Bankasýslan segist hafa staðið faglega að verki í Borgunarmálinu ingvar haraldsson skrifar 17. mars 2016 14:04 Lárus Blöndal formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins. 365/ÞÞ „Af gefnu tilefni vill Bankasýsla ríkisins undirstrika að í samskiptum sínum við Landsbankann vegna Borgunarmálsins hefur hún staðið faglega að verki,“ segir í yfirlýsingu á vef Bankasýslu ríkisins.Fimm bankaráðsmenn Landsbankans, þar á meðal Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins lýstu því yfir í gær að þeir myndu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráðinu á aðalfundi Landsbankans sem fer fram 14. apríl.Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að Tryggvi hefði verið boðaður á fund Lárusar Blöndal, stjórnarformanns Bankasýslunnar og Jóns G. Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar fyrir helgi þar sem farið hefði verið fram á að Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans yrði sagt upp og Tryggvi og varaformaður bankaráðs vikju sæti. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum,“ sagði í yfirlýsingu bankaráðsmannanna.Lárus sagði við Vísi á mánudaginn að ekki verið skoðað hvort tilefni væri til að gera breytingar á bankaráðinu eða æðstu stjórnendum Landsbankans. „Stofnunin stendur við allar athugasemdir sínar og yfirlýsingar fyrirsvarsmanna hennar í fjölmiðlum vegna málsins,“ segir í yfirlýsingu Bankasýslunnar. Þá bíði Bankasýslan enn efnislegra svara við bréfi sem sent var bankaráði Landsbankans vegna Borgunarmálsins þar sem m.a. kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi. Í kjölfar yfirlýsingar fimmmenninganna mun Bankasýslan nú formlega óska eftir tilnefningu valnefndar um nýja bankaráðsmenn og á næstu dögum auglýsa eftir einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. „Stefnt er að kosningu bankaráðsmanna á fyrirhuguðum aðalfundi Landsbankans sem haldinn verður þann 14. apríl,“ segir á vef bankasýslunnar. Borgunarmálið Tengdar fréttir Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans ekki sammála um hvort stofnunin hafi viljað segja upp bankastjóranum. 17. mars 2016 07:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
„Af gefnu tilefni vill Bankasýsla ríkisins undirstrika að í samskiptum sínum við Landsbankann vegna Borgunarmálsins hefur hún staðið faglega að verki,“ segir í yfirlýsingu á vef Bankasýslu ríkisins.Fimm bankaráðsmenn Landsbankans, þar á meðal Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins lýstu því yfir í gær að þeir myndu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bankaráðinu á aðalfundi Landsbankans sem fer fram 14. apríl.Í yfirlýsingu fimmmenninganna var fullyrt að Tryggvi hefði verið boðaður á fund Lárusar Blöndal, stjórnarformanns Bankasýslunnar og Jóns G. Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar fyrir helgi þar sem farið hefði verið fram á að Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans yrði sagt upp og Tryggvi og varaformaður bankaráðs vikju sæti. „Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum,“ sagði í yfirlýsingu bankaráðsmannanna.Lárus sagði við Vísi á mánudaginn að ekki verið skoðað hvort tilefni væri til að gera breytingar á bankaráðinu eða æðstu stjórnendum Landsbankans. „Stofnunin stendur við allar athugasemdir sínar og yfirlýsingar fyrirsvarsmanna hennar í fjölmiðlum vegna málsins,“ segir í yfirlýsingu Bankasýslunnar. Þá bíði Bankasýslan enn efnislegra svara við bréfi sem sent var bankaráði Landsbankans vegna Borgunarmálsins þar sem m.a. kom fram að Bankasýslan teldi allar skýringar Landsbankans fyrir því að selja hlut í Borgun ekki í opnu söluferli ófullnægjandi. Í kjölfar yfirlýsingar fimmmenninganna mun Bankasýslan nú formlega óska eftir tilnefningu valnefndar um nýja bankaráðsmenn og á næstu dögum auglýsa eftir einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum. „Stefnt er að kosningu bankaráðsmanna á fyrirhuguðum aðalfundi Landsbankans sem haldinn verður þann 14. apríl,“ segir á vef bankasýslunnar.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans ekki sammála um hvort stofnunin hafi viljað segja upp bankastjóranum. 17. mars 2016 07:00 Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53 Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Bankasýslan sagði uppsögn Steinþórs ekki til skoðunar Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans ekki sammála um hvort stofnunin hafi viljað segja upp bankastjóranum. 17. mars 2016 07:00
Segja Bankasýsluna hafa gengið of langt Fimm úr bankaráði Landsbankans ætla að hætta en Steinþór mun halda áfram að stýra bankanum. 16. mars 2016 20:53
Landsbankinn hafið undirbúning málsóknar vegna Borgunarmálsins Landsbankinn hyggst endurheimta það fé sem bankinn telur sig hafa farið á mis við í Borgunarmálinu. 16. mars 2016 15:12