Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 66-86 | Auðvelt hjá Haukum Stefán Árni Pálsson í Schenker-höllinni skrifar 29. febrúar 2016 20:30 Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í Ásgarði og var sigur þeirra rauðu aldrei í hættu. Haukar eru því komnar með 34 stig rétt eins og Snæfellingar sem eru á toppi deildarinnar.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Ásgarði í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Jafnræði var á með liðunum í blábyrjun leiksins og var staðan 4-4 og síðan 7-6 fyrir Hauka. Þá fóru þær rauðu í gang og Chelsie Schweers stýrði leik Hauka einstaklega vel. Það leið ekki að löngu þar til munurinn var kominn yfir tíu stig og var staðan 24-13 eftir fyrsta leikhlutann. Í upphafi annars leikhluta var munurinn orðin fimmtán stig 29-14 og það leit út fyrir að Haukar væru að fara rúlla fyrir heimamenn. Stjarnan hrökk þá í einhvern gír og minnkaði fljótlega muninn í átta stig, 29-21. Þær rauðu skiptu bara í annan gír eftir þetta litla áhlaup Stjörnunnar og var munurinn allt í einu orðin 21 stig þegar fyrri hálfleikurinn var búinn, 44-23. Þriðji leikhlutinn byrjaði ekki við fyrir heimamenn og héldu Haukar bara áfram að auka við forskot sitt. Það var samt sem áður alltaf mikil barátta í liði Stjörnunnar og gáfust stelpurnar aldrei upp. Getumunurinn á liðunum var einfaldlega of mikill og átti Stjarnan aldrei möguleika í þessum leik. Það er skemmst frá því að segja að Haukar unnu að lokum auðveldan sigur, 66-86, og jöfnuðu Snæfellinga að stigum í deildinni. Stjarnan barðist hetjulega undir lok leiksins en munurinn var alltaf og mikill. Haukar og Snæfell eru með 34 stig en liðin mætast einmitt í næstu umferð í Dominos deildinni. Sá leikur fer fram þann 9. mars.Stjarnan-Haukar 66-86 (13-24, 10-20, 20-13, 23-29) Stjarnan: Adrienne Godbold 21/14 fráköst/5 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 12, Eva María Emilsdóttir 10, Heiðrún Kristmundsdóttir 9/6 stoðsendingar, Kristín Fjóla Reynisdóttir 8, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6.Haukar: Chelsie Alexa Schweers 25/6 fráköst, Helena Sverrisdóttir 20/13 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9/4 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 6/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Hanna Þráinsdóttir 2. Helena: Næsti leikur er algjör úrslitaleikur„Við erum að koma til baka úr landsliðshléi og vissum að þetta yrði nokkuð erfiður leikur,“ segir Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við höfum lítið náð að æfa saman undanfarið og það hafa verið töluvert veikindi í hópnum. Það var því gott að vinna þennan leik.“ Helena lék ótrúlega vel gegn Ungverjaland í síðustu viku. „Þetta var frábær sigur hjá okkur í síðustu viku og maður þurfti nokkra daga til að njóta hans. Nú tekur deildin við og það var gaman að hitta stelpurnar aftur.“ Helena segir að góður varnarleikur hafi lagt gruninn af sigrinum í kvöld. Haukar taka á móti Snæfellingum 9. mars. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að taka þann leik. Þetta er í raun einskonar úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn.“ Eva María: Við eigum fullt inniEva María Emilsdóttir sækir að körfu Hauka í leiknum í kvöld.Vísir/Anton„Við þurfum að stíga betur út, það vantaði hjá okkur í kvöld,“ segir Eva María Emilsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, í kvöld. „Þær fá alltaf nokkur tækifæri í hverri sókn og það er of dýrt á móti svona liði. Við vorum einnig að tapa boltanum frá okkur allt of oft." Eva María segir að Stjarnan eigi fullt inni og staðan í deildinni gefi ekki rétt mynd. „Við skiptum um þjálfara fyrir þremur vikum og hann er að koma með nýja hluti inn í dæmið hjá okkur. Á góðum degi getum við alveg verið inn í svona leik.“ Jóhanna: Spilum alltaf vel þegar við skemmtum okkur„Þetta var aldrei auðveldur sigur og maður er alltaf skíthræddur fyrir alla leiki,“ segir Jóhanna Björk Sveinsdóttir, eftir sigurinn. „Þetta mallaði bara vel hjá liðinu í kvöld og þegar við höfum svona gaman af hlutunum þá gengur okkur alltaf vel. Maður verður að hafa gaman af körfuboltanum og það er uppskriftin okkar, þá náum við að njóta okkur. Þegar við gerum það ekki verðum við stressaðar og spilum verr.“ Jóhanna segir að næsti leikur sé risaleikur. „Þetta verður risaleikur eins og allir leikirnir okkar sem við eigum eftir. Við megum ekkert misstíga okkur. Þetta er bara spurning að verða deildarmeistarar.“Bein lýsing: Stjarnan - HaukarTweets by @Visirkarfa1 Bryndís Hanna Hreinsdóttir reynir hér að komast framhjá Haukakonunni Pálínu Gunnlaugsdóttur.Vísir/AntonJóhanna Björk Sveinsdóttir.Vísir/AntonHelena Sverrisdóttir.Vísir/Antonvísir/anton brink Dominos-deild kvenna Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Haukar unnu auðveldan sigur á Stjörnunni, 66-86, í Dominos-deilda kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í Ásgarði og var sigur þeirra rauðu aldrei í hættu. Haukar eru því komnar með 34 stig rétt eins og Snæfellingar sem eru á toppi deildarinnar.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Ásgarði í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Jafnræði var á með liðunum í blábyrjun leiksins og var staðan 4-4 og síðan 7-6 fyrir Hauka. Þá fóru þær rauðu í gang og Chelsie Schweers stýrði leik Hauka einstaklega vel. Það leið ekki að löngu þar til munurinn var kominn yfir tíu stig og var staðan 24-13 eftir fyrsta leikhlutann. Í upphafi annars leikhluta var munurinn orðin fimmtán stig 29-14 og það leit út fyrir að Haukar væru að fara rúlla fyrir heimamenn. Stjarnan hrökk þá í einhvern gír og minnkaði fljótlega muninn í átta stig, 29-21. Þær rauðu skiptu bara í annan gír eftir þetta litla áhlaup Stjörnunnar og var munurinn allt í einu orðin 21 stig þegar fyrri hálfleikurinn var búinn, 44-23. Þriðji leikhlutinn byrjaði ekki við fyrir heimamenn og héldu Haukar bara áfram að auka við forskot sitt. Það var samt sem áður alltaf mikil barátta í liði Stjörnunnar og gáfust stelpurnar aldrei upp. Getumunurinn á liðunum var einfaldlega of mikill og átti Stjarnan aldrei möguleika í þessum leik. Það er skemmst frá því að segja að Haukar unnu að lokum auðveldan sigur, 66-86, og jöfnuðu Snæfellinga að stigum í deildinni. Stjarnan barðist hetjulega undir lok leiksins en munurinn var alltaf og mikill. Haukar og Snæfell eru með 34 stig en liðin mætast einmitt í næstu umferð í Dominos deildinni. Sá leikur fer fram þann 9. mars.Stjarnan-Haukar 66-86 (13-24, 10-20, 20-13, 23-29) Stjarnan: Adrienne Godbold 21/14 fráköst/5 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 12, Eva María Emilsdóttir 10, Heiðrún Kristmundsdóttir 9/6 stoðsendingar, Kristín Fjóla Reynisdóttir 8, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6.Haukar: Chelsie Alexa Schweers 25/6 fráköst, Helena Sverrisdóttir 20/13 fráköst/6 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 9/8 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 9/4 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 6/7 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 5, María Lind Sigurðardóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Hanna Þráinsdóttir 2. Helena: Næsti leikur er algjör úrslitaleikur„Við erum að koma til baka úr landsliðshléi og vissum að þetta yrði nokkuð erfiður leikur,“ segir Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við höfum lítið náð að æfa saman undanfarið og það hafa verið töluvert veikindi í hópnum. Það var því gott að vinna þennan leik.“ Helena lék ótrúlega vel gegn Ungverjaland í síðustu viku. „Þetta var frábær sigur hjá okkur í síðustu viku og maður þurfti nokkra daga til að njóta hans. Nú tekur deildin við og það var gaman að hitta stelpurnar aftur.“ Helena segir að góður varnarleikur hafi lagt gruninn af sigrinum í kvöld. Haukar taka á móti Snæfellingum 9. mars. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að taka þann leik. Þetta er í raun einskonar úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn.“ Eva María: Við eigum fullt inniEva María Emilsdóttir sækir að körfu Hauka í leiknum í kvöld.Vísir/Anton„Við þurfum að stíga betur út, það vantaði hjá okkur í kvöld,“ segir Eva María Emilsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, í kvöld. „Þær fá alltaf nokkur tækifæri í hverri sókn og það er of dýrt á móti svona liði. Við vorum einnig að tapa boltanum frá okkur allt of oft." Eva María segir að Stjarnan eigi fullt inni og staðan í deildinni gefi ekki rétt mynd. „Við skiptum um þjálfara fyrir þremur vikum og hann er að koma með nýja hluti inn í dæmið hjá okkur. Á góðum degi getum við alveg verið inn í svona leik.“ Jóhanna: Spilum alltaf vel þegar við skemmtum okkur„Þetta var aldrei auðveldur sigur og maður er alltaf skíthræddur fyrir alla leiki,“ segir Jóhanna Björk Sveinsdóttir, eftir sigurinn. „Þetta mallaði bara vel hjá liðinu í kvöld og þegar við höfum svona gaman af hlutunum þá gengur okkur alltaf vel. Maður verður að hafa gaman af körfuboltanum og það er uppskriftin okkar, þá náum við að njóta okkur. Þegar við gerum það ekki verðum við stressaðar og spilum verr.“ Jóhanna segir að næsti leikur sé risaleikur. „Þetta verður risaleikur eins og allir leikirnir okkar sem við eigum eftir. Við megum ekkert misstíga okkur. Þetta er bara spurning að verða deildarmeistarar.“Bein lýsing: Stjarnan - HaukarTweets by @Visirkarfa1 Bryndís Hanna Hreinsdóttir reynir hér að komast framhjá Haukakonunni Pálínu Gunnlaugsdóttur.Vísir/AntonJóhanna Björk Sveinsdóttir.Vísir/AntonHelena Sverrisdóttir.Vísir/Antonvísir/anton brink
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira