Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. febrúar 2016 18:55 Hlynur Morthens með bikarinn í dag. vísir/andri marinó Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. "Þegar það er bikar í húfi þá verður maður að gefa sig allan í þetta," sagði Hlynur hress og kátur við Vísi eftir leikinn í dag. "Það er enginn morgundagur í þessu. Ef maður klikkar í svona leik er maður bara grenjandi í viku og ég nenni því ekki." Hlynur varði tólf skot í leiknum og var með 34 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann var frábær framan af í seinni hálfleik þar sem Valur náði fimm marka forskoti sem lagði grunninn að sigrinum. "Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel. Bæði lið voru samt þreytt. En við náðum fimm marka forskoti. Þeir samt hættu aldrei enda er þetta drullu gott lið," sagði Hlynur um Gróttuna. "Ég veit ekki hvernig við fórum að því að klára þetta. Markvarslan hjá mér var ekki góð síðasta korterið, en þetta dugði og ég er ánægður með það." Varnarleikur Valsliðsins var frábær alla helgina, en liðið komst í úrslitin með því að leggja topplið Hauka í undanúrslitum þökk sé sterkum varnarleik. "Varnarleikurinn var frábær í báðum leikjum. Orkan sem fór í leikinn í gær var lygileg en menn náðu að rífa sig upp í dag. Það var bara ótrúlegt að sjá þetta. Ég er svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg," sagði Hlynur. Markvörðurinn þrautreyndi var með Hámark og epli í viðtölum eftir leikinn í gær en verður fagnað með einhverju öðru í kvöld? "Það verður kók og banani," sagði Hlynur Morthens léttur að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. "Þegar það er bikar í húfi þá verður maður að gefa sig allan í þetta," sagði Hlynur hress og kátur við Vísi eftir leikinn í dag. "Það er enginn morgundagur í þessu. Ef maður klikkar í svona leik er maður bara grenjandi í viku og ég nenni því ekki." Hlynur varði tólf skot í leiknum og var með 34 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann var frábær framan af í seinni hálfleik þar sem Valur náði fimm marka forskoti sem lagði grunninn að sigrinum. "Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel. Bæði lið voru samt þreytt. En við náðum fimm marka forskoti. Þeir samt hættu aldrei enda er þetta drullu gott lið," sagði Hlynur um Gróttuna. "Ég veit ekki hvernig við fórum að því að klára þetta. Markvarslan hjá mér var ekki góð síðasta korterið, en þetta dugði og ég er ánægður með það." Varnarleikur Valsliðsins var frábær alla helgina, en liðið komst í úrslitin með því að leggja topplið Hauka í undanúrslitum þökk sé sterkum varnarleik. "Varnarleikurinn var frábær í báðum leikjum. Orkan sem fór í leikinn í gær var lygileg en menn náðu að rífa sig upp í dag. Það var bara ótrúlegt að sjá þetta. Ég er svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg," sagði Hlynur. Markvörðurinn þrautreyndi var með Hámark og epli í viðtölum eftir leikinn í gær en verður fagnað með einhverju öðru í kvöld? "Það verður kók og banani," sagði Hlynur Morthens léttur að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira