Repúblikana skortir góðan leiðtoga Birta Björnsdóttir skrifar 6. mars 2016 19:30 Repúblikanar eru illa staddir hvað varðar leiðtogaefni að mati stjórnmálafræðings. vísir/getty Ted Cruz sækir í sig veðrið í baráttunni við Donald Trump um útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn illa staddan hvað varðar leiðtogaefni. Forysta Donald Trump í forvali repúblikana er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af þeim fjórum ríkjum sem kosið var í gær. „Trump er aðeins farin að dala og framistaða hans í kappræðunum hefur ekki verið eins góð. Svo virðist vera að mótframbjóðendur hans séu farnir að hjóla í hann og gera enn ákveðnari atlögur að því að stoppa hann,” segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Sú krafa verður æ háværarari hjá þeim Trump og Cruz að mótframbjóðendur þeirra, Marco Rubio og John Kasich, dragi framboð sín til baka. Forvitnilegt er að spá fyrir um á hvorn frambjóðandann fylgi þeirra fari verði það raunin. „Þeir eru báðir meiri fulltrúar flokkselítunnar svo það er erfitt að spá fyrir um hver fylgi þeirra fer, ef þeir detta út. Það er þó líklegra að meira af fylgi þeirra fari til Cruz,” segir Silja Bára.Flokksþingið gæti orðið spennandi Þeir Trump og Cruz róa nú að því öllum árum að ná þeim 1237 kjörmönnum sem til þarf til að tryggja sér útnefningu flokksins. Nái þeir því hvorugur verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþingi repúblikana í sumar en slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1976. „Mesta spennan auðvitað yrði ef enginn næði því og það væri hægt að brjóta upp landsfundinn með nýjum eða óháðum frambjóðanda," segir Silja Bára. „En það er engu að síður staðreynd að flokkurinn er alveg ofboðslega illa staddur með leiðtoga eins og staðan er í dag." Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í einu ríki af þeim þremur sem Demókratar kusu um í gær, í Louisiana. En þó Bernie Sanders hafi haft betur í tveimur ríkjum í gær situr hann eftir með færri kjörmenn en Clinton eftir nóttina. „Það er mjög ólíklegt í rauninni að Sanders nái þessu. Til þess þarf hann að ná einhverjum þessara stóru ríkja eins og Michican eða Ohio. Þar sem að af er kosningabaráttunni hefur það ekki sýnt sig að hann nái vel til þessara fjölbreyttu ríkja," segir Silja Bára. „Útreikningurinn er honum mjög í óhag. Það þyrfti eitthvað mikið að breytast til þess að hann ætti raunhæfa möguleika.” Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Ted Cruz sækir í sig veðrið í baráttunni við Donald Trump um útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn illa staddan hvað varðar leiðtogaefni. Forysta Donald Trump í forvali repúblikana er ekki eins afgerandi og hún var eftir að Ted Cruz sigraði í tveimur af þeim fjórum ríkjum sem kosið var í gær. „Trump er aðeins farin að dala og framistaða hans í kappræðunum hefur ekki verið eins góð. Svo virðist vera að mótframbjóðendur hans séu farnir að hjóla í hann og gera enn ákveðnari atlögur að því að stoppa hann,” segir Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Sú krafa verður æ háværarari hjá þeim Trump og Cruz að mótframbjóðendur þeirra, Marco Rubio og John Kasich, dragi framboð sín til baka. Forvitnilegt er að spá fyrir um á hvorn frambjóðandann fylgi þeirra fari verði það raunin. „Þeir eru báðir meiri fulltrúar flokkselítunnar svo það er erfitt að spá fyrir um hver fylgi þeirra fer, ef þeir detta út. Það er þó líklegra að meira af fylgi þeirra fari til Cruz,” segir Silja Bára.Flokksþingið gæti orðið spennandi Þeir Trump og Cruz róa nú að því öllum árum að ná þeim 1237 kjörmönnum sem til þarf til að tryggja sér útnefningu flokksins. Nái þeir því hvorugur verður frambjóðandi flokksins endanlega valinn á flokksþingi repúblikana í sumar en slíkt hefur ekki gerst síðan árið 1976. „Mesta spennan auðvitað yrði ef enginn næði því og það væri hægt að brjóta upp landsfundinn með nýjum eða óháðum frambjóðanda," segir Silja Bára. „En það er engu að síður staðreynd að flokkurinn er alveg ofboðslega illa staddur með leiðtoga eins og staðan er í dag." Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í einu ríki af þeim þremur sem Demókratar kusu um í gær, í Louisiana. En þó Bernie Sanders hafi haft betur í tveimur ríkjum í gær situr hann eftir með færri kjörmenn en Clinton eftir nóttina. „Það er mjög ólíklegt í rauninni að Sanders nái þessu. Til þess þarf hann að ná einhverjum þessara stóru ríkja eins og Michican eða Ohio. Þar sem að af er kosningabaráttunni hefur það ekki sýnt sig að hann nái vel til þessara fjölbreyttu ríkja," segir Silja Bára. „Útreikningurinn er honum mjög í óhag. Það þyrfti eitthvað mikið að breytast til þess að hann ætti raunhæfa möguleika.”
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06 Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45 Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06 Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Trump og Clinton halda sínu en Cruz og Sanders gefa í Forkosningar fóru fram í fimm ríkjum í Bandaríkjunum í gær. 6. mars 2016 10:06
Leita leiða til að losna við Trump Ummæli í kappræðum repúblikanaflokksins í gær fóru fyrir neðan beltisstað. Ólga er meðal hluta flokksmanna með gott gengi Donalds Trump og leita þeir allra leiða til að hann hljóti ekki útnefningu flokksins. 4. mars 2016 19:45
Romney segir Trump vera svikara og loddara Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Mitt Romney vandar Donald Trump ekki kveðjurnar. 3. mars 2016 13:06
Clinton og Trump herða tökin í baráttunni Demókratinn Hillary Clinton og Repúblikaninn Donald Trump unnu bæði forkosningarnar í flestum ríkjum í nótt. 2. mars 2016 06:18