Svekktur yfir 57 prósenta ávöxtun Ingvar Haraldsson skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Haukur Oddsson, segir eftir á að hyggja starfsmenn og stjórendur Borgunar hafa gert mistök með því að selja hlut í Borgun síðasta sumar. Vísir/ERNIR „Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert, að selja þarna, það var hörmung að gera það, eftir á að hyggja,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, um sölu starfsmanna og stjórnenda Borgunar á 3,85 prósenta hlut í Borgun til Eignarhaldsfélagsins Borgunar í júlí á síðasta ári. Söluverðið miðaðist við að heildarvirði Borgunar væri 11 milljarðar króna. Söluverð Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun, í nóvember 2014 átta mánuðum áður, miðaði við að Borgun væri metin á 7 milljarða króna. Landsbankinn seldi þá 25 prósenta hlut til Eignarhaldsfélagsins Borgunar á 1.751 milljón króna og 6,2 prósenta hlut til BPS á 433 milljónir króna. Því jókst virði Borgunar um 57 prósent á átta mánuðum. Haukur segir hækkunina helst skýrast af aukinni eftirspurn eftir hlutabréfum á Íslandi á tímabilinu. Hlutabréfaverð á Íslandi hafi hækkað mikið á síðari hluta ársins 2014 og á árinu 2015.Von á fimm milljörðum í peningum Haukur Oddsson segir engu síður að kaupverðið staðfesti að forsvarsmenn Borgunar hafi ekki vitað að Visa Inc. hygðist nýta sér valrétt til að eignast Visa Europe. „Við höfðum ekki hugmynd um þetta þá, ekki frekar en aðrir,“ segir Haukur. Rúmum tveimur mánuðum eftir að salan á hlut starfsmanna og stjórnenda gekk í gegn, tilkynnti Visa Inc. að það hygðist nýta sér valrétt til að kaupa Visa Europe á um 3.000 milljarða íslenskra króna. Borgun á von á tæplega 5 milljarða peningagreiðslu vegna þessa. Haukur segir ljóst að hann og aðrir stjórnendur og starfsmenn Borgunar muni tapa á sölunni síðasta sumar. Engin ákvæði hafi verið um viðbótargreiðslu ef af kaupunum á Visa Europe yrði. „Verðmatið eftir dílinn er miklu, miklu, hærra en þetta. Þannig að það er alveg augljóst að við vorum alveg grunlaus um að þetta væri að koma.“ Morgunblaðið greindi fyrr í febrúar frá því að miðað við nýtt verðmat KPMG væri Borgun metin á 19 til 26 milljarða króna.Borgun metin á 7,3 milljarða Haukur er einnig hluthafi í Eignarhaldsfélaginu Borgun. Hann segir söluna hafa verið fjármagnaða með hlutafjáraukningu sem hann hafi ekki tekið þátt í og því hafi eignarhlutur hans lækkað. Haukur segir verðið sem stjórnendur og starfsmenn Borgunar seldu á hafa verið í samræmi við verð í viðskiptum með aðra hluti í Borgun á þessum tíma. Landsbankinn seldi hins vegar 0,41 prósents hlut í Borgun þann 29. maí 2015, eftir opið útboð, til Fasteignafélagsins Auðbrekku 17 ehf. á 30 milljónir króna. Landsbankinn eignaðist hlutinn við yfirtöku á Sparisjóði Vestmannaeyja í mars. Miðað við það kaupverð var Borgun í heild metin á 7,3 milljarða króna, helmingi lægra verði en stjórnendurnir seldu á tveimur mánuðum síðar. Borgunarmálið Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
„Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert, að selja þarna, það var hörmung að gera það, eftir á að hyggja,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, um sölu starfsmanna og stjórnenda Borgunar á 3,85 prósenta hlut í Borgun til Eignarhaldsfélagsins Borgunar í júlí á síðasta ári. Söluverðið miðaðist við að heildarvirði Borgunar væri 11 milljarðar króna. Söluverð Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun, í nóvember 2014 átta mánuðum áður, miðaði við að Borgun væri metin á 7 milljarða króna. Landsbankinn seldi þá 25 prósenta hlut til Eignarhaldsfélagsins Borgunar á 1.751 milljón króna og 6,2 prósenta hlut til BPS á 433 milljónir króna. Því jókst virði Borgunar um 57 prósent á átta mánuðum. Haukur segir hækkunina helst skýrast af aukinni eftirspurn eftir hlutabréfum á Íslandi á tímabilinu. Hlutabréfaverð á Íslandi hafi hækkað mikið á síðari hluta ársins 2014 og á árinu 2015.Von á fimm milljörðum í peningum Haukur Oddsson segir engu síður að kaupverðið staðfesti að forsvarsmenn Borgunar hafi ekki vitað að Visa Inc. hygðist nýta sér valrétt til að eignast Visa Europe. „Við höfðum ekki hugmynd um þetta þá, ekki frekar en aðrir,“ segir Haukur. Rúmum tveimur mánuðum eftir að salan á hlut starfsmanna og stjórnenda gekk í gegn, tilkynnti Visa Inc. að það hygðist nýta sér valrétt til að kaupa Visa Europe á um 3.000 milljarða íslenskra króna. Borgun á von á tæplega 5 milljarða peningagreiðslu vegna þessa. Haukur segir ljóst að hann og aðrir stjórnendur og starfsmenn Borgunar muni tapa á sölunni síðasta sumar. Engin ákvæði hafi verið um viðbótargreiðslu ef af kaupunum á Visa Europe yrði. „Verðmatið eftir dílinn er miklu, miklu, hærra en þetta. Þannig að það er alveg augljóst að við vorum alveg grunlaus um að þetta væri að koma.“ Morgunblaðið greindi fyrr í febrúar frá því að miðað við nýtt verðmat KPMG væri Borgun metin á 19 til 26 milljarða króna.Borgun metin á 7,3 milljarða Haukur er einnig hluthafi í Eignarhaldsfélaginu Borgun. Hann segir söluna hafa verið fjármagnaða með hlutafjáraukningu sem hann hafi ekki tekið þátt í og því hafi eignarhlutur hans lækkað. Haukur segir verðið sem stjórnendur og starfsmenn Borgunar seldu á hafa verið í samræmi við verð í viðskiptum með aðra hluti í Borgun á þessum tíma. Landsbankinn seldi hins vegar 0,41 prósents hlut í Borgun þann 29. maí 2015, eftir opið útboð, til Fasteignafélagsins Auðbrekku 17 ehf. á 30 milljónir króna. Landsbankinn eignaðist hlutinn við yfirtöku á Sparisjóði Vestmannaeyja í mars. Miðað við það kaupverð var Borgun í heild metin á 7,3 milljarða króna, helmingi lægra verði en stjórnendurnir seldu á tveimur mánuðum síðar.
Borgunarmálið Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira