Ástæðan er afar sérstök. Forseti White Sox bað LaRoche vinsamlegast um að hætta að mæta með 14 ára son sinn á allar æfingar. Því undi LaRoche ekki og hætti.
Með því að hætta gaf hann frá sér rúmlega 1,6 milljarð króna sem hann átti eftir að fá frá White Sox. Hann skrifaði á Twitter að fjölskyldan væri í forgangi eins og sjá má hér að neðan.
Sonur LaRoche, Adam, hefur lengi verið hluti af liðinu. Ferðast með föður sínum í alla leiki síðustu ár og mætir á allar æfingar. Hann var meira að segja með merktan klefa við hliðina á pabba sínum á heimavelli White Sox.
„Ég skil þetta ekki. Ég bað hann bara um að mæta ekki með drenginn á hverja einustu æfingu. Við elskum allir strákinn en hvar í Bandaríkjunum er leyfilegt að taka börnin með sér í vinnuna á hverjum einasta degi?“ spurði furðulostinn forseti White Sox, Ken Williams.
Thank u Lord for the game of baseball and for giving me way more than I ever deserved!#FamilyFirst
— Adam LaRoche (@e3laroche) March 15, 2016