Samfylkingunni hollt að menn reyni með sér í formannskjöri Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2016 12:55 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ágætt að formaðurinn skuli gangast við því sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. Það yrði flokknum hins vegar hollt að fram kæmi mótframboð gegn formanninum og að sá sem veljist til forystu hafi skýrt umboð meirihluta flokksmanna á bakvið sig. Óhætt er að segja að bréf Árna Páls Árnasonar til flokksmanna í gær þar sem hann tíundar mistök sem flokkurinn hafi gert á undanförnum árum kom þingmönnum flokksins og mörgum öðrum áóvart og jafnvel í opna skjöldu. Þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við og ekki vildu veita viðtöl töluðu um kalda vatnsgusu og að meðútspili sínu væri formaðurinn að splundra liðinu. Segja má aðÓlína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins hafi kveikt neistann íþeirri umræðu sem staðið hefur yfir að undanförnu og leiddi til þess aðákveðið hefur verið að flýta landsfundi flokksins og um leið formannskjöri.Ágætt aðformaðurinn tjái sigHvaðfinnstþér umþettaútspil formannsins?„Það er auðvitaðágætt að formaðurinn skuli gangast við og reyna núna að gera upp ákveðna hluti sem ekki gengu upp á síðasta kjörtímabili. Mál sem hann lýsir núna sem mistökum,“ segir Ólína. Hún sé að mörgu leyti sammála hans greiningu á stöðunni. En það snúi þá bæði að Árna Páli sem formanni og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn að svara því í formannskjörinu framundan hver hans raunverulega afstaða sé til þeirra mála sem hann nefndi í sínu bréfi. „Ég held að flokkurinn bíði ennþá svars við því hvaða breytingar forysta flokksins vill raunverulega sjá á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu? Þetta eru þá spurningarnar sem eru framundan. Og nú fær flokkurinn tækifæri til að gera það upp við sig í framhaldinu hverjum hann treystir til að leiða þessi mál til lykta og hvaða gunfáni skuli reistur á loft fyrir jafnaðarstefnuna í næstu kosningum,“ segir Ólína.Hreinskilni og hughrekki en....Slæmt gengi flokksins í síðustu kosningum og í könnunum að undanförnu skýrist að stórum hluta af því hvernig fór fyrir þessum mikilvægu málum þar sem stefnan verði að vera skýr. Hún ætli ekki að meta hvort það hafi verið klókt hjá Árna Páli að senda þetta bréf út á þessum tímapunkti. „Hann hefur náttúrlega verið í þröngri stöðu og mér finnst að mörgu leiti hreinskilni og hughrekki af hans hálfu að koma fram og alla vega ávarpa þessi mál sem hafa verið flokknum þung. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það. Við höfum kallað eftir hreinskiptinni og opinni umræðu um þetta. Þá þyðir ekkert að gagnrýna það þegar sá bolti er gripinn,“ segir Ólína. Enginn hefur enn komið fram sem mótframbjóðandi Árna Páls en Ólína segir að það kæmi henni ekki á óvart ef það myndi gerast á allra næstu dögum eða vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Alþingi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ágætt að formaðurinn skuli gangast við því sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. Það yrði flokknum hins vegar hollt að fram kæmi mótframboð gegn formanninum og að sá sem veljist til forystu hafi skýrt umboð meirihluta flokksmanna á bakvið sig. Óhætt er að segja að bréf Árna Páls Árnasonar til flokksmanna í gær þar sem hann tíundar mistök sem flokkurinn hafi gert á undanförnum árum kom þingmönnum flokksins og mörgum öðrum áóvart og jafnvel í opna skjöldu. Þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við og ekki vildu veita viðtöl töluðu um kalda vatnsgusu og að meðútspili sínu væri formaðurinn að splundra liðinu. Segja má aðÓlína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins hafi kveikt neistann íþeirri umræðu sem staðið hefur yfir að undanförnu og leiddi til þess aðákveðið hefur verið að flýta landsfundi flokksins og um leið formannskjöri.Ágætt aðformaðurinn tjái sigHvaðfinnstþér umþettaútspil formannsins?„Það er auðvitaðágætt að formaðurinn skuli gangast við og reyna núna að gera upp ákveðna hluti sem ekki gengu upp á síðasta kjörtímabili. Mál sem hann lýsir núna sem mistökum,“ segir Ólína. Hún sé að mörgu leyti sammála hans greiningu á stöðunni. En það snúi þá bæði að Árna Páli sem formanni og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn að svara því í formannskjörinu framundan hver hans raunverulega afstaða sé til þeirra mála sem hann nefndi í sínu bréfi. „Ég held að flokkurinn bíði ennþá svars við því hvaða breytingar forysta flokksins vill raunverulega sjá á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu? Þetta eru þá spurningarnar sem eru framundan. Og nú fær flokkurinn tækifæri til að gera það upp við sig í framhaldinu hverjum hann treystir til að leiða þessi mál til lykta og hvaða gunfáni skuli reistur á loft fyrir jafnaðarstefnuna í næstu kosningum,“ segir Ólína.Hreinskilni og hughrekki en....Slæmt gengi flokksins í síðustu kosningum og í könnunum að undanförnu skýrist að stórum hluta af því hvernig fór fyrir þessum mikilvægu málum þar sem stefnan verði að vera skýr. Hún ætli ekki að meta hvort það hafi verið klókt hjá Árna Páli að senda þetta bréf út á þessum tímapunkti. „Hann hefur náttúrlega verið í þröngri stöðu og mér finnst að mörgu leiti hreinskilni og hughrekki af hans hálfu að koma fram og alla vega ávarpa þessi mál sem hafa verið flokknum þung. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það. Við höfum kallað eftir hreinskiptinni og opinni umræðu um þetta. Þá þyðir ekkert að gagnrýna það þegar sá bolti er gripinn,“ segir Ólína. Enginn hefur enn komið fram sem mótframbjóðandi Árna Páls en Ólína segir að það kæmi henni ekki á óvart ef það myndi gerast á allra næstu dögum eða vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Alþingi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira