Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. febrúar 2016 19:30 Skiltið við Reynisfjöru. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. Kínverskur ferðamaður á fertugsaldri lést í fjörunni í dag eftir að alda tók hann með sér í sjóinn. Viðbragðsaðilar fengu útkall á ellefta tímanum vegna erlenda ferðamannsins í Reynisfjöru sem var þar á ferð ásamt eiginkonu sinni. „Já, aldan hrifsar einfaldlega manninn með sér eitthvað út á haf. Hann er hér einhverja tvö hundruð metra frá landi þegar björgunarsveitir koma og ná honum upp,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonSveinn segir að það sé stöðug umferð erlendra ferðamanna í Reynisfjöru hvort sem það er dagur eða nótt. „Hér eins og víða annars staðar þurfum við að bregðast einhvern veginn betur við, við þurfum að hafa betri gæslu á hlutunum þannig að við séum ekki að fá þessi slys“.En hvað vill hann að verði gert?„Ég vil allavega að við förum að bæta í gæslu, löggæslu, landvörslu og annað þannig að þeir viðbragðsaðilar sem hafa þessum skyldum að gegna að gæta öryggis fólks, að þeir geti það. Að þeir séu ekki endalaust bara neyðarþjónusta“.Reynisfjara.Vísir/Magnús HlynurEn vill Sveinn láta loka fjörunni fyrir ferðamönnum?„Nei, alls ekki, alls ekki, ég er ekki hlynntur boðum og bönnum heldur vil ég frekar að við höfum meira eftirlit og getum fylgst með því að allt fari rétt og vel fram“, segir Sveinn. Lögreglan á Suðurlandi hefur áhyggjur af ástandinu í Reynisfjöru og ekki síst vegna þess hversu ferðamann fara óvarlega. „Mikið af þessu fólki hefur aldrei séð svartar strendur og það hefur aldrei upplifað þessa sterku hafstrauma sem við erum að fá hér við suðurströndina, þannig að ég held að það átti sig ekki bara á því hversu öflugir straumarnir eru,“ segir yfirlögregluþjóninn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. Kínverskur ferðamaður á fertugsaldri lést í fjörunni í dag eftir að alda tók hann með sér í sjóinn. Viðbragðsaðilar fengu útkall á ellefta tímanum vegna erlenda ferðamannsins í Reynisfjöru sem var þar á ferð ásamt eiginkonu sinni. „Já, aldan hrifsar einfaldlega manninn með sér eitthvað út á haf. Hann er hér einhverja tvö hundruð metra frá landi þegar björgunarsveitir koma og ná honum upp,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonSveinn segir að það sé stöðug umferð erlendra ferðamanna í Reynisfjöru hvort sem það er dagur eða nótt. „Hér eins og víða annars staðar þurfum við að bregðast einhvern veginn betur við, við þurfum að hafa betri gæslu á hlutunum þannig að við séum ekki að fá þessi slys“.En hvað vill hann að verði gert?„Ég vil allavega að við förum að bæta í gæslu, löggæslu, landvörslu og annað þannig að þeir viðbragðsaðilar sem hafa þessum skyldum að gegna að gæta öryggis fólks, að þeir geti það. Að þeir séu ekki endalaust bara neyðarþjónusta“.Reynisfjara.Vísir/Magnús HlynurEn vill Sveinn láta loka fjörunni fyrir ferðamönnum?„Nei, alls ekki, alls ekki, ég er ekki hlynntur boðum og bönnum heldur vil ég frekar að við höfum meira eftirlit og getum fylgst með því að allt fari rétt og vel fram“, segir Sveinn. Lögreglan á Suðurlandi hefur áhyggjur af ástandinu í Reynisfjöru og ekki síst vegna þess hversu ferðamann fara óvarlega. „Mikið af þessu fólki hefur aldrei séð svartar strendur og það hefur aldrei upplifað þessa sterku hafstrauma sem við erum að fá hér við suðurströndina, þannig að ég held að það átti sig ekki bara á því hversu öflugir straumarnir eru,“ segir yfirlögregluþjóninn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 „Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 "Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
„Gæti orðið annað banaslys hér á morgun“ Ferðamenn hafa undanfarið ítrekað komist í stórhættu í Reynisfjöru og varð banaslys þar í morgun. 10. febrúar 2016 12:48
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11
"Spurning hvort skiltin þurfi ekki að vera ákveðið sjokkerandi til að fólk skynji hættuna“ Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir skiltin við Reynisfjöru lítil áhrif hafa. 10. febrúar 2016 17:45