Nýtir öll verkfærin sem hún er búin að safna að sér í lífinu Sæunn Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2016 12:00 Margrét er alin upp í ferðamennsku og var farin að vinna sem leiðsögumaður tvítug á Mallorca. Vísir/Anton Brink „Ég er þessi klassíska kona sem á miðjum aldri fattar að nota öll verkfærin sem hún var búin að safna að sér í gegnum lífið og notar til að stofna eigið fyrirtæki,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, stofnandi Mundo um starf sitt. „Ég er alin upp í ferðamennsku, mamma stofnaði Leiðsögumannafélagið, ég var alltaf í sveit á Húsafelli og var orðin fararstjóri á Mallorca tvítug,“ segir hún. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princenton-háskóla og MBA-gráðu frá HR. Margrét kenndi spænsku í yfir tuttugu ár sem lektor í Háskóla Íslands og dósent í Háskólanum í Reykjavík. Hún stýrði alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við HR. „Árið 2011 missti ég vinnuna og stóð á tímamótum og stofnaði Mundo. Mundo fór af stað sem ráðgjafarstofa í alþjóðamálum en jafnframt þá bjó ég til það sem mér fannst sjálfri vanta á íslenskum markaði, nefnilega örugga alþjóðlega reynslu fyrir ungmenni. Það er auðvelt að gefa börnum sínum rætur, en erfiðara að ljá þeim vængi þegar maður veit hvað er margt hættulegt úti í heimi,“ segir Margrét. Hún kom á fót sumarbúðum fyrir unglinga á Spáni þar sem þeir sitja jafnframt leiðtoganámskeið, og einnig skiptinámi í Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum. „Það vantaði örugga alþjóðlega reynslu fyrir unglinga. Það hefur dregið svo mikið úr tungumálakennslu í framhaldsskólum að ef foreldrar vilja að börnin þeirra kunni einhver tungumál þá er nauðsynlegt að senda unglingana til útlanda,“ segir Margrét. „Síðan hefur þetta undið upp á sig og nú býð ég upp á fjölda pílagrímaferð, gangandi eða hjólandi, eftir Jakobsvegi (Santiago de Compostela) auk stórkostlegra ferða umhverfis Mont Blanc. Þá verða merkar ferðir til Perú og Írans og svo er full flugvél af grunnskólakennurum að fara á agastjórnunarnámskeið í Madríd í lok þessa mánaðar,“ segir Margrét. Hjá Mundo starfa þrír starfsmenn á Íslandi, en svo er Margrét mjög dugleg að úthýsa verkefnum. „Það er ofboðslega mikið af fólki sem vinnur fyrir mig verkefnamiðað, þannig lágmarka ég mína áhættu á meðan ég er að taka flugið.“ Margrét sér fram á að vinna við þetta um komandi ár og er alltaf með nóg af járnum í eldinum. „Það eru að koma inn mjög skemmtilegir hlutir. Mundo er dæmi um það þegar þér tekst að nota allt sem þú ert búinn að gera í gegnum lífið þér til framdráttar og vinnur einungis með styrkleikana þína – þannig að þér finnst þú aldrei vera í vinnunni – bara að leika þér. Í þessum ferðum mínum þá er ég að kenna, vinna með fólki og hreyfa mig. Það er bara öðruvísi útfærsla á því sem ég hef gert áður en í sérlega merkingarbæru umhverfi fyrir mig,“ segir Margrét. Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
„Ég er þessi klassíska kona sem á miðjum aldri fattar að nota öll verkfærin sem hún var búin að safna að sér í gegnum lífið og notar til að stofna eigið fyrirtæki,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, stofnandi Mundo um starf sitt. „Ég er alin upp í ferðamennsku, mamma stofnaði Leiðsögumannafélagið, ég var alltaf í sveit á Húsafelli og var orðin fararstjóri á Mallorca tvítug,“ segir hún. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princenton-háskóla og MBA-gráðu frá HR. Margrét kenndi spænsku í yfir tuttugu ár sem lektor í Háskóla Íslands og dósent í Háskólanum í Reykjavík. Hún stýrði alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við HR. „Árið 2011 missti ég vinnuna og stóð á tímamótum og stofnaði Mundo. Mundo fór af stað sem ráðgjafarstofa í alþjóðamálum en jafnframt þá bjó ég til það sem mér fannst sjálfri vanta á íslenskum markaði, nefnilega örugga alþjóðlega reynslu fyrir ungmenni. Það er auðvelt að gefa börnum sínum rætur, en erfiðara að ljá þeim vængi þegar maður veit hvað er margt hættulegt úti í heimi,“ segir Margrét. Hún kom á fót sumarbúðum fyrir unglinga á Spáni þar sem þeir sitja jafnframt leiðtoganámskeið, og einnig skiptinámi í Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum. „Það vantaði örugga alþjóðlega reynslu fyrir unglinga. Það hefur dregið svo mikið úr tungumálakennslu í framhaldsskólum að ef foreldrar vilja að börnin þeirra kunni einhver tungumál þá er nauðsynlegt að senda unglingana til útlanda,“ segir Margrét. „Síðan hefur þetta undið upp á sig og nú býð ég upp á fjölda pílagrímaferð, gangandi eða hjólandi, eftir Jakobsvegi (Santiago de Compostela) auk stórkostlegra ferða umhverfis Mont Blanc. Þá verða merkar ferðir til Perú og Írans og svo er full flugvél af grunnskólakennurum að fara á agastjórnunarnámskeið í Madríd í lok þessa mánaðar,“ segir Margrét. Hjá Mundo starfa þrír starfsmenn á Íslandi, en svo er Margrét mjög dugleg að úthýsa verkefnum. „Það er ofboðslega mikið af fólki sem vinnur fyrir mig verkefnamiðað, þannig lágmarka ég mína áhættu á meðan ég er að taka flugið.“ Margrét sér fram á að vinna við þetta um komandi ár og er alltaf með nóg af járnum í eldinum. „Það eru að koma inn mjög skemmtilegir hlutir. Mundo er dæmi um það þegar þér tekst að nota allt sem þú ert búinn að gera í gegnum lífið þér til framdráttar og vinnur einungis með styrkleikana þína – þannig að þér finnst þú aldrei vera í vinnunni – bara að leika þér. Í þessum ferðum mínum þá er ég að kenna, vinna með fólki og hreyfa mig. Það er bara öðruvísi útfærsla á því sem ég hef gert áður en í sérlega merkingarbæru umhverfi fyrir mig,“ segir Margrét.
Fréttir af flugi Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira