Og nú að allt öðru… Líf Magneudóttir skrifar 7. mars 2016 00:00 Fyrir nokkru gekk grein manna á milli á netinu um eftirsjá fólks á dánarbeðinum. Það er skemmst frá því að segja að eftirsjáin fólst ekki í því að eiga stærra hús, betri bíl eða meiri pening heldur var það að hafa ekki lifað lífinu til fullnustu, leyft sér að vera hamingjusamur og sinnt börnunum sínum og vinum betur. Það eru ekki líflausir hlutir sem skilgreina okkur heldur eru það tengslin við okkur sjálf og annað fólk sem gerir það. Innihaldsríkt líf er líf sem við lifum í sátt við okkur sjálf en ekki í kapphlaupi við aðra, væntingar samfélagsins eða kröfuna frá atvinnulífinu. Svo virðist sem við þurfum að minna okkur á þetta reglulega. Þegar hrunið dundi yfir okkur fyrir átta árum fengum við einstakt tækifæri til að búa til nýja samfélagsgerð. Mörgum fræjum var sáð. Þjóðfundurinn og kosning til stjórnlagaþings voru ein af þeim. Fólk virtist tilbúið í að taka höndum saman og greiða úr misfellum samfélagsins: Jafna kjör fólks, uppræta áratuga sérhagsmunastefnu stjórnmálanna, koma á nýju stjórnskipulagi með nýrri stjórnarskrá, stöðva gegndarlausan ágang peningaaflanna á náttúru landsins og nýta sameiginlega sjóði í tryggt og endurgjaldslaust mennta- og heilbrigðiskerfi. Nýir flokkar komu fram á sjónarsviðið og ákall fólks um aukna aðkomu að ákvörðunum á sviði stjórnmálanna varð hávært. Fólk þráði breytingar.Samfélagsgerð í gíslingu Nú er 2016 runnið upp. Nýja samfélagsgerðin er í gíslingu núverandi stjórnarflokka og stuðningsmanna þeirra sem virðast helst hafa það á stefnuskrá sinni að færa auðmönnum aukna velmegun á kostnað almennings og vernda miðaldra grjóthrúgur. Misskiptingin heldur áfram að aukast og fátækt barna á Íslandi jókst mest af efnameiri ríkjum. Börn líða efnislegan skort. Á sama tíma hefur innflutningur á bílum stóraukist og bankar og fjármálafyrirtæki eru farin að borga út risabónusa og himinháar arðgreiðslur. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins fá að stýra umræðunni um grunnstoðir samfélagins og sjá fyrir sér menntakerfi á forsendum markaðarins þar sem lögmál um framboð og eftirspurn skulu ráða menntun fólks. Það sama virðist gilda um heilbrigðiskerfið. Hugmyndafræðin um hagsæld og líðan þjóða er enn mæld í vergri landsframleiðslu og efnahagslegum hagvexti. Menn skulu vinna meira og lengur svo örfáar fjölskyldur á Íslandi geti notið lystisemda lífsins. Kapphlaupið sem var stöðvað 2008 er komið aftur af stað. Áður en hver íbúi landsins reimar á sig hlaupaskóna þá held ég að við ættum að minna okkur á greinina sem vikið var að hér að ofan. Við áttum ekki að reisa við gamla Ísland. Við þurfum nýja samfélagsgerð sem byggir á endurgjaldslausu mennta- og heilbrigðiskerfi, styttri vinnuviku, fullkomnu jafnrétti kynja, nýrri og róttækri stjórnarskrá, samfélagslega reknum fyrirtækjum, valdeflingu fólks og lýðræðisvæðingu stjórnmálanna. Það er löngu kominn tími til að kasta excel skjali markaðsaflanna og hugmyndafræði forneskjulegra valdhafa á haugana og færa völdin til fólksins. Þó fyrr hefði verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru gekk grein manna á milli á netinu um eftirsjá fólks á dánarbeðinum. Það er skemmst frá því að segja að eftirsjáin fólst ekki í því að eiga stærra hús, betri bíl eða meiri pening heldur var það að hafa ekki lifað lífinu til fullnustu, leyft sér að vera hamingjusamur og sinnt börnunum sínum og vinum betur. Það eru ekki líflausir hlutir sem skilgreina okkur heldur eru það tengslin við okkur sjálf og annað fólk sem gerir það. Innihaldsríkt líf er líf sem við lifum í sátt við okkur sjálf en ekki í kapphlaupi við aðra, væntingar samfélagsins eða kröfuna frá atvinnulífinu. Svo virðist sem við þurfum að minna okkur á þetta reglulega. Þegar hrunið dundi yfir okkur fyrir átta árum fengum við einstakt tækifæri til að búa til nýja samfélagsgerð. Mörgum fræjum var sáð. Þjóðfundurinn og kosning til stjórnlagaþings voru ein af þeim. Fólk virtist tilbúið í að taka höndum saman og greiða úr misfellum samfélagsins: Jafna kjör fólks, uppræta áratuga sérhagsmunastefnu stjórnmálanna, koma á nýju stjórnskipulagi með nýrri stjórnarskrá, stöðva gegndarlausan ágang peningaaflanna á náttúru landsins og nýta sameiginlega sjóði í tryggt og endurgjaldslaust mennta- og heilbrigðiskerfi. Nýir flokkar komu fram á sjónarsviðið og ákall fólks um aukna aðkomu að ákvörðunum á sviði stjórnmálanna varð hávært. Fólk þráði breytingar.Samfélagsgerð í gíslingu Nú er 2016 runnið upp. Nýja samfélagsgerðin er í gíslingu núverandi stjórnarflokka og stuðningsmanna þeirra sem virðast helst hafa það á stefnuskrá sinni að færa auðmönnum aukna velmegun á kostnað almennings og vernda miðaldra grjóthrúgur. Misskiptingin heldur áfram að aukast og fátækt barna á Íslandi jókst mest af efnameiri ríkjum. Börn líða efnislegan skort. Á sama tíma hefur innflutningur á bílum stóraukist og bankar og fjármálafyrirtæki eru farin að borga út risabónusa og himinháar arðgreiðslur. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins fá að stýra umræðunni um grunnstoðir samfélagins og sjá fyrir sér menntakerfi á forsendum markaðarins þar sem lögmál um framboð og eftirspurn skulu ráða menntun fólks. Það sama virðist gilda um heilbrigðiskerfið. Hugmyndafræðin um hagsæld og líðan þjóða er enn mæld í vergri landsframleiðslu og efnahagslegum hagvexti. Menn skulu vinna meira og lengur svo örfáar fjölskyldur á Íslandi geti notið lystisemda lífsins. Kapphlaupið sem var stöðvað 2008 er komið aftur af stað. Áður en hver íbúi landsins reimar á sig hlaupaskóna þá held ég að við ættum að minna okkur á greinina sem vikið var að hér að ofan. Við áttum ekki að reisa við gamla Ísland. Við þurfum nýja samfélagsgerð sem byggir á endurgjaldslausu mennta- og heilbrigðiskerfi, styttri vinnuviku, fullkomnu jafnrétti kynja, nýrri og róttækri stjórnarskrá, samfélagslega reknum fyrirtækjum, valdeflingu fólks og lýðræðisvæðingu stjórnmálanna. Það er löngu kominn tími til að kasta excel skjali markaðsaflanna og hugmyndafræði forneskjulegra valdhafa á haugana og færa völdin til fólksins. Þó fyrr hefði verið.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun