Krefjast þess að WOW air greiði laganema lágmarkslaun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2016 13:20 Auglýsingin sem málið snýst um. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Bandalags háskólamanna, hefur sent flugfélaginu WOW air bréf vegna atvinnuauglýsingar á dögunum. Um er að ræða auglýsingu þar sem óskað er eftir lögfræðinema í starfsnám. Viðkomandi þarf að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin eru til. Hins vegar fylgir sögunni að starfið er ólaunað en möguleiki sé á sumarstarfi í framhaldinu sé gagnkvæmur áhugi fyrir hendi.Auglýsinguna má sjá hér að ofan. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og vísar til kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga sem Stéttarfélag lögfræðinga á aðild að, þar sem er kveðið á um hvaða lágmarkslaun skuli greidd fyrir tiltekin störf. „Ákvæði í kjarasamningum eru lágmarkskjör. Vinnuveitendum er þannig með öllu óheimilt að ráða til sín starfsmenn á lakari kjörum en kjarasamningar kveða á um.“ Samningar sem kveði á um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um eru ógildir að sögn Ernu. Í þessu sambandi vísar hún til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Í 1. gr. laganna segir orðrétt: „Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.“Ekki í samvinnu við skólann Í bréfi BHM er þess getið að íslenskir háskólar hafi búið til regluverk um starfsnám nemenda í framhaldsnámi. BHM hafi ekki samþykkt regluverkið og geri sérstaklega athugasemdir við reglur lagadeildar Háskólans í Reykjavík (HR) sem ganga út á að starfsnámið sé ólaunað. Ekki er kveðið á um ólaunað starfsnám í reglum atvinnunefndar Orators hjá lagadeild Háskóla Íslands (HÍ). „Það er hins vegar sammerkt með HÍ og HR að þeir skipuleggja starfsnámið í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki en svo virðist sem það sé ekki gert í þessu tilviki.“ BHM telur jákvætt ef fyrirtæki og stofnanir gefa nemendum í framhaldsnámi færi á að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi þar sem starfsnámið er sannarlega til þess fallið að auka þekkingu nemandans í lögfræði og hæfni til að vinna að úrlausn lögfræðilegra verkefna. „Mörkin milli starfsnáms annars vegar og ólaunaðs starfs hins vegar eru mjög óskýr og hefur BHM lagt áherslu á að greitt verði fyrir starfsnám. Í því tilviki sem hér um ræðir benda hæfniskröfurnar sem gerðar eru til umsækjanda í auglýsingu WOW air eindregið til þess að um ólaunað starf er að ræða. Það brýtur gegn lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.“ BHM óskar eftir svörum frá WOW air vegna málsins. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Bandalags háskólamanna, hefur sent flugfélaginu WOW air bréf vegna atvinnuauglýsingar á dögunum. Um er að ræða auglýsingu þar sem óskað er eftir lögfræðinema í starfsnám. Viðkomandi þarf að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin eru til. Hins vegar fylgir sögunni að starfið er ólaunað en möguleiki sé á sumarstarfi í framhaldinu sé gagnkvæmur áhugi fyrir hendi.Auglýsinguna má sjá hér að ofan. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og vísar til kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga sem Stéttarfélag lögfræðinga á aðild að, þar sem er kveðið á um hvaða lágmarkslaun skuli greidd fyrir tiltekin störf. „Ákvæði í kjarasamningum eru lágmarkskjör. Vinnuveitendum er þannig með öllu óheimilt að ráða til sín starfsmenn á lakari kjörum en kjarasamningar kveða á um.“ Samningar sem kveði á um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um eru ógildir að sögn Ernu. Í þessu sambandi vísar hún til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Í 1. gr. laganna segir orðrétt: „Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.“Ekki í samvinnu við skólann Í bréfi BHM er þess getið að íslenskir háskólar hafi búið til regluverk um starfsnám nemenda í framhaldsnámi. BHM hafi ekki samþykkt regluverkið og geri sérstaklega athugasemdir við reglur lagadeildar Háskólans í Reykjavík (HR) sem ganga út á að starfsnámið sé ólaunað. Ekki er kveðið á um ólaunað starfsnám í reglum atvinnunefndar Orators hjá lagadeild Háskóla Íslands (HÍ). „Það er hins vegar sammerkt með HÍ og HR að þeir skipuleggja starfsnámið í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki en svo virðist sem það sé ekki gert í þessu tilviki.“ BHM telur jákvætt ef fyrirtæki og stofnanir gefa nemendum í framhaldsnámi færi á að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi þar sem starfsnámið er sannarlega til þess fallið að auka þekkingu nemandans í lögfræði og hæfni til að vinna að úrlausn lögfræðilegra verkefna. „Mörkin milli starfsnáms annars vegar og ólaunaðs starfs hins vegar eru mjög óskýr og hefur BHM lagt áherslu á að greitt verði fyrir starfsnám. Í því tilviki sem hér um ræðir benda hæfniskröfurnar sem gerðar eru til umsækjanda í auglýsingu WOW air eindregið til þess að um ólaunað starf er að ræða. Það brýtur gegn lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.“ BHM óskar eftir svörum frá WOW air vegna málsins.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira