Fótbolti

Sjáið mörk íslensku stelpnanna í sigrinum á Belgum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Byrjunarlið Íslands í leiknum.
Byrjunarlið Íslands í leiknum. Mynd/KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið byrjaði Algarve-bikarinn eins og best verður á kosið þegar stelpurnar unnu 2-1 sigur á Belgíu í fyrsta leik. Liðið er því þegar búið að gera betur en á mótinu í fyrra.

Íslenska liðið skoraði mörkin sín í sitthvorum enda leiksins, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Íslandi í 1-0 strax á 4. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Fanndísar Friðriksdóttur.

Belgar jöfnuðu með glæsilegu marki en Dagný Brynjarsdóttir var hetja íslenska liðsins í uppbótartíma. Dagný hafði komið inná sem varamaður í hálfleik og skoraði sigurmarkið með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur.

Sporttv hefur sett saman myndband með mörkunum þremur sem skoruð voru í þessum fyrsta leik Íslands á Algarve-bikarnum 2016 en það má sjá þau hér fyrir neðan.

Þrír aðrir leikir fóru fram í mótinu í dag og Danmörk vann 1-0 sigur á Kanada í hinum leiknum í íslenska riðlinum. Í hinum riðlinum vann Brasilía 1-0 sigur á Nýja-Sjálandi og Rússland vann 1-0 sigur á Portúgal.

Íslensku stelpurnar mæta næst Dönum á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Vilja að ég fljúgi beint frá Portúgal en ég fæ að fara heim

Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, vill að stelpurnar okkar byggi ofan á góða spilamennsku liðsins og vinni helst Algarve-mótið sem hefst í dag. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Dagný rétt fær að koma heim og pakka í tösku eftir mótið áður en nýtt ævintýri hefst í Portland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×