Stór og særandi orð fallið um BDSM-fólk Jakob Bjarnar skrifar 8. mars 2016 11:54 Lifi fjölbreytileikinn! Magnús segir BDSM mjög margþætt fyrirbæri og jafnvel snúið. visir/pjetur Magnús Hákonarson er formaður BDSM á Íslandi og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. Aðildarumsókn félagsins í Samtökin ´78 vakti mikla athygli, umsókn sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna á laugardaginn. Málið er umdeilt þar innan dyra, þegar þetta er skrifað hafa 26 skráð sig úr samtökunum og stendur til að handa félagsfundi þar sem til stendur að ræða málið nánar. Það sem hins vegar hefur gerst er að hatursfull ummæli hafa fallið sem særa og valda þeim sem eru að reyna að átta sig á þessum tilfinningum miklum sársauka, að sögn Magnúsar. Hann telur fyrir liggja að staða hinsegin fólks sé sterkust undir einni sameiginlegri regnhlíf. „Lifi fjölbreytileikinn.“ Stjórn BDSM á Íslandi, sem í eiga sæti sjö manns, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu um málið þar sem segir meðal annars: „Rannsóknir sýna að til eru einstaklingar sem upplifa BDSM sem hneigð og/eða sem hluta af sinni kynverund. BDSM er þeim meðfæddur eiginleiki alveg eins og aðrar kynhneigðir. Það eru líka til einstaklingar sem upplifa BDSM alls ekki sem hneigð, heldur einungis sem kynóra. Hvort sem einstaklingur upplifir BDSM sem hneigð, kynóra, lífstíl eða eitthvað annað þá skiptir það ekki máli, fordómarnir eru til staðar. Umræðan í kjölfar aðalfundarins, þar sem hagsmunaaðild BDSM á Íslandi að Samtökunum’78 var samþykkt, hefur sýnt að við eigum enn langt í land. Kynhneigð snýst ekki um kynlíf. Á það við um BDSM hneigð jafnt og aðrar kynhneigðir. BDSM snýst um samskipti sem byggja á einkunarorðunum samþykki, meðvitund og öryggi.“Stór orð falliðMagnús segir, í samtali við Vísi, spurður hvort þessi viðbrögð hafi komið honum á óvart að svo sé bæði og. „Ég veit það ekki. Við vissum að þetta yrði heitt mál. Internetið hefur brotnað út af minni málum. Þannig að, já og nei. En, rauði þráðurinn í þessu er skortur á þekkingu. Þegar búið er að ala fólk upp þannig að hlutirnir eru á einn veg, þá er erfitt að sjá það á annan. Það er starfið okkar, að halda áfram að fræða. Það sem stuðar mann meira er fólk utan hreyfingarinnar sem hefur látið stór orð falla,“ segir Magnús.Magnús segir það versta við hina óbilgjörnu umræðu að hún geti valdið þeim sem eru að uppgötva þessar hneigðir verulegum skaða.visir/pjeturHann segist að nú standi til að vinna út frá þessari stöðu, að BDSM á Íslandi, sé nú undir regnhlíf Samtakanna ´78 og ef sú staða breytist, þá verði einfaldlega að vinna út frá því.Hatursfull og skaðleg umræðaEn, þið í BDMS á Íslandi hafið sem sagt fengið ykkar skammt af fordómum og leiðindum í tengslum við þetta mál? „Jájá, þetta er aðallega það þegar fólk er að rekast á vini og kunningja, fólk sem maður hélt að væri tiltölulega víðsýnt, en er svo með gríðarlega stór og mikil orð sem særa.“ Magnús segir það kannski versta þáttinn í þessu. „Þau sem verða verst úti í þessari umræðu, þegar hún er á svona neikvæðum nótum, er fólk sem að reyna að átta sig á þessum tilfinningum. Þau verða verst úti í allri þessari umræðu.“ Formaðurinn segir þetta að einhverju leyti hatursfulla og þá verulega skaðlega umræðu: „Á sama hátt og krakki sem er að átta sig á sinni kynhneigð þá er þessi hatursumræða mjög slæm. BDSM kemur fram hjá ungu fólki alveg eins og önnur kynhneigð. Það er ekkert öðru vísi. Ekkert allir sem uppgötva þetta sem kynhneigð og það er kannski það sem er að flækja málið. Margir sem hafa prófað þetta og fíla þetta eða fíla ekki. Við erum með fólk sem upplifir þetta sem stóran part af sér. Þú getur spurt, hvort viltu vera fyrir því að missa BDSM hneigðina eða handlegginn og þá er spurt: hvar ætlarðu að skera? Það í rauninni, gengur álíka vel að lækna fólk af þessu og samkynhneigð. Það í rauninni, þau sem eru að upplifa þetta sem part af sér á þann hátt eru í vandræðum með að staðsetja sig. Af hverju er þetta svona eða hinsegin.“Hefur verið notað sem afsökun fyrir nauðgunumMagnús segir spurður engan vafa á því leika að BDSM-fólk eigi við mikla fordóma að stríða, þó blaðamaður fullyrði að hann sé alveg laus við slíkt kemur á daginn, í samtali við Magnús, að hann er heldur fákunnandi um þetta fyrirbæri. Og fáfræðin er undirstaða fordóma.Magnús sjálfur er anarkískur og skilgreinir sína BDSM-hneigð ekki nákvæmlega.visir/pjetur„Já, það eru fordómar til staðar. Og mjög víða. Við höfum séð mjög slæm dæmi um það. Við þekkjum dæmi, ekki reyndar á Íslandi en allt um kring, til dæmis bara á Norðurlöndunum, þurfum ekki að fara lengra; að fólk hefur verið að missa vinnu, fólk hefur misst forræði yfir börnum, þetta hefur verið notað gegn fórnarlömbum nauðgana; að þú sért masókisti, þá er það notað sem réttlæting sem svo að þú viljir þetta. Nýleg dæmi í þeim efnum sem hafa komið upp hér á Íslandi hvað það varðar sem og á Bretlandi og Norðurlöndunum líka.“Snúið fyrir femínista að vera BDSM Þá bendir Magnús á annað atriði sem er að það getur verið ákaflega erfitt fyrir konur sem upplifa sig sem undirgefnar en eru femínista einnig. „Þá er þetta rosalega erfitt. Hvernig fer það saman? Og svo er það þetta að ef þú ert alinn upp við það að þú megir ekki slá aðra eða meiða og svo þegar þú ert með tilfinningar til þess, þá veldur það óhjákvæmilega valkvíða. Ætlar þú að vera í góða liðinu eða vonda?“ Magnús segir að aðildarumsókn að Samtökunum ´78 breyti miklu fyrir BDSM-fólk: „Já, til dæmis því nú getur þú getur sagt við unglinga; þetta er partur af hinsegin flórunni. Það er einn af stóru þáttunum. Að allir hinsegin hóparnir séu undir einni regnhlíf gefur þér miklu sterkari rödd gagnvart opinberum aðilum. Sömu snertifletir eru hjá þessum hópum, á svo mörgum stöðum.“Fordómar innan heilbrigðiskerfisinsMargir sem leita sér aðstoðar hjá heilbrigðisstarfsfólki og er BDSM þarf að eyða stórum tíma meðferðar í að útskýra BDSM. „Rannsóknir á þessu hafa akkúrat sýnt að BDSM-fólk sem er að leita sér ráðgjafar eða aðstoðar hjá ráðgjöfum eða læknum verður oft miðpunktur, eða fókuspunktur meðferðarinnar. BDSM-hneigðin verður að miðpunkti meðferðar. Þetta er eins og með póliamorus-fólkið, þeir sem eru í fjölsamböndum, sem fór í hjónabandsmeðferð, þá varð það sjálfkrafa vandamálið. Sem var kannski það eina sem var í lagi. BDSM oft gert að vandamálinu. En ekki skilaboðin frá vinum og kunningjum sem geta reynst erfið.“Erfitt er að meta hversu margir eru BDSM-hneigðar, það fer eftir því hver er spurður og hvernig er spurt.visir/pjeturBDSM á Íslandi, er að verða 20 ára gamalt. Það var stofnað 1997-1998 Erfitt er að átta sig á því hversu margir eru í félaginu, að sögn Magnúsar er ekkert félagatal. Í kringum 50 manns verið að borga árgjald í félagið en viðloðandi eru svona tvö til þrjú hundruð. „En, á stærsta samfélagsmiðlinum okkar eru skráðir tæplega fimm þúsund. Það er heimsmet.“BDSM eru á bilinu 2 til 60 prósentÞegar Magnús er spurður hversu margir séu BDSM-hneigðar svarar hann að það sé metið á bilinu 2 til 60 prósent.Ha? „Það fer eftir því hvern þú spyrð og hvernig þú spyrð. Talað um, í Bandaríkjunum, þá Kinsey að þetta sé í kringum 10 til 14 prósent sem hafa stundað þetta.“ Magnús lýsir því hvernig erfitt sé að meta þetta, einmitt vegna ríkjandi fáfræði um fyrirbærið. Hann var með námskeið fyrir læknisfræðinema fyrir nokkrum dögum og spurði hversu margir væru BDSM-hneigðar? Enginn þorði að rétta upp hönd. En, þegar hann spurði hversu margir hafi bitið, klórað eða slegið þá voru það eiginlega allir. „Fjölmargir eru að gera hluti sem geta fallið undir BDSM. Margir sem eru að gera BDSM-tengda hluti en áttar sig ekki á því. Og þar er stór pottur brotinn í allri fræðslu.“Talsvert víðtækara en bara leðurgrímur og svipurÞetta er sem sagt snúið. Blaðamaður spyr eins og barn, og opinberar um leið fáfræði sína, hvernig þetta skiptist milli sadó og masó? Þá eru engar hreinar línur í því? Inní skammstöfunina BDSM fléttast nefniega eitt og annað sem er bondage, domination, disiplin, submission, sadism og masokism -- svo gripið sé til enskunnar.Magnús segir mikið verk að vinna, í að uppfræða fólk um BDSM og hugmyndir blaðamanns Vísis um fyrirbærið verða eiginlega að fá að vera til marks um það.visir/pjetur„Í rauninni miklu miklu meira,“ segir Magnús þolinmóður. „Þegar við erum að tala um þessa hluti sjá allir fyrir sér leðurgrímur, svipur og þann pakka. En, þú getur verið með BDSM-fólk sem er fyrir sömu skammstafir en á ekkert sameiginlegt. Annað en þessa skammstöfun. Það eru mörg tilbrigði, tilgangur og markmið eru svo rosalega mismunandi. Þú getur verið með BDSM, sem sést mjög lítið á yfirborðinu. Við getum til að mynda verið með hjón, eða partnera, því þetta getur verið að kvaða kyn sem er, sem hafa búið til ramma utan um sitt sambandi, geta verið skýrar reglur um hvernig sambandinu er háttað. Það í rauninni, það sem BDSM gengur út á, að ramma þessi samskipti inn þannig að þau séu með öruggum hætti og enginn að skaðist.“Sjálfur er Magnús anarkískur BDSMÞetta er sem sagt marþætt og býsna flókið. Magnús segir að þau hjá BDSM Ísland haldi nokkur námskeið á ári og þar sé til dæmis í boði námskeið sem heitir BDSM 101. „Það er heill dagur. Sem tæpa á grundvallaratriðum. Við höfum fengið erlenda leiðbeinendur til að vera með sérhæfðari námskeið og kynningar og það er fólk sem hefur atvinnu af því að ferðast á milli landa og halda námskeið.“ Og, það er þá ekki úr vegi að spyrja Magnús sjálfan hvernig hann er innréttaður hvað þetta varðar, en hann segist ekki mikið í því að skilgreina sjálfan sig. Hann sé anarkískur í BDSM-inu. „S/M, eða sadó/masó skammstöfunin er frá um 1900 og var notuð fram eftir öllu. Þá fór þeim að vaxa rödd sem sögðu við höfum engan áhuga á sadó/masó, bindingum eða sársauka á nokkurn hátt, þá kom B skammstöfunin inn, Domination og submission.“ Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 „BDSM á Íslandi hefur ekki 'sameinast' Samtökunum '78“ Stjórn Samtakanna '78 hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna aðildar BDSM á Íslandi að samtökunum. 7. mars 2016 14:23 Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Magnús Hákonarson er formaður BDSM á Íslandi og hann segir mikið verk að vinna við að útrýma fordómum. Aðildarumsókn félagsins í Samtökin ´78 vakti mikla athygli, umsókn sem samþykkt var á aðalfundi samtakanna á laugardaginn. Málið er umdeilt þar innan dyra, þegar þetta er skrifað hafa 26 skráð sig úr samtökunum og stendur til að handa félagsfundi þar sem til stendur að ræða málið nánar. Það sem hins vegar hefur gerst er að hatursfull ummæli hafa fallið sem særa og valda þeim sem eru að reyna að átta sig á þessum tilfinningum miklum sársauka, að sögn Magnúsar. Hann telur fyrir liggja að staða hinsegin fólks sé sterkust undir einni sameiginlegri regnhlíf. „Lifi fjölbreytileikinn.“ Stjórn BDSM á Íslandi, sem í eiga sæti sjö manns, hafa sent frá sér stutta yfirlýsingu um málið þar sem segir meðal annars: „Rannsóknir sýna að til eru einstaklingar sem upplifa BDSM sem hneigð og/eða sem hluta af sinni kynverund. BDSM er þeim meðfæddur eiginleiki alveg eins og aðrar kynhneigðir. Það eru líka til einstaklingar sem upplifa BDSM alls ekki sem hneigð, heldur einungis sem kynóra. Hvort sem einstaklingur upplifir BDSM sem hneigð, kynóra, lífstíl eða eitthvað annað þá skiptir það ekki máli, fordómarnir eru til staðar. Umræðan í kjölfar aðalfundarins, þar sem hagsmunaaðild BDSM á Íslandi að Samtökunum’78 var samþykkt, hefur sýnt að við eigum enn langt í land. Kynhneigð snýst ekki um kynlíf. Á það við um BDSM hneigð jafnt og aðrar kynhneigðir. BDSM snýst um samskipti sem byggja á einkunarorðunum samþykki, meðvitund og öryggi.“Stór orð falliðMagnús segir, í samtali við Vísi, spurður hvort þessi viðbrögð hafi komið honum á óvart að svo sé bæði og. „Ég veit það ekki. Við vissum að þetta yrði heitt mál. Internetið hefur brotnað út af minni málum. Þannig að, já og nei. En, rauði þráðurinn í þessu er skortur á þekkingu. Þegar búið er að ala fólk upp þannig að hlutirnir eru á einn veg, þá er erfitt að sjá það á annan. Það er starfið okkar, að halda áfram að fræða. Það sem stuðar mann meira er fólk utan hreyfingarinnar sem hefur látið stór orð falla,“ segir Magnús.Magnús segir það versta við hina óbilgjörnu umræðu að hún geti valdið þeim sem eru að uppgötva þessar hneigðir verulegum skaða.visir/pjeturHann segist að nú standi til að vinna út frá þessari stöðu, að BDSM á Íslandi, sé nú undir regnhlíf Samtakanna ´78 og ef sú staða breytist, þá verði einfaldlega að vinna út frá því.Hatursfull og skaðleg umræðaEn, þið í BDMS á Íslandi hafið sem sagt fengið ykkar skammt af fordómum og leiðindum í tengslum við þetta mál? „Jájá, þetta er aðallega það þegar fólk er að rekast á vini og kunningja, fólk sem maður hélt að væri tiltölulega víðsýnt, en er svo með gríðarlega stór og mikil orð sem særa.“ Magnús segir það kannski versta þáttinn í þessu. „Þau sem verða verst úti í þessari umræðu, þegar hún er á svona neikvæðum nótum, er fólk sem að reyna að átta sig á þessum tilfinningum. Þau verða verst úti í allri þessari umræðu.“ Formaðurinn segir þetta að einhverju leyti hatursfulla og þá verulega skaðlega umræðu: „Á sama hátt og krakki sem er að átta sig á sinni kynhneigð þá er þessi hatursumræða mjög slæm. BDSM kemur fram hjá ungu fólki alveg eins og önnur kynhneigð. Það er ekkert öðru vísi. Ekkert allir sem uppgötva þetta sem kynhneigð og það er kannski það sem er að flækja málið. Margir sem hafa prófað þetta og fíla þetta eða fíla ekki. Við erum með fólk sem upplifir þetta sem stóran part af sér. Þú getur spurt, hvort viltu vera fyrir því að missa BDSM hneigðina eða handlegginn og þá er spurt: hvar ætlarðu að skera? Það í rauninni, gengur álíka vel að lækna fólk af þessu og samkynhneigð. Það í rauninni, þau sem eru að upplifa þetta sem part af sér á þann hátt eru í vandræðum með að staðsetja sig. Af hverju er þetta svona eða hinsegin.“Hefur verið notað sem afsökun fyrir nauðgunumMagnús segir spurður engan vafa á því leika að BDSM-fólk eigi við mikla fordóma að stríða, þó blaðamaður fullyrði að hann sé alveg laus við slíkt kemur á daginn, í samtali við Magnús, að hann er heldur fákunnandi um þetta fyrirbæri. Og fáfræðin er undirstaða fordóma.Magnús sjálfur er anarkískur og skilgreinir sína BDSM-hneigð ekki nákvæmlega.visir/pjetur„Já, það eru fordómar til staðar. Og mjög víða. Við höfum séð mjög slæm dæmi um það. Við þekkjum dæmi, ekki reyndar á Íslandi en allt um kring, til dæmis bara á Norðurlöndunum, þurfum ekki að fara lengra; að fólk hefur verið að missa vinnu, fólk hefur misst forræði yfir börnum, þetta hefur verið notað gegn fórnarlömbum nauðgana; að þú sért masókisti, þá er það notað sem réttlæting sem svo að þú viljir þetta. Nýleg dæmi í þeim efnum sem hafa komið upp hér á Íslandi hvað það varðar sem og á Bretlandi og Norðurlöndunum líka.“Snúið fyrir femínista að vera BDSM Þá bendir Magnús á annað atriði sem er að það getur verið ákaflega erfitt fyrir konur sem upplifa sig sem undirgefnar en eru femínista einnig. „Þá er þetta rosalega erfitt. Hvernig fer það saman? Og svo er það þetta að ef þú ert alinn upp við það að þú megir ekki slá aðra eða meiða og svo þegar þú ert með tilfinningar til þess, þá veldur það óhjákvæmilega valkvíða. Ætlar þú að vera í góða liðinu eða vonda?“ Magnús segir að aðildarumsókn að Samtökunum ´78 breyti miklu fyrir BDSM-fólk: „Já, til dæmis því nú getur þú getur sagt við unglinga; þetta er partur af hinsegin flórunni. Það er einn af stóru þáttunum. Að allir hinsegin hóparnir séu undir einni regnhlíf gefur þér miklu sterkari rödd gagnvart opinberum aðilum. Sömu snertifletir eru hjá þessum hópum, á svo mörgum stöðum.“Fordómar innan heilbrigðiskerfisinsMargir sem leita sér aðstoðar hjá heilbrigðisstarfsfólki og er BDSM þarf að eyða stórum tíma meðferðar í að útskýra BDSM. „Rannsóknir á þessu hafa akkúrat sýnt að BDSM-fólk sem er að leita sér ráðgjafar eða aðstoðar hjá ráðgjöfum eða læknum verður oft miðpunktur, eða fókuspunktur meðferðarinnar. BDSM-hneigðin verður að miðpunkti meðferðar. Þetta er eins og með póliamorus-fólkið, þeir sem eru í fjölsamböndum, sem fór í hjónabandsmeðferð, þá varð það sjálfkrafa vandamálið. Sem var kannski það eina sem var í lagi. BDSM oft gert að vandamálinu. En ekki skilaboðin frá vinum og kunningjum sem geta reynst erfið.“Erfitt er að meta hversu margir eru BDSM-hneigðar, það fer eftir því hver er spurður og hvernig er spurt.visir/pjeturBDSM á Íslandi, er að verða 20 ára gamalt. Það var stofnað 1997-1998 Erfitt er að átta sig á því hversu margir eru í félaginu, að sögn Magnúsar er ekkert félagatal. Í kringum 50 manns verið að borga árgjald í félagið en viðloðandi eru svona tvö til þrjú hundruð. „En, á stærsta samfélagsmiðlinum okkar eru skráðir tæplega fimm þúsund. Það er heimsmet.“BDSM eru á bilinu 2 til 60 prósentÞegar Magnús er spurður hversu margir séu BDSM-hneigðar svarar hann að það sé metið á bilinu 2 til 60 prósent.Ha? „Það fer eftir því hvern þú spyrð og hvernig þú spyrð. Talað um, í Bandaríkjunum, þá Kinsey að þetta sé í kringum 10 til 14 prósent sem hafa stundað þetta.“ Magnús lýsir því hvernig erfitt sé að meta þetta, einmitt vegna ríkjandi fáfræði um fyrirbærið. Hann var með námskeið fyrir læknisfræðinema fyrir nokkrum dögum og spurði hversu margir væru BDSM-hneigðar? Enginn þorði að rétta upp hönd. En, þegar hann spurði hversu margir hafi bitið, klórað eða slegið þá voru það eiginlega allir. „Fjölmargir eru að gera hluti sem geta fallið undir BDSM. Margir sem eru að gera BDSM-tengda hluti en áttar sig ekki á því. Og þar er stór pottur brotinn í allri fræðslu.“Talsvert víðtækara en bara leðurgrímur og svipurÞetta er sem sagt snúið. Blaðamaður spyr eins og barn, og opinberar um leið fáfræði sína, hvernig þetta skiptist milli sadó og masó? Þá eru engar hreinar línur í því? Inní skammstöfunina BDSM fléttast nefniega eitt og annað sem er bondage, domination, disiplin, submission, sadism og masokism -- svo gripið sé til enskunnar.Magnús segir mikið verk að vinna, í að uppfræða fólk um BDSM og hugmyndir blaðamanns Vísis um fyrirbærið verða eiginlega að fá að vera til marks um það.visir/pjetur„Í rauninni miklu miklu meira,“ segir Magnús þolinmóður. „Þegar við erum að tala um þessa hluti sjá allir fyrir sér leðurgrímur, svipur og þann pakka. En, þú getur verið með BDSM-fólk sem er fyrir sömu skammstafir en á ekkert sameiginlegt. Annað en þessa skammstöfun. Það eru mörg tilbrigði, tilgangur og markmið eru svo rosalega mismunandi. Þú getur verið með BDSM, sem sést mjög lítið á yfirborðinu. Við getum til að mynda verið með hjón, eða partnera, því þetta getur verið að kvaða kyn sem er, sem hafa búið til ramma utan um sitt sambandi, geta verið skýrar reglur um hvernig sambandinu er háttað. Það í rauninni, það sem BDSM gengur út á, að ramma þessi samskipti inn þannig að þau séu með öruggum hætti og enginn að skaðist.“Sjálfur er Magnús anarkískur BDSMÞetta er sem sagt marþætt og býsna flókið. Magnús segir að þau hjá BDSM Ísland haldi nokkur námskeið á ári og þar sé til dæmis í boði námskeið sem heitir BDSM 101. „Það er heill dagur. Sem tæpa á grundvallaratriðum. Við höfum fengið erlenda leiðbeinendur til að vera með sérhæfðari námskeið og kynningar og það er fólk sem hefur atvinnu af því að ferðast á milli landa og halda námskeið.“ Og, það er þá ekki úr vegi að spyrja Magnús sjálfan hvernig hann er innréttaður hvað þetta varðar, en hann segist ekki mikið í því að skilgreina sjálfan sig. Hann sé anarkískur í BDSM-inu. „S/M, eða sadó/masó skammstöfunin er frá um 1900 og var notuð fram eftir öllu. Þá fór þeim að vaxa rödd sem sögðu við höfum engan áhuga á sadó/masó, bindingum eða sársauka á nokkurn hátt, þá kom B skammstöfunin inn, Domination og submission.“
Hinsegin Tengdar fréttir Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13 „BDSM á Íslandi hefur ekki 'sameinast' Samtökunum '78“ Stjórn Samtakanna '78 hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna aðildar BDSM á Íslandi að samtökunum. 7. mars 2016 14:23 Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00 BDSM-félagið fékk aðild að Samtökunum 78 Samþykkt með 37 atkvæðum gegn 31. 5. mars 2016 16:34 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Kosið um aðild BDSM félagsins að Samtökunum 78: „Vitum að þetta er umdeilt í félaginu“ "Hef fulla trú á að fólk kynni sér málin og taki svo eigin afstöðu með tilliti til þeirra upplýsinga sem liggja fyrir,” segir formaður Samtakanna '78. 5. mars 2016 12:13
„BDSM á Íslandi hefur ekki 'sameinast' Samtökunum '78“ Stjórn Samtakanna '78 hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna aðildar BDSM á Íslandi að samtökunum. 7. mars 2016 14:23
Á þriðja tug hefur skráð sig úr Samtökunum ’78 Tuttugu og fjórir hafa skráð sig úr Samtökunum ’78 en sex hafa skráð sig í samtökin í kjölfar þess að aðildarumsókn BDSM-samtakanna var samþykkt um helgina. Alls eru 1.146 manns skráðir í samtökin. 8. mars 2016 07:00
Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08