Ríður inn í sólsetrið sem meistari Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2016 18:43 Peyton fagnar sigri í Super Bowl í síðasta mánuði. Hans síðasta stund á vellinum. vísir/getty Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. Hann verður fertugur síðar í mánuðinum og kláraði síðustu bensíndropana á nýliðnu tímabili. Þá vann hann Super Bowl með Denver Broncos og nær því að kveðja sem meistari. Hann vann níu árum áður með Indianapolis Colts. Á blaðamannafundi Broncos í kvöld héldu yfirmenn Broncos og þjálfari hans ræðu áður en Peyton steig upp í pontu. Þessi stund tók eðlilega á hann. Peyton var nánast með kökk í hálsinum frá upphafi en náði þó að halda aftur af tárunum. Í ræðu sinni rifaði Peyton upp sinn fyrsta leik og fór síðan um víðan völl. Þessi kurteisi herramaður þakkaði mörgum fyrir sig. „Ég mun klárlega sakna leiksins en lífið er ekki búið. Nú opnast alls konar möguleikar sem ég veit ekki af,“ sagði Peyton en hann gerði nokkrum sinnum grín af sjálfum sér á mill þess sem hann var á alvarlegu nótunum. „Ég get með sanni sagt að enginn undirbjó sig betur fyrir leiki. Ég lagði alltaf mikið á mig hef því enga eftirsjá. Ég barðist vel í mínum leik en nú er fótboltahlaupi mínu lokið. Guð blessi ykkur og Guð blessi fótboltann,“ sagði Manning í lok ræðu sinnar.Peyton eftir að hann vann Super Bowl með Indianapolis.vísir/gettyValinn fyrstur í nýliðavalinu Hann kom inn í deildina árið 1998 er Indianapolis Colts valdi hann fyrstan í nýliðavalinu. Hann spilaði liðinu út leiktíðina 2011 og var þá ýtt til hliðar fyrir Andrew Luck. Þrátt fyrir þrjár stórar aðgerðar og að vera stórt spurningamerki var Denver Broncos til í að taka áhættuna. Liðið gerði fjögurra ára samning við Manning og greiddi honum afar vel fyrir. Á þessum fjórum árum fór liðið tvisvar í Super Bowl og vann einu sinni. Það var í síðasta mánuði.Ótrúleg met Ferill Manning var einkar glæsilegur og eftir 18 tímabil standa eftir met sem verða seint slegin. Enginn leikstjórnandi í NFL-deildinni hefur unnið fleiri leiki og enginn leikstjórnandi hefur kastað boltanum eins oft fyrir snertimarki. Peyton var fimm sinnum valinn besti leikmaður deildarinnar. Næstir á lista hafa fengið þá útnefningu þrisvar sinnum. Hann var fjórtán sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar og svona mætti áfram telja. Afrekaskráin er löng.Peyton sem ungur maður er hann lék með Tennessee-háskólanum.vísir/gettyBesta leiktíð leikstjórnanda frá upphafi Leiktíðin 2013 var hans besta á ferlinum og var besta leiktíð allra leikstjórnanda frá upphafi. Það var árið þegar margir héldu að hann væri búinn að vera eftir allar aðgerðirnar. Peyton hafði þá einnig misst alla tilfinningu í fingurbjörgunum. Þá kastaði hann boltanum 55 sinnum fyrir snertimarki og bætti met Tom Brady sem stóð í 51 snertimarki. Gegn þáverandi meisturum Baltimore kastaði hann boltanum sjö sinnum í endamarkið og komst í hóp með fimm öðrum sem hafa náð þeim áfanga. Broncos-liðið sló met með því að skora 606 stig á tímabilinu en ekkert lið hafði rofið 600 stiga múrinn áður. Annað met sem liðið náði var að skora yfir 50 stig í þremur leikjum. Manning setti annað met með því að kasta í níu leikjum fyrir fjórum eða fleiri snertimörkum. Þessi ótrúlegi árangur varð síðan að engu er liðið steinlá gegn Seattle í úrslitaleiknum.Met sem verða seint slegin Alls spilaði Peyton 266 leiki í NFL-deildinni og byrjaði inn á í öllum nema einum. Það var á síðustu leiktíð en hann þá kom hann af bekknum og bjargaði mikilvægum sigri. Kasttilraunirnar voru samtals 9.380 og kláraði hann 6.125 sendingar eða rúmlega 65 prósent af sendingunum. Jardarnir voru í heild 71.970 eða 7.7 jardar að meðaltali í hverri sendingu. Snertimarkamet hans stendur í 539. Brett Favre er næstur með 508. Það verður mikill sjónvarsviptir af þessum ótrúlega íþróttamanni. NFL Tengdar fréttir Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28 Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær. 10. febrúar 2016 22:30 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Manning ætlar að hætta Fullyrt að NFL-stjarnan Peyton Manning muni tilkynna fyrir lok vikunnar að hann sé hættur. 28. febrúar 2016 23:10 Magic vill fá Peyton til LA Rams Íþróttagoðsagnirnar Peyton Manning og Magic Johnson voru saman í spjallþætti Jimmy Fallon í gær. 11. febrúar 2016 23:15 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Einn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, Peyton Manning, tilkynnti í kvöld að hann hefði lagt skóna á hilluna. Hann verður fertugur síðar í mánuðinum og kláraði síðustu bensíndropana á nýliðnu tímabili. Þá vann hann Super Bowl með Denver Broncos og nær því að kveðja sem meistari. Hann vann níu árum áður með Indianapolis Colts. Á blaðamannafundi Broncos í kvöld héldu yfirmenn Broncos og þjálfari hans ræðu áður en Peyton steig upp í pontu. Þessi stund tók eðlilega á hann. Peyton var nánast með kökk í hálsinum frá upphafi en náði þó að halda aftur af tárunum. Í ræðu sinni rifaði Peyton upp sinn fyrsta leik og fór síðan um víðan völl. Þessi kurteisi herramaður þakkaði mörgum fyrir sig. „Ég mun klárlega sakna leiksins en lífið er ekki búið. Nú opnast alls konar möguleikar sem ég veit ekki af,“ sagði Peyton en hann gerði nokkrum sinnum grín af sjálfum sér á mill þess sem hann var á alvarlegu nótunum. „Ég get með sanni sagt að enginn undirbjó sig betur fyrir leiki. Ég lagði alltaf mikið á mig hef því enga eftirsjá. Ég barðist vel í mínum leik en nú er fótboltahlaupi mínu lokið. Guð blessi ykkur og Guð blessi fótboltann,“ sagði Manning í lok ræðu sinnar.Peyton eftir að hann vann Super Bowl með Indianapolis.vísir/gettyValinn fyrstur í nýliðavalinu Hann kom inn í deildina árið 1998 er Indianapolis Colts valdi hann fyrstan í nýliðavalinu. Hann spilaði liðinu út leiktíðina 2011 og var þá ýtt til hliðar fyrir Andrew Luck. Þrátt fyrir þrjár stórar aðgerðar og að vera stórt spurningamerki var Denver Broncos til í að taka áhættuna. Liðið gerði fjögurra ára samning við Manning og greiddi honum afar vel fyrir. Á þessum fjórum árum fór liðið tvisvar í Super Bowl og vann einu sinni. Það var í síðasta mánuði.Ótrúleg met Ferill Manning var einkar glæsilegur og eftir 18 tímabil standa eftir met sem verða seint slegin. Enginn leikstjórnandi í NFL-deildinni hefur unnið fleiri leiki og enginn leikstjórnandi hefur kastað boltanum eins oft fyrir snertimarki. Peyton var fimm sinnum valinn besti leikmaður deildarinnar. Næstir á lista hafa fengið þá útnefningu þrisvar sinnum. Hann var fjórtán sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar og svona mætti áfram telja. Afrekaskráin er löng.Peyton sem ungur maður er hann lék með Tennessee-háskólanum.vísir/gettyBesta leiktíð leikstjórnanda frá upphafi Leiktíðin 2013 var hans besta á ferlinum og var besta leiktíð allra leikstjórnanda frá upphafi. Það var árið þegar margir héldu að hann væri búinn að vera eftir allar aðgerðirnar. Peyton hafði þá einnig misst alla tilfinningu í fingurbjörgunum. Þá kastaði hann boltanum 55 sinnum fyrir snertimarki og bætti met Tom Brady sem stóð í 51 snertimarki. Gegn þáverandi meisturum Baltimore kastaði hann boltanum sjö sinnum í endamarkið og komst í hóp með fimm öðrum sem hafa náð þeim áfanga. Broncos-liðið sló met með því að skora 606 stig á tímabilinu en ekkert lið hafði rofið 600 stiga múrinn áður. Annað met sem liðið náði var að skora yfir 50 stig í þremur leikjum. Manning setti annað met með því að kasta í níu leikjum fyrir fjórum eða fleiri snertimörkum. Þessi ótrúlegi árangur varð síðan að engu er liðið steinlá gegn Seattle í úrslitaleiknum.Met sem verða seint slegin Alls spilaði Peyton 266 leiki í NFL-deildinni og byrjaði inn á í öllum nema einum. Það var á síðustu leiktíð en hann þá kom hann af bekknum og bjargaði mikilvægum sigri. Kasttilraunirnar voru samtals 9.380 og kláraði hann 6.125 sendingar eða rúmlega 65 prósent af sendingunum. Jardarnir voru í heild 71.970 eða 7.7 jardar að meðaltali í hverri sendingu. Snertimarkamet hans stendur í 539. Brett Favre er næstur með 508. Það verður mikill sjónvarsviptir af þessum ótrúlega íþróttamanni.
NFL Tengdar fréttir Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28 Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær. 10. febrúar 2016 22:30 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Manning ætlar að hætta Fullyrt að NFL-stjarnan Peyton Manning muni tilkynna fyrir lok vikunnar að hann sé hættur. 28. febrúar 2016 23:10 Magic vill fá Peyton til LA Rams Íþróttagoðsagnirnar Peyton Manning og Magic Johnson voru saman í spjallþætti Jimmy Fallon í gær. 11. febrúar 2016 23:15 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28
Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær. 10. febrúar 2016 22:30
Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45
Manning ætlar að hætta Fullyrt að NFL-stjarnan Peyton Manning muni tilkynna fyrir lok vikunnar að hann sé hættur. 28. febrúar 2016 23:10
Magic vill fá Peyton til LA Rams Íþróttagoðsagnirnar Peyton Manning og Magic Johnson voru saman í spjallþætti Jimmy Fallon í gær. 11. febrúar 2016 23:15