Bankasýslan segist hafa staðið faglega að verki í Borgunarmálinu ingvar haraldsson skrifar 17. mars 2016 14:04 Lárus Blöndal formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins. 365/ÞÞ „Af gefnu tilefni vill Bankasýsla ríkisins undirstrika að í samskiptum sínum við Landsbankann vegna Borgunarmálsins hefur hún staðið faglega að verki,“ segir í yfirlýsingu á vef Bankasýslu ríkisins.Fimm bankaráðsmenn Landsbankans, þar á meðal Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins lýstu því yfir í gær að þeir myndu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráðinu á aðalfundi Landsbankans sem fer fram 14. apríl.Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að Tryggvi hefði verið boðaður á fund Lárusar Blöndal, stjórnarformanns Bankasýslunnar og Jóns G. Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar fyrir helgi þar sem farið hefði verið fram á að Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans yrði sagt upp og Tryggvi og varaformaður bankaráðs vikju sæti. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum,“ sagði í yfirlýsingu bankaráðsmannanna.Lárus sagði við Vísi á mánudaginn að ekki verið skoðað hvort tilefni væri til að gera breytingar á bankaráðinu eða æðstu stjórnendum Landsbankans. „Stofnunin stendur við allar athugasemdir sínar og yfirlýsingar fyrirsvarsmanna hennar í fjölmiðlum vegna málsins,“ segir í yfirlýsingu Bankasýslunnar. Þá bíði Bankasýslan enn efnislegra svara við bréfi sem sent var bankaráði Landsbankans vegna Borgunarmálsins þar sem m.a. kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi. Í kjölfar yfirlýsingar fimmmenninganna mun Bankasýslan nú formlega óska eftir tilnefningu valnefndar um nýja bankaráðsmenn og á næstu dögum auglýsa eftir einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. „Stefnt er að kosningu bankaráðsmanna á fyrirhuguðum aðalfundi Landsbankans sem haldinn verður þann 14. apríl,“ segir á vef bankasýslunnar. Borgunarmálið Tengdar fréttir Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans ekki sammála um hvort stofnunin hafi viljað segja upp bankastjóranum. 17. mars 2016 07:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
„Af gefnu tilefni vill Bankasýsla ríkisins undirstrika að í samskiptum sínum við Landsbankann vegna Borgunarmálsins hefur hún staðið faglega að verki,“ segir í yfirlýsingu á vef Bankasýslu ríkisins.Fimm bankaráðsmenn Landsbankans, þar á meðal Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins lýstu því yfir í gær að þeir myndu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráðinu á aðalfundi Landsbankans sem fer fram 14. apríl.Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að Tryggvi hefði verið boðaður á fund Lárusar Blöndal, stjórnarformanns Bankasýslunnar og Jóns G. Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar fyrir helgi þar sem farið hefði verið fram á að Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans yrði sagt upp og Tryggvi og varaformaður bankaráðs vikju sæti. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum,“ sagði í yfirlýsingu bankaráðsmannanna.Lárus sagði við Vísi á mánudaginn að ekki verið skoðað hvort tilefni væri til að gera breytingar á bankaráðinu eða æðstu stjórnendum Landsbankans. „Stofnunin stendur við allar athugasemdir sínar og yfirlýsingar fyrirsvarsmanna hennar í fjölmiðlum vegna málsins,“ segir í yfirlýsingu Bankasýslunnar. Þá bíði Bankasýslan enn efnislegra svara við bréfi sem sent var bankaráði Landsbankans vegna Borgunarmálsins þar sem m.a. kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi. Í kjölfar yfirlýsingar fimmmenninganna mun Bankasýslan nú formlega óska eftir tilnefningu valnefndar um nýja bankaráðsmenn og á næstu dögum auglýsa eftir einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. „Stefnt er að kosningu bankaráðsmanna á fyrirhuguðum aðalfundi Landsbankans sem haldinn verður þann 14. apríl,“ segir á vef bankasýslunnar.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans ekki sammála um hvort stofnunin hafi viljað segja upp bankastjóranum. 17. mars 2016 07:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans ekki sammála um hvort stofnunin hafi viljað segja upp bankastjóranum. 17. mars 2016 07:00
Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53
Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12