Brakið sem búið er að staðfesta að er úr vélinni fannst á Reunioneyju í júlí í fyrra. Fregnir af fundum braks berast þó nokkuð reglulega.
Nýja brakið var fundið af bandarískum manni að sandrifi undan ströndum Mósambík, sem er ekki langt frá Reunioneyju. Samkvæmt BBC hafa rannsakendur einungis séð myndir af brakinu, enn sem komið er, og telja þeir líklegt að það sé úr Boeing 777 flugvél.
Talið er að flugvélin hafi farist í Indlandshafi, en ekki er vitað af hverju flugvélinni var flogið þangað.
Missing MH370 debris 'found off the coast of Mozambique' https://t.co/SDywAKBfW1 pic.twitter.com/QpREYgq2Bp
— The Independent (@Independent) March 2, 2016