Miklar tilfinningar í dómsal þegar hollenska parið var dæmt: Karlinn fékk átta ára dóm en konan sýknuð Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2016 10:03 Efnin sem fundust í húsbílnum. Vísir/GVA Miklar tilfinningar voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar dómur var kveðinn upp yfir hollensku pari sem ákært var fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins síðastliðið haust. Maðurinn var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar en konan var sýknuð. „Þetta er sanngjörn niðurstaða og í samræmi við væntingar,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi konunnar, um sýknudóminn yfir henni en konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Guðmundur segir miklar tilfinningar hafa verið í dómsal en konan hafi grátið af létti og einnig vegna þess að maðurinn hennar var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar. „Það er flókið og erfitt að vera eiginkona manns sem er að fá þetta þungan dóm og vera að fara úr landi á sama tíma fljótlega eftir að hafa verið hér saklaus í farbanni í sjö mánuði,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki ljóst hvort ákæruvaldið muni áfrýja dómnum en hann reiknar með að skaðabótakrafa gegn ríkinu verði tekin til skoðunar af hálfu konunnar. „Mér finnst þessi dómur vera mjög afdráttarlaus,“ segir Guðmundur. Fólkið var stöðvað við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA mulningi til viðbótar. Maðurinn játaði sök en konan hefur frá upphafi neitað að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar. Hún hafi einfaldlega talið sig vera í ferðalagi með manni sínum. Tók maðurinn undir með konu sinni. Ákæruvaldið taldi hins vegar frásögn þeirra ótrúverðuga og taldi ekki ganga upp að konan hafi ekki verið meðvituð um hvaða tilgangi förin til Íslands átti að þjóna. Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30 Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Miklar tilfinningar voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar dómur var kveðinn upp yfir hollensku pari sem ákært var fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins síðastliðið haust. Maðurinn var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar en konan var sýknuð. „Þetta er sanngjörn niðurstaða og í samræmi við væntingar,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi konunnar, um sýknudóminn yfir henni en konan brast í grát þegar niðurstaðan var ljós. Guðmundur segir miklar tilfinningar hafa verið í dómsal en konan hafi grátið af létti og einnig vegna þess að maðurinn hennar var dæmdur til átta og hálfs árs fangelsisvistar. „Það er flókið og erfitt að vera eiginkona manns sem er að fá þetta þungan dóm og vera að fara úr landi á sama tíma fljótlega eftir að hafa verið hér saklaus í farbanni í sjö mánuði,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki ljóst hvort ákæruvaldið muni áfrýja dómnum en hann reiknar með að skaðabótakrafa gegn ríkinu verði tekin til skoðunar af hálfu konunnar. „Mér finnst þessi dómur vera mjög afdráttarlaus,“ segir Guðmundur. Fólkið var stöðvað við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA mulningi til viðbótar. Maðurinn játaði sök en konan hefur frá upphafi neitað að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar. Hún hafi einfaldlega talið sig vera í ferðalagi með manni sínum. Tók maðurinn undir með konu sinni. Ákæruvaldið taldi hins vegar frásögn þeirra ótrúverðuga og taldi ekki ganga upp að konan hafi ekki verið meðvituð um hvaða tilgangi förin til Íslands átti að þjóna.
Tengdar fréttir Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30 Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27 Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05 Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Fíkniefni upp á milljarð króna: Deila um niðursuðudósir og húsbíllinn verður fluttur til Reykjavíkur Saksóknari reynir að sýna fram á sök konunnar í málinu og segir manninn margsaga. Verjendur eru ósáttir við að hafa ekki verið upplýstir um að samtöl parsins voru hleruð. 2. febrúar 2016 13:30
Saksóknari telur erfitt að rökstyðja annað en tólf ára refsingu Hollenskt par flutti til Íslands rúmlega 200 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi. Dómurinn á sér enga hliðstæðu að mati varahéraðssaksóknara. 15. febrúar 2016 12:27
Hollenska parið var með 209 þúsund MDMA-töflur í húsbílnum Konan hafði sagt dóttur sinni og nágranna að hún og maðurinn væru á leið í frí til Spánar. 10. desember 2015 09:05
Hótaði að gera dóttur parsins mein færu þau ekki til Íslands Maðurinn átti að taka konuna með til að auka trúverðugleika ferðarinnar. 15. febrúar 2016 14:20
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31
Fíkniefni fyrir tæpan milljarð: Maðurinn játar en konan neitar áfram sök Parið er á 45. aldursári og kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september síðastliðinn. 17. desember 2015 14:00