Rúmlega 140 þúsund uppsagnir á einu ári Sæunn Gísladóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Á síðastliðnu ári var tilkynnt um niðurfellingu 140 þúsund starfa hjá stærstu bönkum Evrópu og Bandaríkjanna. Enn er beðið tilkynninga um hópuppsagnir hjá bæði Barclays og BNP Paribas. Auk þess sem nokkrir bankar hafa nú þegar gefið það út að þeir muni segja upp stórum hluta starfsmanna sinna á árinu, þó ekki liggi fyrir hve margir það verða. Á Íslandi bendir hins vegar lítið til mikillar fækkunar meðal starfsmanna viðskiptabanka landsins. Hjá sumum þeirra fjölgaði starfsfólki á árinu 2015. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir skýringuna ef til vill liggja í því að á Íslandi hafi fjármálafyrirtæki tekið út mjög kröftuglegan niðurskurð beint í kjölfar fjármálakreppunnar, á meðan bankar víða annars staðar héldu lengur út.HSBC er sá banki sem tilkynnti á síðasta ári um flestar uppsagnir, eða um 25 þúsund störf.Vísir/EPAÍ vikunni var greint frá því að Royal Bank of Scotland hefði ákveðið að segja upp þúsund starfsmönnum á næstu misserum. Ákvörðunin var tekin vegna skipulagsbreytinga til að lækka rekstrarkostnað, og er hluti af þróun sem hefur átt sér stað undanfarið árið. Stærstu bankar Evrópu og Bandaríkjanna hafa áform um að segja upp allt að tíu til tuttugu prósentum starfsfólks á næstu fjórum árum. Allt frá nokkur hundruð starfsmönnum upp í tugi þúsunda. HSBC er sá banki sem hefur tilkynnt um flestar uppsagnir, eða um 25 þúsund á komandi árum. Þessi gríðarlegi niðurskurður bætist ofan á þá hálfu milljón bankamanna sem The Financial Times áætlar að hafa misst störf sín á fyrstu fimm árunum eftir að efnahagskreppan skall á árið 2008. Niðurskurður virðist einkum vera viðvarandi á fjárfestingarsviði bankanna sem og meðal verðbréfamiðlara. Auk þess sem sumir bankar, þeirra á meðal RBS, eru að draga úr fjölda ráðgjafa sem veita fjárfestingarráðgjöf og vélvæða ráðgjöfina að ákveðnu leyti. Mikill niðurskurður átti sér stað á Íslandi í kjölfar bankahrunsins árið 2008, starfsmönnum viðskiptabanka og sparisjóða fækkaði um tæplega tuttugu og fimm prósent milli áranna 2007 og 2009. Á síðastliðnum árum hefur hins vegar dregið verulega úr niðurskurði og hafa tilkynningar um hópuppsagnir ekki borist. Stöðugildum hjá Arion banka fjölgaði um 11 á árinu 2015, eða úr 865 í árslok 2014 í 876 í árslok 2015, á meðan stöðugildum hjá Íslandsbanka fækkaði einungis um 36 frá árslokum 2014 til ársloka 2015.Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, telur að hluti skýringarinnar á þessum mismun sé sá mikli niðurskurður sem átti sér stað hér á landi strax í kjölfar efnahagshrunsins. „Bankar á Íslandi tóku þetta mjög kröftuglega út í kjölfar hrunsins, enda voru þeir neyddir til að gera það. Á meðan bankar víða annars staðar héldu út lengur, þeir lentu í miklum erfiðleikum, en hafa verið að taka þetta út seinna, ég held að það sé örugglega meginskýringin,“ segir Guðjón. „Á Íslandi hefur einnig orðið jöfn og þétt fækkun eftir hrun sem hefur ekki síður lotið að útibúakerfinu, en útibúum hefur fækkað um helming á síðustu tíu árum. Þó það hafi verið hagræðing í fjármálakerfinu, þá mun hún halda áfram. Fólk er alltaf að leita nýrra leiða til hagræðingar í rekstri. En við tókum stærri skerf af skellinum en aðrir á þessum tíma,“ segir hann. Guðjón bendir einnig á að langstærstur hluti þeirra starfsmanna sem misstu störf sín árið 2008 var sá sem tengdist fjárfestingarbankastarfsemi. „Margir af þessum erlendu bönkum sem eru að tilkynna um uppsagnir núna eru stórir bankar með mikinn fókus á fjárfestingarstarfsemi. Hér á landi minnkaði sú starfsemi verulega í kjölfar efnahagshrunsins. Nú þegar hert hefur að fjármálamörkuðum heimsins þá hafa þessir stóru bankar sem hafa verið með uppsafnaða þörf í smá tíma gripið til aðgerða sem voru tímabærar,“ segir Guðjón Rúnarsson. Guðjón Rúnarsson er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Mynd/aðsend. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Á síðastliðnu ári var tilkynnt um niðurfellingu 140 þúsund starfa hjá stærstu bönkum Evrópu og Bandaríkjanna. Enn er beðið tilkynninga um hópuppsagnir hjá bæði Barclays og BNP Paribas. Auk þess sem nokkrir bankar hafa nú þegar gefið það út að þeir muni segja upp stórum hluta starfsmanna sinna á árinu, þó ekki liggi fyrir hve margir það verða. Á Íslandi bendir hins vegar lítið til mikillar fækkunar meðal starfsmanna viðskiptabanka landsins. Hjá sumum þeirra fjölgaði starfsfólki á árinu 2015. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir skýringuna ef til vill liggja í því að á Íslandi hafi fjármálafyrirtæki tekið út mjög kröftuglegan niðurskurð beint í kjölfar fjármálakreppunnar, á meðan bankar víða annars staðar héldu lengur út.HSBC er sá banki sem tilkynnti á síðasta ári um flestar uppsagnir, eða um 25 þúsund störf.Vísir/EPAÍ vikunni var greint frá því að Royal Bank of Scotland hefði ákveðið að segja upp þúsund starfsmönnum á næstu misserum. Ákvörðunin var tekin vegna skipulagsbreytinga til að lækka rekstrarkostnað, og er hluti af þróun sem hefur átt sér stað undanfarið árið. Stærstu bankar Evrópu og Bandaríkjanna hafa áform um að segja upp allt að tíu til tuttugu prósentum starfsfólks á næstu fjórum árum. Allt frá nokkur hundruð starfsmönnum upp í tugi þúsunda. HSBC er sá banki sem hefur tilkynnt um flestar uppsagnir, eða um 25 þúsund á komandi árum. Þessi gríðarlegi niðurskurður bætist ofan á þá hálfu milljón bankamanna sem The Financial Times áætlar að hafa misst störf sín á fyrstu fimm árunum eftir að efnahagskreppan skall á árið 2008. Niðurskurður virðist einkum vera viðvarandi á fjárfestingarsviði bankanna sem og meðal verðbréfamiðlara. Auk þess sem sumir bankar, þeirra á meðal RBS, eru að draga úr fjölda ráðgjafa sem veita fjárfestingarráðgjöf og vélvæða ráðgjöfina að ákveðnu leyti. Mikill niðurskurður átti sér stað á Íslandi í kjölfar bankahrunsins árið 2008, starfsmönnum viðskiptabanka og sparisjóða fækkaði um tæplega tuttugu og fimm prósent milli áranna 2007 og 2009. Á síðastliðnum árum hefur hins vegar dregið verulega úr niðurskurði og hafa tilkynningar um hópuppsagnir ekki borist. Stöðugildum hjá Arion banka fjölgaði um 11 á árinu 2015, eða úr 865 í árslok 2014 í 876 í árslok 2015, á meðan stöðugildum hjá Íslandsbanka fækkaði einungis um 36 frá árslokum 2014 til ársloka 2015.Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, telur að hluti skýringarinnar á þessum mismun sé sá mikli niðurskurður sem átti sér stað hér á landi strax í kjölfar efnahagshrunsins. „Bankar á Íslandi tóku þetta mjög kröftuglega út í kjölfar hrunsins, enda voru þeir neyddir til að gera það. Á meðan bankar víða annars staðar héldu út lengur, þeir lentu í miklum erfiðleikum, en hafa verið að taka þetta út seinna, ég held að það sé örugglega meginskýringin,“ segir Guðjón. „Á Íslandi hefur einnig orðið jöfn og þétt fækkun eftir hrun sem hefur ekki síður lotið að útibúakerfinu, en útibúum hefur fækkað um helming á síðustu tíu árum. Þó það hafi verið hagræðing í fjármálakerfinu, þá mun hún halda áfram. Fólk er alltaf að leita nýrra leiða til hagræðingar í rekstri. En við tókum stærri skerf af skellinum en aðrir á þessum tíma,“ segir hann. Guðjón bendir einnig á að langstærstur hluti þeirra starfsmanna sem misstu störf sín árið 2008 var sá sem tengdist fjárfestingarbankastarfsemi. „Margir af þessum erlendu bönkum sem eru að tilkynna um uppsagnir núna eru stórir bankar með mikinn fókus á fjárfestingarstarfsemi. Hér á landi minnkaði sú starfsemi verulega í kjölfar efnahagshrunsins. Nú þegar hert hefur að fjármálamörkuðum heimsins þá hafa þessir stóru bankar sem hafa verið með uppsafnaða þörf í smá tíma gripið til aðgerða sem voru tímabærar,“ segir Guðjón Rúnarsson. Guðjón Rúnarsson er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Mynd/aðsend.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira