Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. febrúar 2016 19:30 Skiltið við Reynisfjöru. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. Kínverskur ferðamaður á fertugsaldri lést í fjörunni í dag eftir að alda tók hann með sér í sjóinn. Viðbragðsaðilar fengu útkall á ellefta tímanum vegna erlenda ferðamannsins í Reynisfjöru sem var þar á ferð ásamt eiginkonu sinni. „Já, aldan hrifsar einfaldlega manninn með sér eitthvað út á haf. Hann er hér einhverja tvö hundruð metra frá landi þegar björgunarsveitir koma og ná honum upp,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonSveinn segir að það sé stöðug umferð erlendra ferðamanna í Reynisfjöru hvort sem það er dagur eða nótt. „Hér eins og víða annars staðar þurfum við að bregðast einhvern veginn betur við, við þurfum að hafa betri gæslu á hlutunum þannig að við séum ekki að fá þessi slys“.En hvað vill hann að verði gert?„Ég vil allavega að við förum að bæta í gæslu, löggæslu, landvörslu og annað þannig að þeir viðbragðsaðilar sem hafa þessum skyldum að gegna að gæta öryggis fólks, að þeir geti það. Að þeir séu ekki endalaust bara neyðarþjónusta“.Reynisfjara.Vísir/Magnús HlynurEn vill Sveinn láta loka fjörunni fyrir ferðamönnum?„Nei, alls ekki, alls ekki, ég er ekki hlynntur boðum og bönnum heldur vil ég frekar að við höfum meira eftirlit og getum fylgst með því að allt fari rétt og vel fram“, segir Sveinn. Lögreglan á Suðurlandi hefur áhyggjur af ástandinu í Reynisfjöru og ekki síst vegna þess hversu ferðamann fara óvarlega. „Mikið af þessu fólki hefur aldrei séð svartar strendur og það hefur aldrei upplifað þessa sterku hafstrauma sem við erum að fá hér við suðurströndina, þannig að ég held að það átti sig ekki bara á því hversu öflugir straumarnir eru,“ segir yfirlögregluþjóninn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. Kínverskur ferðamaður á fertugsaldri lést í fjörunni í dag eftir að alda tók hann með sér í sjóinn. Viðbragðsaðilar fengu útkall á ellefta tímanum vegna erlenda ferðamannsins í Reynisfjöru sem var þar á ferð ásamt eiginkonu sinni. „Já, aldan hrifsar einfaldlega manninn með sér eitthvað út á haf. Hann er hér einhverja tvö hundruð metra frá landi þegar björgunarsveitir koma og ná honum upp,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonSveinn segir að það sé stöðug umferð erlendra ferðamanna í Reynisfjöru hvort sem það er dagur eða nótt. „Hér eins og víða annars staðar þurfum við að bregðast einhvern veginn betur við, við þurfum að hafa betri gæslu á hlutunum þannig að við séum ekki að fá þessi slys“.En hvað vill hann að verði gert?„Ég vil allavega að við förum að bæta í gæslu, löggæslu, landvörslu og annað þannig að þeir viðbragðsaðilar sem hafa þessum skyldum að gegna að gæta öryggis fólks, að þeir geti það. Að þeir séu ekki endalaust bara neyðarþjónusta“.Reynisfjara.Vísir/Magnús HlynurEn vill Sveinn láta loka fjörunni fyrir ferðamönnum?„Nei, alls ekki, alls ekki, ég er ekki hlynntur boðum og bönnum heldur vil ég frekar að við höfum meira eftirlit og getum fylgst með því að allt fari rétt og vel fram“, segir Sveinn. Lögreglan á Suðurlandi hefur áhyggjur af ástandinu í Reynisfjöru og ekki síst vegna þess hversu ferðamann fara óvarlega. „Mikið af þessu fólki hefur aldrei séð svartar strendur og það hefur aldrei upplifað þessa sterku hafstrauma sem við erum að fá hér við suðurströndina, þannig að ég held að það átti sig ekki bara á því hversu öflugir straumarnir eru,“ segir yfirlögregluþjóninn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11
"Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent