Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2016 06:00 Þessi mynd var tekin þann 22. janúar síðastliðinn er Aron Kristjánsson hætti. Síðan þá virðist lítið hafa gerst. Vísir/Vilhelm Það er að verða um einn og hálfur mánuður síðan Aron Kristjánsson hætti störfum sem landsliðsþjálfari í handknattleik. HSÍ hefur því haft drjúgan tíma til þess að finna arftaka hans en ekkert bólar á honum. „Það er ekkert búið að gerast í þessum málum sem hægt er að greina frá. Við erum að vinna í málinu og því miðar aðeins áfram. Það er þó ekkert í hendi,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Á svona löngum tíma hefur oft kvisast út að búið sé að ræða við hinn og þennan. Engar slíkar sögur hafa verið í gangi núna. Miðað við það sem Fréttablaðið hefur heyrt þá er ekki enn búið að tala við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. „Ég vil ekki gefa neitt upp um hvort búið sé að ræða við einhvern. Við tókum málið mjög vítt í upphafi,“ segir formaðurinn en hvað þýðir það eiginlega? „Þá erum við að líta breitt á allt sviðið. Hvað sé í boði, hverjir hafi áhuga, hverjir séu í boði og annað slíkt.“ Þó svo þetta ferli hafi þegar tekið langan tíma hefur HSÍ sett sér tímaramma í málinu. „Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ segir Guðmundur en þessi æfingavika er hluti af undirbúningi liðsins fyrir HM-umspilið næsta sumar. Landsliðið mun ekki spila neinn leik í apríl eins og staðan er núna. Formaðurinn segist ekki geta útilokað neitt á þessu stigi. Ekki varðandi hvort stefnan sé að fá íslenskan eða erlendan þjálfara. „Það er ekki hægt að útiloka neitt og við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tímapressu. Við höldum samt ró okkar.“ Íslenska landsliðið hefur verið á stalli með bestu landsliðum heims um árabil og því ætti starfið að vekja athygli margra. Hefur HSÍ fengið mikið af umsóknum og fyrirspurnum um starfið? „Það hefur eitthvað verið af því að menn hafi látið vita af sér. Aðallega útlendingar. Ég man þó ekki hversu margar þessar fyrirspurnir eru en það er innan við tuginn,“ segir Guðmundur en hvernig vinnur HSÍ þetta mál? Hverjir sjá um og leiða þetta mál? „Það er landsliðsnefnd karla sem er með verkefnið ásamt mér, varaformanninum og framkvæmdastjóranum. Það er frekar breiður hópur sem kemur að þessu. Í landsliðsnefndinni eru gamlir landsliðsmenn meðal annars sem eru með mikla reynslu. Við höfum hist þegar við teljum vera þörf á en ég leiði vinnuna.“ Þó svo málið virðist lítið hafa þokast áfram síðustu vikur þá er formaðurinn langt frá því að vera áhyggjufullur. „Alls ekki. Við teljum okkur vera með gott starf í boði og trúum ekki öðru en að við finnum góðan mann í starfið. Við viljum aftur á móti vanda valið við að finna góðan mann.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Það er að verða um einn og hálfur mánuður síðan Aron Kristjánsson hætti störfum sem landsliðsþjálfari í handknattleik. HSÍ hefur því haft drjúgan tíma til þess að finna arftaka hans en ekkert bólar á honum. „Það er ekkert búið að gerast í þessum málum sem hægt er að greina frá. Við erum að vinna í málinu og því miðar aðeins áfram. Það er þó ekkert í hendi,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Á svona löngum tíma hefur oft kvisast út að búið sé að ræða við hinn og þennan. Engar slíkar sögur hafa verið í gangi núna. Miðað við það sem Fréttablaðið hefur heyrt þá er ekki enn búið að tala við neinn þjálfara um að taka að sér starfið. „Ég vil ekki gefa neitt upp um hvort búið sé að ræða við einhvern. Við tókum málið mjög vítt í upphafi,“ segir formaðurinn en hvað þýðir það eiginlega? „Þá erum við að líta breitt á allt sviðið. Hvað sé í boði, hverjir hafi áhuga, hverjir séu í boði og annað slíkt.“ Þó svo þetta ferli hafi þegar tekið langan tíma hefur HSÍ sett sér tímaramma í málinu. „Við erum með það markmið að klára dæmið í þessum mánuði. Það er æfingavika hjá landsliðinu í apríl og þá verðum við að hafa þjálfara,“ segir Guðmundur en þessi æfingavika er hluti af undirbúningi liðsins fyrir HM-umspilið næsta sumar. Landsliðið mun ekki spila neinn leik í apríl eins og staðan er núna. Formaðurinn segist ekki geta útilokað neitt á þessu stigi. Ekki varðandi hvort stefnan sé að fá íslenskan eða erlendan þjálfara. „Það er ekki hægt að útiloka neitt og við teljum okkur enn hafa tíma. Við vonumst til að loka þessu máli áður en við lendum í einhverri tímapressu. Við höldum samt ró okkar.“ Íslenska landsliðið hefur verið á stalli með bestu landsliðum heims um árabil og því ætti starfið að vekja athygli margra. Hefur HSÍ fengið mikið af umsóknum og fyrirspurnum um starfið? „Það hefur eitthvað verið af því að menn hafi látið vita af sér. Aðallega útlendingar. Ég man þó ekki hversu margar þessar fyrirspurnir eru en það er innan við tuginn,“ segir Guðmundur en hvernig vinnur HSÍ þetta mál? Hverjir sjá um og leiða þetta mál? „Það er landsliðsnefnd karla sem er með verkefnið ásamt mér, varaformanninum og framkvæmdastjóranum. Það er frekar breiður hópur sem kemur að þessu. Í landsliðsnefndinni eru gamlir landsliðsmenn meðal annars sem eru með mikla reynslu. Við höfum hist þegar við teljum vera þörf á en ég leiði vinnuna.“ Þó svo málið virðist lítið hafa þokast áfram síðustu vikur þá er formaðurinn langt frá því að vera áhyggjufullur. „Alls ekki. Við teljum okkur vera með gott starf í boði og trúum ekki öðru en að við finnum góðan mann í starfið. Við viljum aftur á móti vanda valið við að finna góðan mann.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira