Samfylkingunni hollt að menn reyni með sér í formannskjöri Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2016 12:55 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ágætt að formaðurinn skuli gangast við því sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. Það yrði flokknum hins vegar hollt að fram kæmi mótframboð gegn formanninum og að sá sem veljist til forystu hafi skýrt umboð meirihluta flokksmanna á bakvið sig. Óhætt er að segja að bréf Árna Páls Árnasonar til flokksmanna í gær þar sem hann tíundar mistök sem flokkurinn hafi gert á undanförnum árum kom þingmönnum flokksins og mörgum öðrum áóvart og jafnvel í opna skjöldu. Þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við og ekki vildu veita viðtöl töluðu um kalda vatnsgusu og að meðútspili sínu væri formaðurinn að splundra liðinu. Segja má aðÓlína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins hafi kveikt neistann íþeirri umræðu sem staðið hefur yfir að undanförnu og leiddi til þess aðákveðið hefur verið að flýta landsfundi flokksins og um leið formannskjöri.Ágætt aðformaðurinn tjái sigHvaðfinnstþér umþettaútspil formannsins?„Það er auðvitaðágætt að formaðurinn skuli gangast við og reyna núna að gera upp ákveðna hluti sem ekki gengu upp á síðasta kjörtímabili. Mál sem hann lýsir núna sem mistökum,“ segir Ólína. Hún sé að mörgu leyti sammála hans greiningu á stöðunni. En það snúi þá bæði að Árna Páli sem formanni og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn að svara því í formannskjörinu framundan hver hans raunverulega afstaða sé til þeirra mála sem hann nefndi í sínu bréfi. „Ég held að flokkurinn bíði ennþá svars við því hvaða breytingar forysta flokksins vill raunverulega sjá á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu? Þetta eru þá spurningarnar sem eru framundan. Og nú fær flokkurinn tækifæri til að gera það upp við sig í framhaldinu hverjum hann treystir til að leiða þessi mál til lykta og hvaða gunfáni skuli reistur á loft fyrir jafnaðarstefnuna í næstu kosningum,“ segir Ólína.Hreinskilni og hughrekki en....Slæmt gengi flokksins í síðustu kosningum og í könnunum að undanförnu skýrist að stórum hluta af því hvernig fór fyrir þessum mikilvægu málum þar sem stefnan verði að vera skýr. Hún ætli ekki að meta hvort það hafi verið klókt hjá Árna Páli að senda þetta bréf út á þessum tímapunkti. „Hann hefur náttúrlega verið í þröngri stöðu og mér finnst að mörgu leiti hreinskilni og hughrekki af hans hálfu að koma fram og alla vega ávarpa þessi mál sem hafa verið flokknum þung. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það. Við höfum kallað eftir hreinskiptinni og opinni umræðu um þetta. Þá þyðir ekkert að gagnrýna það þegar sá bolti er gripinn,“ segir Ólína. Enginn hefur enn komið fram sem mótframbjóðandi Árna Páls en Ólína segir að það kæmi henni ekki á óvart ef það myndi gerast á allra næstu dögum eða vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Alþingi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ágætt að formaðurinn skuli gangast við því sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. Það yrði flokknum hins vegar hollt að fram kæmi mótframboð gegn formanninum og að sá sem veljist til forystu hafi skýrt umboð meirihluta flokksmanna á bakvið sig. Óhætt er að segja að bréf Árna Páls Árnasonar til flokksmanna í gær þar sem hann tíundar mistök sem flokkurinn hafi gert á undanförnum árum kom þingmönnum flokksins og mörgum öðrum áóvart og jafnvel í opna skjöldu. Þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við og ekki vildu veita viðtöl töluðu um kalda vatnsgusu og að meðútspili sínu væri formaðurinn að splundra liðinu. Segja má aðÓlína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins hafi kveikt neistann íþeirri umræðu sem staðið hefur yfir að undanförnu og leiddi til þess aðákveðið hefur verið að flýta landsfundi flokksins og um leið formannskjöri.Ágætt aðformaðurinn tjái sigHvaðfinnstþér umþettaútspil formannsins?„Það er auðvitaðágætt að formaðurinn skuli gangast við og reyna núna að gera upp ákveðna hluti sem ekki gengu upp á síðasta kjörtímabili. Mál sem hann lýsir núna sem mistökum,“ segir Ólína. Hún sé að mörgu leyti sammála hans greiningu á stöðunni. En það snúi þá bæði að Árna Páli sem formanni og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn að svara því í formannskjörinu framundan hver hans raunverulega afstaða sé til þeirra mála sem hann nefndi í sínu bréfi. „Ég held að flokkurinn bíði ennþá svars við því hvaða breytingar forysta flokksins vill raunverulega sjá á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu? Þetta eru þá spurningarnar sem eru framundan. Og nú fær flokkurinn tækifæri til að gera það upp við sig í framhaldinu hverjum hann treystir til að leiða þessi mál til lykta og hvaða gunfáni skuli reistur á loft fyrir jafnaðarstefnuna í næstu kosningum,“ segir Ólína.Hreinskilni og hughrekki en....Slæmt gengi flokksins í síðustu kosningum og í könnunum að undanförnu skýrist að stórum hluta af því hvernig fór fyrir þessum mikilvægu málum þar sem stefnan verði að vera skýr. Hún ætli ekki að meta hvort það hafi verið klókt hjá Árna Páli að senda þetta bréf út á þessum tímapunkti. „Hann hefur náttúrlega verið í þröngri stöðu og mér finnst að mörgu leiti hreinskilni og hughrekki af hans hálfu að koma fram og alla vega ávarpa þessi mál sem hafa verið flokknum þung. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það. Við höfum kallað eftir hreinskiptinni og opinni umræðu um þetta. Þá þyðir ekkert að gagnrýna það þegar sá bolti er gripinn,“ segir Ólína. Enginn hefur enn komið fram sem mótframbjóðandi Árna Páls en Ólína segir að það kæmi henni ekki á óvart ef það myndi gerast á allra næstu dögum eða vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Alþingi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira