Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp Gissur Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2016 13:00 Verkfræðistofan EFLA hannaði nýtt skilti sem sett var upp síðdegis í gær. Fyrr um daginn voru þrír hætt komnir og í lífshættu að mati leiðsögumanns. Mynd/EFLA Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka tildrög þess að sex útlendingar voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær, þegar óvænt alda var rétt búin að hrífa þá með sér á haf út. Að sögn Kjartans Þorkelssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi í viðtali við fréttastofuna, frétti lögreglan ekki af þessu fyrr en í morgun og var þá þegar ákveðið að rannsaka málið. Aðspurður hvort aftur yrði tekin upp löggæsla í fjörunni, eins og var í hálfan mánuð eftir banaslys, sem varð í fjörunni, sagði hann að sérstök fjárveiting innanríkisráðuneytisins til þessara gæslu sé upp urin þannig að henni hafi verið hætt í fyrradag. Ekki lægi fyrir hvort ástæða þætti til að sækja um viðbótar framlag til lögreglugæslu í fjörunni. Viðvörunarskilti og keðjur, sem eiga að leiðbeina ferðamönnum á sem öruggustan hátt í fjörunni voru sett þar upp síðdegis í gær, nokkru eftir atvikið.Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirFyrirsæta hálfnakin með sex manna tökuliðHermann Valsson leiðsögumaður varð vitni að þessu um hálf tvöleytið í gær og tók þátt í að bjarga fólkinu. „Ég sá fólk austast í fjörunni þar sem verið var að taka myndir af fyrirsætu sem var hálfnakin, í stuttbuxum og hlýrabol. Þau voru mjög neðarlega, þarna var engin lögregla því hún var hættt, og alda kom upp.“ Hermann segir ölduna hafa bleytt fólkið upp að hnjám. „Þau frusu þarna skelfingu lostin. Svo kom önnur alda á eftir og fór svipað upp. Ég hljóp niðureftir til þeirra þegar seinni aldan fór út og hjálpaði þeim í logandi hvelli upp. Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni.“ Hermann segir að þau þrjú sem voru fyrir neðan fyrirsætuna í fjörunni hafi klárlega verið í lífshættu. Það sé engin spurning. Viðvörunar- og leiðbeiningaskilti voru sett upp í fjörunni í gær, aðeins eftir að þetta gerðist, en Hermann segir þau ófullnægjandi og telur ekkert annað duga nema stöðug gæslu á svæðinu.Uppfært klukkan 16:27Fyrirsögn breytt þar sem skilja mátti fyrri fyrirsögn þannig að skiltin hefðu verið komin upp þegar fólkið lenti í háska. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka tildrög þess að sex útlendingar voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær, þegar óvænt alda var rétt búin að hrífa þá með sér á haf út. Að sögn Kjartans Þorkelssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi í viðtali við fréttastofuna, frétti lögreglan ekki af þessu fyrr en í morgun og var þá þegar ákveðið að rannsaka málið. Aðspurður hvort aftur yrði tekin upp löggæsla í fjörunni, eins og var í hálfan mánuð eftir banaslys, sem varð í fjörunni, sagði hann að sérstök fjárveiting innanríkisráðuneytisins til þessara gæslu sé upp urin þannig að henni hafi verið hætt í fyrradag. Ekki lægi fyrir hvort ástæða þætti til að sækja um viðbótar framlag til lögreglugæslu í fjörunni. Viðvörunarskilti og keðjur, sem eiga að leiðbeina ferðamönnum á sem öruggustan hátt í fjörunni voru sett þar upp síðdegis í gær, nokkru eftir atvikið.Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirFyrirsæta hálfnakin með sex manna tökuliðHermann Valsson leiðsögumaður varð vitni að þessu um hálf tvöleytið í gær og tók þátt í að bjarga fólkinu. „Ég sá fólk austast í fjörunni þar sem verið var að taka myndir af fyrirsætu sem var hálfnakin, í stuttbuxum og hlýrabol. Þau voru mjög neðarlega, þarna var engin lögregla því hún var hættt, og alda kom upp.“ Hermann segir ölduna hafa bleytt fólkið upp að hnjám. „Þau frusu þarna skelfingu lostin. Svo kom önnur alda á eftir og fór svipað upp. Ég hljóp niðureftir til þeirra þegar seinni aldan fór út og hjálpaði þeim í logandi hvelli upp. Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni.“ Hermann segir að þau þrjú sem voru fyrir neðan fyrirsætuna í fjörunni hafi klárlega verið í lífshættu. Það sé engin spurning. Viðvörunar- og leiðbeiningaskilti voru sett upp í fjörunni í gær, aðeins eftir að þetta gerðist, en Hermann segir þau ófullnægjandi og telur ekkert annað duga nema stöðug gæslu á svæðinu.Uppfært klukkan 16:27Fyrirsögn breytt þar sem skilja mátti fyrri fyrirsögn þannig að skiltin hefðu verið komin upp þegar fólkið lenti í háska.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51
Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38