Skoða beri aðra flugvallarvalkosti Birta Björnsdóttir skrifar 10. mars 2016 21:30 Áætlað er að nýta tugi milljarða króna til að stækka og bæta Keflavíkurflugvöll á árinu. Forstjóri Icelandair Group segir ekki úr vegi að kanna hvort fyrir hendi séu betri kostir, því horfa eigi áratugi fram í tímann. Vísbendingar bendi til þess að það geti orðið þjóðhagslega hagkvæmt að byggja nýjan flugvöll. Aðalfundur Icelandair Group hf fór fram á Nordica nú seinnipartinn en í ársreikningi félagsins kemur fram að hagnaður ársins 2015 nam 14,1 milljarði íslenskra króna. Þetta er töluverð aukning frá árinu áður, eða 67%. Farþegar Icelandair voru um 3,1 miljón í fyrra og hafa aldrei verið fleiri en alls jókst fjöldi ferðamanna í fyrra um 18% frá árinu þar á undan. Þá hyggst flugfélagið fljúga til fleiri áfangastaða en nokkru sinni fyrr á þessu ári. „Vöxturinn hefur verið mikill undanfarin ár og við reiknum með því að vöxturinn verði áfram mikill á þessu ári. Það er margt í stöðunni sem segir okkur að það geti orðið," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Björgólfur jafnframt vonast eftir áframhaldandi vexti í hótelreksti Icelandair Group hf, ekki síst úti á landsbyggðinni. „Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, við erum að opna hótel á Hljómalindarreitnum svokallaða, lítið hótel í Hafnarstræti og svo í Landsímahúsinu við Austurvöll. En við þurfum að horfa meira út á land í framhaldinu," segir Björgólfur. Stjórnendur Icelandair Group hf hafa bent á að skortur á uppbyggingu innviða sé það sem helst hamli vexti fyrirtækisins. Björgólfur segir þau meðal annars hafa áhyggjur af því að framlög til lögreglu og tollgæslu hafi ekki verið aukin á Keflavíkurflugvelli í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Reyndar bætti ráðherra þar í svo við vonum að landamæravarslan verði í lagi. Stóru verkefnin eru sannarlega á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur stækkun ekki verið í réttu hlutfalli við þann vöxt sem við höfum séð í ferðamennsku til landsins. Svo eru stóru verkefnin auðvitað að tryggja þessa stærstu staði okkar sem flestir ferðamenn skoða til að þeir verði sjálfbærir til langs tíma," segir Björgólfur.vísir/vilhelmÞegar hefur verið gefið út að fjárfesta eigi fyrir um 20 milljarða hið minnsta til að stækka Keflavíkurvöll á þessu ári. „Áætluð uppbygging í Keflavík hleypur á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Þá finnst mér ekkert úr vegi að setjast aðeins niður og velta fyrir sér hvort fyrir hendi séu aðrir kostir sem gætu verið jafn góðir eða jafnvel betri. Það má vel vera að Keflavík sé besti kosturinn en við eigum að komast að því vegna þess að við erum að horfa til fimmtíu til sjötíu ára í þessu tilfelli.“Má þá skilja það sem svo að Icelandair Group styðji flugvöll í Hvassahrauni í samræmi við niðurstöðu Rögnunefndarinnar, svokölluðu?„Fyrst þurfum við auðvitað að skoða hvort flugvöllur í Hvassahrauni geti gengið," segir Björgólfur. „En við studdum Rögnu-nefndina og áttum einn fulltrúa í nefndinni. Það er vissulega áhugaverður kostur að ýta öllum kreðsum frá sér, sama hvort það heitir byggðapólitík eða annað, og horfa á kosti og galla þess að byggja nýjan flugvöll. Það getur vel verið að niðurstaðan verði að það sé ekki hagkvæmt. En það eru margar vísbendingar um það að það kunni að verða mjög þjóðhagslega hagkvæmt að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Áætlað er að nýta tugi milljarða króna til að stækka og bæta Keflavíkurflugvöll á árinu. Forstjóri Icelandair Group segir ekki úr vegi að kanna hvort fyrir hendi séu betri kostir, því horfa eigi áratugi fram í tímann. Vísbendingar bendi til þess að það geti orðið þjóðhagslega hagkvæmt að byggja nýjan flugvöll. Aðalfundur Icelandair Group hf fór fram á Nordica nú seinnipartinn en í ársreikningi félagsins kemur fram að hagnaður ársins 2015 nam 14,1 milljarði íslenskra króna. Þetta er töluverð aukning frá árinu áður, eða 67%. Farþegar Icelandair voru um 3,1 miljón í fyrra og hafa aldrei verið fleiri en alls jókst fjöldi ferðamanna í fyrra um 18% frá árinu þar á undan. Þá hyggst flugfélagið fljúga til fleiri áfangastaða en nokkru sinni fyrr á þessu ári. „Vöxturinn hefur verið mikill undanfarin ár og við reiknum með því að vöxturinn verði áfram mikill á þessu ári. Það er margt í stöðunni sem segir okkur að það geti orðið," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Björgólfur jafnframt vonast eftir áframhaldandi vexti í hótelreksti Icelandair Group hf, ekki síst úti á landsbyggðinni. „Það eru stór verkefni framundan hjá okkur, við erum að opna hótel á Hljómalindarreitnum svokallaða, lítið hótel í Hafnarstræti og svo í Landsímahúsinu við Austurvöll. En við þurfum að horfa meira út á land í framhaldinu," segir Björgólfur. Stjórnendur Icelandair Group hf hafa bent á að skortur á uppbyggingu innviða sé það sem helst hamli vexti fyrirtækisins. Björgólfur segir þau meðal annars hafa áhyggjur af því að framlög til lögreglu og tollgæslu hafi ekki verið aukin á Keflavíkurflugvelli í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Reyndar bætti ráðherra þar í svo við vonum að landamæravarslan verði í lagi. Stóru verkefnin eru sannarlega á Keflavíkurflugvelli. Þar hefur stækkun ekki verið í réttu hlutfalli við þann vöxt sem við höfum séð í ferðamennsku til landsins. Svo eru stóru verkefnin auðvitað að tryggja þessa stærstu staði okkar sem flestir ferðamenn skoða til að þeir verði sjálfbærir til langs tíma," segir Björgólfur.vísir/vilhelmÞegar hefur verið gefið út að fjárfesta eigi fyrir um 20 milljarða hið minnsta til að stækka Keflavíkurvöll á þessu ári. „Áætluð uppbygging í Keflavík hleypur á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Þá finnst mér ekkert úr vegi að setjast aðeins niður og velta fyrir sér hvort fyrir hendi séu aðrir kostir sem gætu verið jafn góðir eða jafnvel betri. Það má vel vera að Keflavík sé besti kosturinn en við eigum að komast að því vegna þess að við erum að horfa til fimmtíu til sjötíu ára í þessu tilfelli.“Má þá skilja það sem svo að Icelandair Group styðji flugvöll í Hvassahrauni í samræmi við niðurstöðu Rögnunefndarinnar, svokölluðu?„Fyrst þurfum við auðvitað að skoða hvort flugvöllur í Hvassahrauni geti gengið," segir Björgólfur. „En við studdum Rögnu-nefndina og áttum einn fulltrúa í nefndinni. Það er vissulega áhugaverður kostur að ýta öllum kreðsum frá sér, sama hvort það heitir byggðapólitík eða annað, og horfa á kosti og galla þess að byggja nýjan flugvöll. Það getur vel verið að niðurstaðan verði að það sé ekki hagkvæmt. En það eru margar vísbendingar um það að það kunni að verða mjög þjóðhagslega hagkvæmt að byggja upp flugvöll í Hvassahrauni.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira