Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. febrúar 2016 07:00 Almannavarnarnefnd Mýrdalshrepps fundar í dag vegna slyssins í Reynisfjöru. Mynd/Haraldur Guðjónsson Mynd/Haraldur Guðjónsson Lögregluvakt verður komið fyrir í Reynisfjöru í dag í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir: „Þá verði gerð áhættugreining á svæðinu í samræmi við tillögur nefndar sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um öryggi ferðamanna. Í kjölfar niðurstöðu hennar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir til að tryggja öryggi ferðamanna sem fara um svæðið. Þá er fyrirhugað að gera sambærilega áhættugreiningu fyrir aðra fjölsótta ferðamannastaði.“ Þá mun almannavarnanefnd Mýrdalshrepps funda um málið í dag. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið.Helga ÁrnadóttirSveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, segir þetta vera grunnbúnað ef nokkrir tugir manns koma í heimsókn á dag en nú skipta ferðamennirnir hundruðum. „Við þurfum að fara að endurhugsa þessa staði. Hvernig viljum við hafa þá og hvernig viljum við búa þá?“ segir hann. „Það er almennt á þessum ferðamannastöðum sem við þurfum að endurhugsa hvernig þessum öryggismálum er háttað.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir heildræna öryggisstefnu fyrir ferðamannastaði á landinu vera eitt af þeim forgangsverkefnum stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni sem sérstaklega eru til umfjöllunar í Vegvísi í ferðaþjónustu. „Þetta er einn af þeim mikilvægu og aðkallandi þáttum sem eru tíundaðir í Vegvísinum sem við gáfum út ásamt stjórnvöldum í október síðastliðnum. Þá var stjórnstöð ferðamanna sett á laggirnar til þess að fara ofan í þau verkefni sem eru mest aðkallandi næstu mánuði og ár,“ segir Helga en um er að ræða samráðsvettvang til fimm ára til að tryggja traustan grunn sem kallað hefur verið eftir í íslenskri ferðaþjónustu um langa hríð. „Þar er einmitt öryggi ferðamanna til sérstakrar umfjöllunar. Þar er áherslan á að markvisst verði metnar leiðir til að draga úr slysum og óhöppum ferðamanna og öryggi þeirra aukið,“ segir hún. „Sérstaka áherslu á að leggja á markvisst forvarnarstarf sem felst meðal annars í því að skilgreina hættur og setja reglur og öryggistakmarkanir sem og stýra aðgengi ferðamanna að stöðum þar sem að öryggi þeirra gæti verið ógnað.“SlysiðKlukkan 10.39 í gær barst Neyðarlínu tilkynning um að maður hefði fallið í sjóinn við Reynisfjöru. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að maðurinn stóð á stuðlabergssteini við myndatöku þegar að alda hreif hann á haf út.Hann fannst um hálfan kílómetra frá landi og var látinn þegar björgunarmenn komu á vettvang. Maðurinn var kínverskur ríkisborgari, fæddur 1976, og var hér á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Lögregluvakt verður komið fyrir í Reynisfjöru í dag í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir: „Þá verði gerð áhættugreining á svæðinu í samræmi við tillögur nefndar sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um öryggi ferðamanna. Í kjölfar niðurstöðu hennar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir til að tryggja öryggi ferðamanna sem fara um svæðið. Þá er fyrirhugað að gera sambærilega áhættugreiningu fyrir aðra fjölsótta ferðamannastaði.“ Þá mun almannavarnanefnd Mýrdalshrepps funda um málið í dag. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið.Helga ÁrnadóttirSveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, segir þetta vera grunnbúnað ef nokkrir tugir manns koma í heimsókn á dag en nú skipta ferðamennirnir hundruðum. „Við þurfum að fara að endurhugsa þessa staði. Hvernig viljum við hafa þá og hvernig viljum við búa þá?“ segir hann. „Það er almennt á þessum ferðamannastöðum sem við þurfum að endurhugsa hvernig þessum öryggismálum er háttað.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir heildræna öryggisstefnu fyrir ferðamannastaði á landinu vera eitt af þeim forgangsverkefnum stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni sem sérstaklega eru til umfjöllunar í Vegvísi í ferðaþjónustu. „Þetta er einn af þeim mikilvægu og aðkallandi þáttum sem eru tíundaðir í Vegvísinum sem við gáfum út ásamt stjórnvöldum í október síðastliðnum. Þá var stjórnstöð ferðamanna sett á laggirnar til þess að fara ofan í þau verkefni sem eru mest aðkallandi næstu mánuði og ár,“ segir Helga en um er að ræða samráðsvettvang til fimm ára til að tryggja traustan grunn sem kallað hefur verið eftir í íslenskri ferðaþjónustu um langa hríð. „Þar er einmitt öryggi ferðamanna til sérstakrar umfjöllunar. Þar er áherslan á að markvisst verði metnar leiðir til að draga úr slysum og óhöppum ferðamanna og öryggi þeirra aukið,“ segir hún. „Sérstaka áherslu á að leggja á markvisst forvarnarstarf sem felst meðal annars í því að skilgreina hættur og setja reglur og öryggistakmarkanir sem og stýra aðgengi ferðamanna að stöðum þar sem að öryggi þeirra gæti verið ógnað.“SlysiðKlukkan 10.39 í gær barst Neyðarlínu tilkynning um að maður hefði fallið í sjóinn við Reynisfjöru. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að maðurinn stóð á stuðlabergssteini við myndatöku þegar að alda hreif hann á haf út.Hann fannst um hálfan kílómetra frá landi og var látinn þegar björgunarmenn komu á vettvang. Maðurinn var kínverskur ríkisborgari, fæddur 1976, og var hér á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22
Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11