Embættismenn í raun æviráðnir með broti á auglýsingaskyldu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2016 19:00 Formaður fjárlaganefndar telur að iðulega sé farið á svig við lög við ráðningu æðstu embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum. Embættin séu ekki auglýst eins og lög geri ráð fyrir og þótt búið sé að leggja niður æviráðningar virðist séu þær í raun enn við lýði. Vigdís Hauksdóttir hlífir engum ráðherranna. Hún sendir þeim öllum fyrirspurn þar sem hún spyr um heildarfjölda embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum þeirra. Hún spyr um aldurssamsetningu embættismannanna og hversu margir starfi sem skrifstofustjórar, án skrifstofu. Fyrirspurnin miðist við ráðuneytisstjóra en tveir þeirra eru með tvö ráðuneyti hvor í sinni forsjá. Vigdís segir nauðsynlegt að kortleggja stærð embættismannakerfisins og með fyrirspurninni vilji hún einnig draga fram hversu margir nýti sér 90 ára regluna um starfslok áður en almennum lífeyrisaldri sé náð og hve margir starfi á undanþágu fram til sjötugs án þess að störf þeirra séu auglýst. Hún segir að almennt sé brotalöm á því að störf æðstu embættismanna séu auglýst á fimm ára fresti. „Það er bara staðreynd að þessi störf eru ekki auglýst. Það má telja það á fingrum annarrar handar hvaða störf hafa verið auglýst undanfarin fjögur til fimm ár. Og þá farið af stað með umsóknarferli,“ segir Vigdís. Það eigi að vera skýlaus krafa að ríkið fari á undan með góðu fordæmi og auglýsi öll störf sem eru laus hjá ríkinu. Þannig verði líka hægt að fá gott fólk utan úr atvinnulífinu inn í stjórnsýsluna og stuðla að eðlilegri endurnýjun innan hennar. „Því það er stundum sagt að embættismenn séu ekki æviráðnir. Eins og staðan er í dag lít ég svo á að þeir séu æviráðnir. Vegna þess að stjórnvöld heykjast á því að auglýsa störfin þegar þau eru um það bil að losna,“ segir Vigdís. Hún telji að þarna ráði embættismennirnir meira för en ráðherrarnir en staðan brýni ráðherrana til breytinga. Þar með sé hún ekki að tala um að umbylta embættismannakerfinu. Ef æðstu embættismenn vilji halda áfram að fimm ára skipunartíma loknum geti þeir einfaldlega sótt um aftur. En um leið gefist kostur á endurnýjun í embættismannakerfinu. „Hér í bankahruninu árið 2008 urðu gríðarlegar breytingar hjá flestum landsmönnum, nema kannski akkúrat í þessum stofnunum. Það breyttist ekki neitt þar. Þannig að það er kannski bara orðið tímabært að gera alvöru úr þessu og fara að stokka upp spilin. Eins og þú veist þá brenn ég fyrir því að ríkið sé rekið vel,“Það ætti að senda „Soffíu frænku“ inn í ráðuneytin? „Já ætli það ekki,“ segir Vigdís Hauksdóttir glettilega. Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar telur að iðulega sé farið á svig við lög við ráðningu æðstu embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum. Embættin séu ekki auglýst eins og lög geri ráð fyrir og þótt búið sé að leggja niður æviráðningar virðist séu þær í raun enn við lýði. Vigdís Hauksdóttir hlífir engum ráðherranna. Hún sendir þeim öllum fyrirspurn þar sem hún spyr um heildarfjölda embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum þeirra. Hún spyr um aldurssamsetningu embættismannanna og hversu margir starfi sem skrifstofustjórar, án skrifstofu. Fyrirspurnin miðist við ráðuneytisstjóra en tveir þeirra eru með tvö ráðuneyti hvor í sinni forsjá. Vigdís segir nauðsynlegt að kortleggja stærð embættismannakerfisins og með fyrirspurninni vilji hún einnig draga fram hversu margir nýti sér 90 ára regluna um starfslok áður en almennum lífeyrisaldri sé náð og hve margir starfi á undanþágu fram til sjötugs án þess að störf þeirra séu auglýst. Hún segir að almennt sé brotalöm á því að störf æðstu embættismanna séu auglýst á fimm ára fresti. „Það er bara staðreynd að þessi störf eru ekki auglýst. Það má telja það á fingrum annarrar handar hvaða störf hafa verið auglýst undanfarin fjögur til fimm ár. Og þá farið af stað með umsóknarferli,“ segir Vigdís. Það eigi að vera skýlaus krafa að ríkið fari á undan með góðu fordæmi og auglýsi öll störf sem eru laus hjá ríkinu. Þannig verði líka hægt að fá gott fólk utan úr atvinnulífinu inn í stjórnsýsluna og stuðla að eðlilegri endurnýjun innan hennar. „Því það er stundum sagt að embættismenn séu ekki æviráðnir. Eins og staðan er í dag lít ég svo á að þeir séu æviráðnir. Vegna þess að stjórnvöld heykjast á því að auglýsa störfin þegar þau eru um það bil að losna,“ segir Vigdís. Hún telji að þarna ráði embættismennirnir meira för en ráðherrarnir en staðan brýni ráðherrana til breytinga. Þar með sé hún ekki að tala um að umbylta embættismannakerfinu. Ef æðstu embættismenn vilji halda áfram að fimm ára skipunartíma loknum geti þeir einfaldlega sótt um aftur. En um leið gefist kostur á endurnýjun í embættismannakerfinu. „Hér í bankahruninu árið 2008 urðu gríðarlegar breytingar hjá flestum landsmönnum, nema kannski akkúrat í þessum stofnunum. Það breyttist ekki neitt þar. Þannig að það er kannski bara orðið tímabært að gera alvöru úr þessu og fara að stokka upp spilin. Eins og þú veist þá brenn ég fyrir því að ríkið sé rekið vel,“Það ætti að senda „Soffíu frænku“ inn í ráðuneytin? „Já ætli það ekki,“ segir Vigdís Hauksdóttir glettilega.
Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira