Er þetta hinn sögufrægi smiðjusteinn Skallagríms? Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2016 19:00 Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. Raunar er fullyrt að þessi sögufrægi steinn hafi aldrei týnst, það hafi alltað verið vitað um hann á sveitabæ einum á Mýrum. Nokkrir merkustu sögustaðir Egils sögu Skallagrímssonar eru í Borgarnesi og nágrenni, einn þeirra er bærinn Rauðanes. „Skalla-Grímur var járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrinn; hann lét gera smiðju með sjónum mjög langt út frá Borg, þar sem heitir Raufarnes,“ segir í Egilssögu en bærinn heitir nú Rauðanes. Egilssaga greinir jafnframt frá því að Skallagrímur hafi haft mikið fyrir því að finna góðan smiðjustein því grjót á svæðinu hafi hentað illa. Steininn hafi hann fundið í sjó við Miðfjarðareyjar, kafað eftir honum og róið með hann til lands. „Liggur sá steinn þar enn og mikið sindur hjá, og sér það á steininum, að hann er barður ofan og það er brimsorfið grjót og ekki því grjóti líkt öðru, er þar er, og munu nú ekki meira hefja fjórir menn,“ segir í Egilssögu. Þegar þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir voru að koma Landnámssetri Íslands á fót í Borgarnesi fyrir liðlega áratug vissu menn ekki betur en að smiðjusteinn Skallagríms væri týndur. „Það er árið 2004 sennilega sem við erum að tala við þau hérna í Rauðanesi,“ segir Kjartan og kveðst hafa sagt við Rósu í Rauðanesi að það væri leiðinlegt að steinninn skyldi hafa týnst. Hún hafi þá svarað: „Hann týnst? Steinninn er hérna niðrí fjöru! Við höfum alltaf vitað hvar þessi steinn er! Komdu! Ég skal sýna þér hann!“ Kjartan skoðaði steininn og segir að útlit hans og stærð komi heim og saman við lýsinguna í Egilssögu. Úr varð að þau í Rauðanesi sóttu steininn á traktor og komu honum fyrir á aðgengilegri stað. Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi, við vörðu sem búið er hlaða við bæinn Rauðanes til minja um smiðju Skallagríms.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Rauðnesingar eru alveg sannfærðir um að þetta sé steinninn. Þetta er skemmtileg spekulasjon og þetta passar við lýsinguna í Egilssögu. Þarna er þessi ágæti steinn,“ segir Kjartan. Fjallað er um Skallagrím og Egilssögu í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20.15. Borgarbyggð Fornminjar Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Smiðjusteinn Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, gæti verið fundinn. Raunar er fullyrt að þessi sögufrægi steinn hafi aldrei týnst, það hafi alltað verið vitað um hann á sveitabæ einum á Mýrum. Nokkrir merkustu sögustaðir Egils sögu Skallagrímssonar eru í Borgarnesi og nágrenni, einn þeirra er bærinn Rauðanes. „Skalla-Grímur var járnsmiður mikill og hafði rauðablástur mikinn á vetrinn; hann lét gera smiðju með sjónum mjög langt út frá Borg, þar sem heitir Raufarnes,“ segir í Egilssögu en bærinn heitir nú Rauðanes. Egilssaga greinir jafnframt frá því að Skallagrímur hafi haft mikið fyrir því að finna góðan smiðjustein því grjót á svæðinu hafi hentað illa. Steininn hafi hann fundið í sjó við Miðfjarðareyjar, kafað eftir honum og róið með hann til lands. „Liggur sá steinn þar enn og mikið sindur hjá, og sér það á steininum, að hann er barður ofan og það er brimsorfið grjót og ekki því grjóti líkt öðru, er þar er, og munu nú ekki meira hefja fjórir menn,“ segir í Egilssögu. Þegar þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir voru að koma Landnámssetri Íslands á fót í Borgarnesi fyrir liðlega áratug vissu menn ekki betur en að smiðjusteinn Skallagríms væri týndur. „Það er árið 2004 sennilega sem við erum að tala við þau hérna í Rauðanesi,“ segir Kjartan og kveðst hafa sagt við Rósu í Rauðanesi að það væri leiðinlegt að steinninn skyldi hafa týnst. Hún hafi þá svarað: „Hann týnst? Steinninn er hérna niðrí fjöru! Við höfum alltaf vitað hvar þessi steinn er! Komdu! Ég skal sýna þér hann!“ Kjartan skoðaði steininn og segir að útlit hans og stærð komi heim og saman við lýsinguna í Egilssögu. Úr varð að þau í Rauðanesi sóttu steininn á traktor og komu honum fyrir á aðgengilegri stað. Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi, við vörðu sem búið er hlaða við bæinn Rauðanes til minja um smiðju Skallagríms.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Rauðnesingar eru alveg sannfærðir um að þetta sé steinninn. Þetta er skemmtileg spekulasjon og þetta passar við lýsinguna í Egilssögu. Þarna er þessi ágæti steinn,“ segir Kjartan. Fjallað er um Skallagrím og Egilssögu í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 20.15.
Borgarbyggð Fornminjar Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Hann kallar skyr súrmjólk af geit Hvar í Noregi er norskan líkust íslensku? 28. febrúar 2016 09:45 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Egill Skallagrímsson listaskáld en einnig illræmdur morðingi Saga Skallagríms Kveldúlfssonar, landnámsmanns Borgarfjarðar, og sonar hans, Egils Skallagrímssonar, er einhver magnaðasta frásögn Íslendingasagna. 6. mars 2016 18:30