Nýtir öll verkfærin sem hún er búin að safna að sér í lífinu Sæunn Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2016 12:00 Margrét er alin upp í ferðamennsku og var farin að vinna sem leiðsögumaður tvítug á Mallorca. Vísir/Anton Brink „Ég er þessi klassíska kona sem á miðjum aldri fattar að nota öll verkfærin sem hún var búin að safna að sér í gegnum lífið og notar til að stofna eigið fyrirtæki,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, stofnandi Mundo um starf sitt. „Ég er alin upp í ferðamennsku, mamma stofnaði Leiðsögumannafélagið, ég var alltaf í sveit á Húsafelli og var orðin fararstjóri á Mallorca tvítug,“ segir hún. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princenton-háskóla og MBA-gráðu frá HR. Margrét kenndi spænsku í yfir tuttugu ár sem lektor í Háskóla Íslands og dósent í Háskólanum í Reykjavík. Hún stýrði alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við HR. „Árið 2011 missti ég vinnuna og stóð á tímamótum og stofnaði Mundo. Mundo fór af stað sem ráðgjafarstofa í alþjóðamálum en jafnframt þá bjó ég til það sem mér fannst sjálfri vanta á íslenskum markaði, nefnilega örugga alþjóðlega reynslu fyrir ungmenni. Það er auðvelt að gefa börnum sínum rætur, en erfiðara að ljá þeim vængi þegar maður veit hvað er margt hættulegt úti í heimi,“ segir Margrét. Hún kom á fót sumarbúðum fyrir unglinga á Spáni þar sem þeir sitja jafnframt leiðtoganámskeið, og einnig skiptinámi í Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum. „Það vantaði örugga alþjóðlega reynslu fyrir unglinga. Það hefur dregið svo mikið úr tungumálakennslu í framhaldsskólum að ef foreldrar vilja að börnin þeirra kunni einhver tungumál þá er nauðsynlegt að senda unglingana til útlanda,“ segir Margrét. „Síðan hefur þetta undið upp á sig og nú býð ég upp á fjölda pílagrímaferð, gangandi eða hjólandi, eftir Jakobsvegi (Santiago de Compostela) auk stórkostlegra ferða umhverfis Mont Blanc. Þá verða merkar ferðir til Perú og Írans og svo er full flugvél af grunnskólakennurum að fara á agastjórnunarnámskeið í Madríd í lok þessa mánaðar,“ segir Margrét. Hjá Mundo starfa þrír starfsmenn á Íslandi, en svo er Margrét mjög dugleg að úthýsa verkefnum. „Það er ofboðslega mikið af fólki sem vinnur fyrir mig verkefnamiðað, þannig lágmarka ég mína áhættu á meðan ég er að taka flugið.“ Margrét sér fram á að vinna við þetta um komandi ár og er alltaf með nóg af járnum í eldinum. „Það eru að koma inn mjög skemmtilegir hlutir. Mundo er dæmi um það þegar þér tekst að nota allt sem þú ert búinn að gera í gegnum lífið þér til framdráttar og vinnur einungis með styrkleikana þína – þannig að þér finnst þú aldrei vera í vinnunni – bara að leika þér. Í þessum ferðum mínum þá er ég að kenna, vinna með fólki og hreyfa mig. Það er bara öðruvísi útfærsla á því sem ég hef gert áður en í sérlega merkingarbæru umhverfi fyrir mig,“ segir Margrét. Fréttir af flugi Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
„Ég er þessi klassíska kona sem á miðjum aldri fattar að nota öll verkfærin sem hún var búin að safna að sér í gegnum lífið og notar til að stofna eigið fyrirtæki,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík, stofnandi Mundo um starf sitt. „Ég er alin upp í ferðamennsku, mamma stofnaði Leiðsögumannafélagið, ég var alltaf í sveit á Húsafelli og var orðin fararstjóri á Mallorca tvítug,“ segir hún. Margrét hefur áratuga reynslu í erlendum samskiptum og er með doktorspróf frá Princenton-háskóla og MBA-gráðu frá HR. Margrét kenndi spænsku í yfir tuttugu ár sem lektor í Háskóla Íslands og dósent í Háskólanum í Reykjavík. Hún stýrði alþjóðasviði HR og var fyrsti forstöðumaður meistaranáms í alþjóðaviðskiptum við HR. „Árið 2011 missti ég vinnuna og stóð á tímamótum og stofnaði Mundo. Mundo fór af stað sem ráðgjafarstofa í alþjóðamálum en jafnframt þá bjó ég til það sem mér fannst sjálfri vanta á íslenskum markaði, nefnilega örugga alþjóðlega reynslu fyrir ungmenni. Það er auðvelt að gefa börnum sínum rætur, en erfiðara að ljá þeim vængi þegar maður veit hvað er margt hættulegt úti í heimi,“ segir Margrét. Hún kom á fót sumarbúðum fyrir unglinga á Spáni þar sem þeir sitja jafnframt leiðtoganámskeið, og einnig skiptinámi í Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum. „Það vantaði örugga alþjóðlega reynslu fyrir unglinga. Það hefur dregið svo mikið úr tungumálakennslu í framhaldsskólum að ef foreldrar vilja að börnin þeirra kunni einhver tungumál þá er nauðsynlegt að senda unglingana til útlanda,“ segir Margrét. „Síðan hefur þetta undið upp á sig og nú býð ég upp á fjölda pílagrímaferð, gangandi eða hjólandi, eftir Jakobsvegi (Santiago de Compostela) auk stórkostlegra ferða umhverfis Mont Blanc. Þá verða merkar ferðir til Perú og Írans og svo er full flugvél af grunnskólakennurum að fara á agastjórnunarnámskeið í Madríd í lok þessa mánaðar,“ segir Margrét. Hjá Mundo starfa þrír starfsmenn á Íslandi, en svo er Margrét mjög dugleg að úthýsa verkefnum. „Það er ofboðslega mikið af fólki sem vinnur fyrir mig verkefnamiðað, þannig lágmarka ég mína áhættu á meðan ég er að taka flugið.“ Margrét sér fram á að vinna við þetta um komandi ár og er alltaf með nóg af járnum í eldinum. „Það eru að koma inn mjög skemmtilegir hlutir. Mundo er dæmi um það þegar þér tekst að nota allt sem þú ert búinn að gera í gegnum lífið þér til framdráttar og vinnur einungis með styrkleikana þína – þannig að þér finnst þú aldrei vera í vinnunni – bara að leika þér. Í þessum ferðum mínum þá er ég að kenna, vinna með fólki og hreyfa mig. Það er bara öðruvísi útfærsla á því sem ég hef gert áður en í sérlega merkingarbæru umhverfi fyrir mig,“ segir Margrét.
Fréttir af flugi Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent