Strákarnir vildu sanna að þeir væru sigurvegarar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. febrúar 2016 06:00 Óskar Bjarni segir sínum mönnum til um helgina. Vísir/Getty Valur varð bikarmeistari karla um helgina og árangurinn var sögulegur fyrir þjálfarann Óskar Bjarna Óskarsson. Hann vann þar með sinn fjórða titil sem þjálfari karlaliðsins og varð um leið sigursælasti þjálfari bikarkeppninnar frá upphafi. „Það er alltaf gaman að geta slegið met eins og þetta og það gefur þessu smá lit,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Fréttablaðið. „Það er heiður að ná að vinna fjóra titla. Bara að komast einu sinni í úrslitaleikinn þykir mörgum gott.“ Valur hafði betur gegn Gróttu í úrslitaleiknum á laugardag, 25-23, þar sem góð byrjun í síðari hálfleik réð miklu. Valsmenn höfðu betur í hörkuleik gegn Haukum í undanúrslitunum á föstudagskvöld, þar sem tvö efstu lið Olísdeildarinnar mættust.Sjá einnig: Valur bikarmeistari í níunda sinn Óskar Bjarni segir að sér líði vel í leikjum þar sem allt er undir og hann njóti spennunnar. Valur tapaði fyrir Haukum í tvíframlengdum undanúrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra en Óskar Bjarni segir að það sé í fyrsta skiptið sem hann tapi í framlengingu sem þjálfari, svo hann muni eftir. „Þegar maður kemst aftur og aftur í svona aðstæður þá fer manni að líða vel í þeim. Manni finnst til dæmis orðið gaman að fara í framlengingu,“ segir hann og bætir við að þessi titill sé afar sætur. „Sá nýjasti er alltaf sá sætasti en það var skemmtilegt að vinna þennan, bæði fyrir strákana og mig. Við höfum verið að spila illa á móti Haukum, bæði í úrslitakeppninni í fyrra og í deildinni í vetur. Því var það sérstaklega gaman að vinna þá í undanúrslitunum.“Valur, bikarmeistari karla 2016.Vísir/Andri MarinóEkkert truflaði okkur Hann segir að það hafi ekki orðið spennufall hjá hans mönnum eftir sigurinn á Haukum. Það hafi einfaldlega ekki verið tími til þess enda innan við sólarhringur í úrslitaleikinn. „Gróttumenn eru með afar skemmtilegt lið og þá ber að varast. En okkar verkefni snerist um að vinna Hauka og mæta svo á fullu í næsta leik, sama hver andstæðingurinn yrði. Við ætluðum ekki að láta neitt trufla okkur,“ segir Óskar Bjarni. Valur er fjórum stigum á eftir toppliði Hauka þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þessi tvö lið eru langefst í deildinni en í fyrra náðu Haukar að slá Val úr leik í úrslitakeppninni, 3-0, eftir að Valur varð deildarmeistari. „Við lögðum mikið upp úr því að verða deildarmeistarar, enda erfiðast að vinna þann titil. En svo mættum við hnjaskaðir til leiks gegn Haukum sem voru á flottum stað þá og fóru alla leið,“ segir þjálfarinn. „Strákarnir fóru mjög svekktir inn í sumarfríið í fyrra og við ætlum að gera betur núna. Þeir vildu líka sanna fyrir sjálfum sér um helgina að þeir væru sigurvegarar – að þeir myndu ekki bregðast þegar á reynir. Það tókst. Við fórum erfiða leið að titlinum – til Eyja í 8-liða úrslitum og gegn Haukum í undanúrslitum – og strákarnir trúa því nú að þeir séu sigurvegarar.“Flestir bikarmeistaratitlar þjálfara í karlaflokki 4 Óskar Bjarni Óskarsson (Valur 2008, 2009, 2011, 2016) 3 Bogdan Kowalczyk (Víkingur 1979, 1983, 1985) 3 Reynir Ólafsson (Valur 1974, FH 1977, 1978) 2 Karl Benediktsson (Víkingur 1978, Víkingur 1984) 2 Þorbjörn Jensson (Valur 1990, 1993) 2 Kristján Arason (FH 1992, 1994) 2 Sigurður Gunnarsson (ÍBV 1991, Haukar 1997) 2 Alfreð Gíslason (KA 1995, 1996) 2 Viggó Sigurðsson (Haukar 2001, 2002) 2 Aron Kristjánsson (Haukar 2010, 2012) Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Naut og bernaise með mömmu í kvöld Geir Guðmundsson fagnaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli í dag þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í Laugardalshöll. 27. febrúar 2016 18:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45 Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Valur varð bikarmeistari karla um helgina og árangurinn var sögulegur fyrir þjálfarann Óskar Bjarna Óskarsson. Hann vann þar með sinn fjórða titil sem þjálfari karlaliðsins og varð um leið sigursælasti þjálfari bikarkeppninnar frá upphafi. „Það er alltaf gaman að geta slegið met eins og þetta og það gefur þessu smá lit,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Fréttablaðið. „Það er heiður að ná að vinna fjóra titla. Bara að komast einu sinni í úrslitaleikinn þykir mörgum gott.“ Valur hafði betur gegn Gróttu í úrslitaleiknum á laugardag, 25-23, þar sem góð byrjun í síðari hálfleik réð miklu. Valsmenn höfðu betur í hörkuleik gegn Haukum í undanúrslitunum á föstudagskvöld, þar sem tvö efstu lið Olísdeildarinnar mættust.Sjá einnig: Valur bikarmeistari í níunda sinn Óskar Bjarni segir að sér líði vel í leikjum þar sem allt er undir og hann njóti spennunnar. Valur tapaði fyrir Haukum í tvíframlengdum undanúrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra en Óskar Bjarni segir að það sé í fyrsta skiptið sem hann tapi í framlengingu sem þjálfari, svo hann muni eftir. „Þegar maður kemst aftur og aftur í svona aðstæður þá fer manni að líða vel í þeim. Manni finnst til dæmis orðið gaman að fara í framlengingu,“ segir hann og bætir við að þessi titill sé afar sætur. „Sá nýjasti er alltaf sá sætasti en það var skemmtilegt að vinna þennan, bæði fyrir strákana og mig. Við höfum verið að spila illa á móti Haukum, bæði í úrslitakeppninni í fyrra og í deildinni í vetur. Því var það sérstaklega gaman að vinna þá í undanúrslitunum.“Valur, bikarmeistari karla 2016.Vísir/Andri MarinóEkkert truflaði okkur Hann segir að það hafi ekki orðið spennufall hjá hans mönnum eftir sigurinn á Haukum. Það hafi einfaldlega ekki verið tími til þess enda innan við sólarhringur í úrslitaleikinn. „Gróttumenn eru með afar skemmtilegt lið og þá ber að varast. En okkar verkefni snerist um að vinna Hauka og mæta svo á fullu í næsta leik, sama hver andstæðingurinn yrði. Við ætluðum ekki að láta neitt trufla okkur,“ segir Óskar Bjarni. Valur er fjórum stigum á eftir toppliði Hauka þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Þessi tvö lið eru langefst í deildinni en í fyrra náðu Haukar að slá Val úr leik í úrslitakeppninni, 3-0, eftir að Valur varð deildarmeistari. „Við lögðum mikið upp úr því að verða deildarmeistarar, enda erfiðast að vinna þann titil. En svo mættum við hnjaskaðir til leiks gegn Haukum sem voru á flottum stað þá og fóru alla leið,“ segir þjálfarinn. „Strákarnir fóru mjög svekktir inn í sumarfríið í fyrra og við ætlum að gera betur núna. Þeir vildu líka sanna fyrir sjálfum sér um helgina að þeir væru sigurvegarar – að þeir myndu ekki bregðast þegar á reynir. Það tókst. Við fórum erfiða leið að titlinum – til Eyja í 8-liða úrslitum og gegn Haukum í undanúrslitum – og strákarnir trúa því nú að þeir séu sigurvegarar.“Flestir bikarmeistaratitlar þjálfara í karlaflokki 4 Óskar Bjarni Óskarsson (Valur 2008, 2009, 2011, 2016) 3 Bogdan Kowalczyk (Víkingur 1979, 1983, 1985) 3 Reynir Ólafsson (Valur 1974, FH 1977, 1978) 2 Karl Benediktsson (Víkingur 1978, Víkingur 1984) 2 Þorbjörn Jensson (Valur 1990, 1993) 2 Kristján Arason (FH 1992, 1994) 2 Sigurður Gunnarsson (ÍBV 1991, Haukar 1997) 2 Alfreð Gíslason (KA 1995, 1996) 2 Viggó Sigurðsson (Haukar 2001, 2002) 2 Aron Kristjánsson (Haukar 2010, 2012)
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Naut og bernaise með mömmu í kvöld Geir Guðmundsson fagnaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli í dag þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í Laugardalshöll. 27. febrúar 2016 18:56 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45 Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Geir: Naut og bernaise með mömmu í kvöld Geir Guðmundsson fagnaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli í dag þegar Valur lagði Gróttu, 25-23, í Laugardalshöll. 27. febrúar 2016 18:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Valur 23-25 | Valur bikarmeistari í níunda sinn Valur lagði Gróttu í úrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta í Laugardalshöll í dag. 27. febrúar 2016 18:45
Hlynur: Svo stoltur af þessu liði að það hálfa væri nóg Hlynur Morthens, markvörður Vals, átti flottan leik þegar Hlíðarendapiltar lögðu Gróttu, 25-23, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í handbolta í dag. 27. febrúar 2016 18:55