Germanwings skýrslan: Lagt til að slaka á trúnaði um heilsufar flugmanna Bjarki Ármannsson skrifar 13. mars 2016 15:44 Allir 150 um borð fórust með vélinni. Vísir/AFP Rannsóknarnefnd í Frakklandi sem rannsakaði hrap farþegaflugvélar Germanwings í mars í fyrra leggur til að slakað verði á trúnaði um heilsufar flugmanna. Aðstoðarflugmaður flugvélarinnar, Andreas Lubitz, hrapaði flugvélinni viljandi í frönsku ölpunum hinn 24. mars á síðasta ári með þeim afleiðingum að allir 150 um borð fórust. Læknir hans hafði hvatt hann til að leita sér aðstoðar geðlækna nokkrum vikum áður en yfirmenn flugfélagsins voru aldrei látnir vita af því vegna trúnaðar á milli læknis og sjúklings. Rannsóknarnefndin leggur til að trúnaðarlæknum flugmanna beri að koma upplýsingum sem þessum til yfirmanna flugfélaga. Hægt er að lesa skýrslu rannsóknarnefndarinnar á ensku í viðhengi við fréttina. Í henni kemur einnig fram að fjórir læknar skrifuðu upp á fimm veikindavottorð fyrir Lubitz á um mánuði, þar af þrjú sem voru aldrei send til flugfélagsins. Skrifað var upp á síðasta vottorðið 18. mars. Nefndin leggur ekki til neinar breytingar á reglum um flugstjórnarklefa í skýrslunni. Lubitz tókst að læsa flugstjóra vélarinnar út úr flugstjórnarklefanum með læsingum sem eiga að koma í veg fyrir að aðrir um borð geti rutt sér leið inn og tekið við stjórn vélarinnar. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Hafði sagt Lufthansa frá veikindum sínum Aðstoðarflugmaður Germanwings upplýsti Lufthansa árið 2009 um þunglyndi sitt og tók sér því nokkurra mánaða frí frá vinnu. 31. mars 2015 18:16 Ekki ráðist að rót vandans með því að hafa tvo í flugstjórnarklefanum öllum stundum Jón Þór Þorvaldsson, varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að breyttar verklagsreglur íslensku flugfélaganna séu ákall gagnvart samfélaginu. 31. mars 2015 11:29 Æfði sig áður en hann grandaði vélinni Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings . 6. maí 2015 08:42 Germanwings 4U 9525: Seinni flugriti vélarinnar loks fundinn Vonast er til að flugritinn sé ekki algerlega ónýtur. 2. apríl 2015 14:58 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Rannsóknarnefnd í Frakklandi sem rannsakaði hrap farþegaflugvélar Germanwings í mars í fyrra leggur til að slakað verði á trúnaði um heilsufar flugmanna. Aðstoðarflugmaður flugvélarinnar, Andreas Lubitz, hrapaði flugvélinni viljandi í frönsku ölpunum hinn 24. mars á síðasta ári með þeim afleiðingum að allir 150 um borð fórust. Læknir hans hafði hvatt hann til að leita sér aðstoðar geðlækna nokkrum vikum áður en yfirmenn flugfélagsins voru aldrei látnir vita af því vegna trúnaðar á milli læknis og sjúklings. Rannsóknarnefndin leggur til að trúnaðarlæknum flugmanna beri að koma upplýsingum sem þessum til yfirmanna flugfélaga. Hægt er að lesa skýrslu rannsóknarnefndarinnar á ensku í viðhengi við fréttina. Í henni kemur einnig fram að fjórir læknar skrifuðu upp á fimm veikindavottorð fyrir Lubitz á um mánuði, þar af þrjú sem voru aldrei send til flugfélagsins. Skrifað var upp á síðasta vottorðið 18. mars. Nefndin leggur ekki til neinar breytingar á reglum um flugstjórnarklefa í skýrslunni. Lubitz tókst að læsa flugstjóra vélarinnar út úr flugstjórnarklefanum með læsingum sem eiga að koma í veg fyrir að aðrir um borð geti rutt sér leið inn og tekið við stjórn vélarinnar.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Hafði sagt Lufthansa frá veikindum sínum Aðstoðarflugmaður Germanwings upplýsti Lufthansa árið 2009 um þunglyndi sitt og tók sér því nokkurra mánaða frí frá vinnu. 31. mars 2015 18:16 Ekki ráðist að rót vandans með því að hafa tvo í flugstjórnarklefanum öllum stundum Jón Þór Þorvaldsson, varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að breyttar verklagsreglur íslensku flugfélaganna séu ákall gagnvart samfélaginu. 31. mars 2015 11:29 Æfði sig áður en hann grandaði vélinni Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings . 6. maí 2015 08:42 Germanwings 4U 9525: Seinni flugriti vélarinnar loks fundinn Vonast er til að flugritinn sé ekki algerlega ónýtur. 2. apríl 2015 14:58 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Hafði sagt Lufthansa frá veikindum sínum Aðstoðarflugmaður Germanwings upplýsti Lufthansa árið 2009 um þunglyndi sitt og tók sér því nokkurra mánaða frí frá vinnu. 31. mars 2015 18:16
Ekki ráðist að rót vandans með því að hafa tvo í flugstjórnarklefanum öllum stundum Jón Þór Þorvaldsson, varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að breyttar verklagsreglur íslensku flugfélaganna séu ákall gagnvart samfélaginu. 31. mars 2015 11:29
Æfði sig áður en hann grandaði vélinni Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings . 6. maí 2015 08:42
Germanwings 4U 9525: Seinni flugriti vélarinnar loks fundinn Vonast er til að flugritinn sé ekki algerlega ónýtur. 2. apríl 2015 14:58