Freydís Halla Einarsdóttir náði sínum besta árangri á ferlinum þegar hún hafnaði í öðru sæti á svigmóti í Bandaríkjunum. Hún fékk fyrir það 23,25 FIS-stig sem er bæting á hennar besta árangri sem hún náði fyrir tveimur dögum, er hún fékk 24,57 FIS-stig.
Samkvæmt tilkynningu Skíðasambands Íslands mun Freydís Halla fara upp um 130 sæti á heimstlistanum en hún er í dag í 332. sæti. Hún var í 508. sæti þegar hún hóf nám í Plymouth State háskólanum í haust.
Þetta er í fjórða sinn sem Freydís Halla kemst á verðlaunapall á FIS-móti í Bandaríkjunum en hún varð þar að auki í þriðja sæti á háskólamóti í lok janúar.
Risastökk hjá Freydísi Höllu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
