16:49 Sturla Aqua er a.m.k. ný fatalína frá Sturlu Atlas. Kannski meira. Vísir/Kjartan Hreinsson Ein af dularfyllri sýningum á Hönnunarmars er Sturla Aqua sem opnaði í fatabúðinni Húrra Reykjavík um kl. 18 í kvöld. Aðalsprautan á bakvið hana er Sigurbjartur Sturla Atlason söngvari hljómsveitarinnar Sturla Atlas. Innan Hönnunarmiðstöðvar hafa verið vangaveltur um hvort poppsöngvarinn og félagar hans ætli sér jafnvel að selja vatn í flöskum? Ef svo, yrði það þá bara kranavatn í nýjum umbúðum eins og var gert á Hótel Adam? „Ekki enn... maður veit samt ekki hvað mun gerast,“ segir Sigurbjartur. „Það er óvíst hvað Sturla Aqua mun þróast út í en við verðum með nýja fatalínu. Á sýningunni verða ljósmyndir sem krystallar þessa hugmynd“. Hann tekur þó ekki fyrir það að hella sér út í vatnsbransann. „Við ætlum að taka púlsins á þessu og leyfa því að verða að því sem það þróast út í. Það hafa margir spurt okkur eftir að þeir heyrðu nafnið hvort við séum að fara hanna vatnsflöskur. Það virðist vera heilmikil eftirspurn eftir því þannig að það er frekar líklegt að við framleiðum einhverjar svoleiðis. Ég veit þó ekki alveg í hvaða formi það verður. Fólk er þyrst, sólgið í vatnið,“ segir Sigurbjartur að lokum. Kjartan Hreinsson tók allar myndirnar á ljósmyndasýningunni en Sigurður Oddson hannar allt útlit fyrir nýju Sturlu Aqua línuna. Sýningin opnaði í kvöld kl. 18 og mun vera opinn yfir helgina. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Snowin'. HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Ein af dularfyllri sýningum á Hönnunarmars er Sturla Aqua sem opnaði í fatabúðinni Húrra Reykjavík um kl. 18 í kvöld. Aðalsprautan á bakvið hana er Sigurbjartur Sturla Atlason söngvari hljómsveitarinnar Sturla Atlas. Innan Hönnunarmiðstöðvar hafa verið vangaveltur um hvort poppsöngvarinn og félagar hans ætli sér jafnvel að selja vatn í flöskum? Ef svo, yrði það þá bara kranavatn í nýjum umbúðum eins og var gert á Hótel Adam? „Ekki enn... maður veit samt ekki hvað mun gerast,“ segir Sigurbjartur. „Það er óvíst hvað Sturla Aqua mun þróast út í en við verðum með nýja fatalínu. Á sýningunni verða ljósmyndir sem krystallar þessa hugmynd“. Hann tekur þó ekki fyrir það að hella sér út í vatnsbransann. „Við ætlum að taka púlsins á þessu og leyfa því að verða að því sem það þróast út í. Það hafa margir spurt okkur eftir að þeir heyrðu nafnið hvort við séum að fara hanna vatnsflöskur. Það virðist vera heilmikil eftirspurn eftir því þannig að það er frekar líklegt að við framleiðum einhverjar svoleiðis. Ég veit þó ekki alveg í hvaða formi það verður. Fólk er þyrst, sólgið í vatnið,“ segir Sigurbjartur að lokum. Kjartan Hreinsson tók allar myndirnar á ljósmyndasýningunni en Sigurður Oddson hannar allt útlit fyrir nýju Sturlu Aqua línuna. Sýningin opnaði í kvöld kl. 18 og mun vera opinn yfir helgina. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið Snowin'.
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira