Kortavelta eykst um 67 prósent milli ára Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2016 08:02 Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum. Vísir/GVA Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum, sem felur í sér um 67% aukningu á milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu erlendra ferðamanna. Þar kemur fram að erlend kortavelta hafi aukist í öllum útgjaldaliðum en mest varð aukningin í farþegaflutningum, eða 174 prósent samanborið við febrúar í fyrra. Kortaveltan í þeim flokki var alls 2.791 milljónir króna í mánuðinum en febrúar er fjórði mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári. Rannsóknarsetrið segir að þó hluti þessarar veltuaukningar kunni að stafa af erlendri starfsemi íslenskra flugfélaga megi þó túlka vöxt í flokknum sem merki þess að stórt ferðamannasumar sé í vændum. Þótt farþegaflutningar séu líkt og undanfarna mánuði nokkuð fyrirferðamiklir í vexti greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna, skýra þeir eingöngu um þriðjung aukningarinnar í febrúar. Í febrúar greiddu útlendingar með kortum sínum 46% hærri upphæð til gistiþjónustu borið saman við sama mánuð í fyrra og 50% meira í veitingaþjónustu. Í öðrum þjónustuflokkum jókst kortavelta á milli ára; 86% í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi og 74% í flokkinn ýmis ferðaþjónusta svo dæmi séu nefnd. Nutu verslanir góðs af aukinni kortaveltu í síðasta mánuði líkt og aðrir þjónustuaðilar. Þannig keyptu ferðamenn fyrir 38% hærri upphæð í verslunum heldur en í sama mánuð í fyrra. Mestur vöxtur var í dagvöruverslun, 68% frá síðasta ári, á meðan fataverslun jókst um 33% og gjafa- og minjagripaverslun jókst um 37% Í febrúar komu um 101 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 43% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Til samanburðar eru það álíka margir ferðamenn og komu í ágúst 2011, fjölmennasta ferðamannamánuði þess árs. Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 130 þús. kr. í febrúar síðastliðnum. Það er um 17% hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam aukningin um 14% á milli ára. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 326 þús. kr. Á hvern ferðamann. Kanadamenn eru í öðru sæti með 256 þús. kr. á hvern ferðamann og Spánverjar í því þriðja með 245 þús. kr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Erlend greiðslukortavelta í febrúar síðastliðnum var 13,2 milljarðar króna. Í sama mánuði í fyrra nam þessi upphæð 7,9 milljörðum, sem felur í sér um 67% aukningu á milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á kortaveltu erlendra ferðamanna. Þar kemur fram að erlend kortavelta hafi aukist í öllum útgjaldaliðum en mest varð aukningin í farþegaflutningum, eða 174 prósent samanborið við febrúar í fyrra. Kortaveltan í þeim flokki var alls 2.791 milljónir króna í mánuðinum en febrúar er fjórði mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flugferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári. Rannsóknarsetrið segir að þó hluti þessarar veltuaukningar kunni að stafa af erlendri starfsemi íslenskra flugfélaga megi þó túlka vöxt í flokknum sem merki þess að stórt ferðamannasumar sé í vændum. Þótt farþegaflutningar séu líkt og undanfarna mánuði nokkuð fyrirferðamiklir í vexti greiðslukortaveltu erlendra ferðamanna, skýra þeir eingöngu um þriðjung aukningarinnar í febrúar. Í febrúar greiddu útlendingar með kortum sínum 46% hærri upphæð til gistiþjónustu borið saman við sama mánuð í fyrra og 50% meira í veitingaþjónustu. Í öðrum þjónustuflokkum jókst kortavelta á milli ára; 86% í menningar-, afþreyingar- og tómstundastarfsemi og 74% í flokkinn ýmis ferðaþjónusta svo dæmi séu nefnd. Nutu verslanir góðs af aukinni kortaveltu í síðasta mánuði líkt og aðrir þjónustuaðilar. Þannig keyptu ferðamenn fyrir 38% hærri upphæð í verslunum heldur en í sama mánuð í fyrra. Mestur vöxtur var í dagvöruverslun, 68% frá síðasta ári, á meðan fataverslun jókst um 33% og gjafa- og minjagripaverslun jókst um 37% Í febrúar komu um 101 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 43% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Til samanburðar eru það álíka margir ferðamenn og komu í ágúst 2011, fjölmennasta ferðamannamánuði þess árs. Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 130 þús. kr. í febrúar síðastliðnum. Það er um 17% hærri upphæð en í febrúar í fyrra. Með því að leiðrétta þessa upphæð fyrir verðlagsbreytingum síðustu 12 mánaða nam aukningin um 14% á milli ára. Ferðamenn frá Sviss keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 326 þús. kr. Á hvern ferðamann. Kanadamenn eru í öðru sæti með 256 þús. kr. á hvern ferðamann og Spánverjar í því þriðja með 245 þús. kr
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira