Ingi Þór: Allir einbeittir og hungraðir í að sækja þennan titil Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöllinni skrifar 13. febrúar 2016 16:26 Stelpurnar hans Inga fögnuðu vel og innilega eftir leik. vísir/hanna Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. "Snæfellshjartað skilaði þessum sigri. Gunnhildur (Gunnarsdóttir) var stórkostleg, Haiden (Palmer) var líka stórkostleg sem og liðið í heild sinni," sagði Ingi alsæll eftir leikinn. "Ég er rosalega ánægður með vinnusemina. Við vorum í miklum vandræðum með stoppa Kanann þeirra (Whitney Frazier) og hún fékk rosalega góðar stöður undir körfur. En sem betur fer náðum við svo að loka á það," sagði Ingi sem hrósaði Grindvíkingum fyrir þeirra frammistöðu í dag. "Ég vil hrósa Grindvíkingum, þær spiluðu virkilega vel og lögðu leikinn vel upp. En við vorum líka búnar að undirbúa okkur vel og ég vil þakka öllum sem standa að liðinu. Það voru allir rosalega einbeittir og hungraðir að sækja þennan titil." Snæfell leiddi nær allan leikinn en Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að minnka muninn í eitt stig, 48-47. En lengra komust þær gulu ekki. Ingi sagði að það hafi skipt sköpum að ná að standast áhlaup Grindvíkinga. "Ég var ánægður með það. Þegar þær minnkuðu muninn í eitt stig steig Haiden upp og setti svakalega körfu. Hún steig upp í seinni hálfleik eins og Gunnhildur gerði í þeim fyrri. Þetta eru leiðtogar," sagði Ingi. Þjálfarinn snjalli hefur nú unnið fimm stóra titla með karla- og kvennalið Snæfells síðan hann kom í Hólminn 2009. Er ekki kominn tími til að reisa gullstyttu af honum fyrir framan íþróttahúsið? "Nei, nei. Það er ekki til nógu mikið gull, ég er svo breiður," sagði Ingi hlæjandi að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að Snæfellshjartað hefði skilað sigrinum á Grindavík í bikarúrslitunum í dag. "Snæfellshjartað skilaði þessum sigri. Gunnhildur (Gunnarsdóttir) var stórkostleg, Haiden (Palmer) var líka stórkostleg sem og liðið í heild sinni," sagði Ingi alsæll eftir leikinn. "Ég er rosalega ánægður með vinnusemina. Við vorum í miklum vandræðum með stoppa Kanann þeirra (Whitney Frazier) og hún fékk rosalega góðar stöður undir körfur. En sem betur fer náðum við svo að loka á það," sagði Ingi sem hrósaði Grindvíkingum fyrir þeirra frammistöðu í dag. "Ég vil hrósa Grindvíkingum, þær spiluðu virkilega vel og lögðu leikinn vel upp. En við vorum líka búnar að undirbúa okkur vel og ég vil þakka öllum sem standa að liðinu. Það voru allir rosalega einbeittir og hungraðir að sækja þennan titil." Snæfell leiddi nær allan leikinn en Grindavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og náði að minnka muninn í eitt stig, 48-47. En lengra komust þær gulu ekki. Ingi sagði að það hafi skipt sköpum að ná að standast áhlaup Grindvíkinga. "Ég var ánægður með það. Þegar þær minnkuðu muninn í eitt stig steig Haiden upp og setti svakalega körfu. Hún steig upp í seinni hálfleik eins og Gunnhildur gerði í þeim fyrri. Þetta eru leiðtogar," sagði Ingi. Þjálfarinn snjalli hefur nú unnið fimm stóra titla með karla- og kvennalið Snæfells síðan hann kom í Hólminn 2009. Er ekki kominn tími til að reisa gullstyttu af honum fyrir framan íþróttahúsið? "Nei, nei. Það er ekki til nógu mikið gull, ég er svo breiður," sagði Ingi hlæjandi að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira