„Vonandi verður Schumacher með okkur á ný“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 09:45 Michael Schumacher hefur verið í hugum margra undanfarin ár. Vísir/Getty Rúm tvö ár eru liðin síðan að Michael Schumacher hlaut alvarlegan heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum. Síðan þá hefur lítið verið staðfest um heilsufar ökuþórsins fyrrverandi. Á dögunum var opnuð ný sýning um Schumacher í Marburg í Þýskalandi og þar tjáði umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, um stöðu kappans en ræddi hana þó aðeins almenns eðlis. Sjá einnig: Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu „Hann er sigursælasti ökuþór allra tíma og stundum, á dögum sem þessum, er gott að láta minna sig á það. Michael er auðvitað ekki með okkur hér í dag og auðvitað söknum við hans. Við vitum hvað gerðist og getum ekki breytt því,“ sagði Kehm. „Við þurfum að sætta okkur við þetta og vona að með áframhaldandi stuðningi og þolinmæði muni hann einn daginn vera með okkur á ný. Kappakstur var líf og yndi hans og enginn myndi fremur vilja vera með okkur hér í dag en hann.“ Sabine Kehm.Vísir/Getty Sjá einnig: Schumacher heldur áfram að berjast Schumacher var haldið sofandi í hálft ár eftir slysið og hefur síðan fengið aðhlynningu á heimili sínu við Genfarvatn. Síðan þá hefur ýmislegt verið fullyrt um líðan Schumachers í fréttum en Kehm hefur ítrekað sagt að þær upplýsingar sem fram hafa komið séu rangar. Tímaritið Bunte fullyrti til að mynda fyrir jól að Schumacher væri byrjaður að ganga á nýjan leik en þá sagði Kehm að með þessu væri tímaritið að vekja upp falskar vonir. Sjá einnig: Schumacher getur ekki gengið Áður hefur verið fullyrt að Schumacher sé bundinn hjólastól, eigi í vandræðum með minnið sitt og geti ekki talað. Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari-keppnisliðsins, sagði á dögunum að hann hefði fréttir af Schumacher og þær væru ekki góðar. En hann neitaði svo að útskýra þau ummæli frekar. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Rúm tvö ár eru liðin síðan að Michael Schumacher hlaut alvarlegan heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum. Síðan þá hefur lítið verið staðfest um heilsufar ökuþórsins fyrrverandi. Á dögunum var opnuð ný sýning um Schumacher í Marburg í Þýskalandi og þar tjáði umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, um stöðu kappans en ræddi hana þó aðeins almenns eðlis. Sjá einnig: Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu „Hann er sigursælasti ökuþór allra tíma og stundum, á dögum sem þessum, er gott að láta minna sig á það. Michael er auðvitað ekki með okkur hér í dag og auðvitað söknum við hans. Við vitum hvað gerðist og getum ekki breytt því,“ sagði Kehm. „Við þurfum að sætta okkur við þetta og vona að með áframhaldandi stuðningi og þolinmæði muni hann einn daginn vera með okkur á ný. Kappakstur var líf og yndi hans og enginn myndi fremur vilja vera með okkur hér í dag en hann.“ Sabine Kehm.Vísir/Getty Sjá einnig: Schumacher heldur áfram að berjast Schumacher var haldið sofandi í hálft ár eftir slysið og hefur síðan fengið aðhlynningu á heimili sínu við Genfarvatn. Síðan þá hefur ýmislegt verið fullyrt um líðan Schumachers í fréttum en Kehm hefur ítrekað sagt að þær upplýsingar sem fram hafa komið séu rangar. Tímaritið Bunte fullyrti til að mynda fyrir jól að Schumacher væri byrjaður að ganga á nýjan leik en þá sagði Kehm að með þessu væri tímaritið að vekja upp falskar vonir. Sjá einnig: Schumacher getur ekki gengið Áður hefur verið fullyrt að Schumacher sé bundinn hjólastól, eigi í vandræðum með minnið sitt og geti ekki talað. Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari-keppnisliðsins, sagði á dögunum að hann hefði fréttir af Schumacher og þær væru ekki góðar. En hann neitaði svo að útskýra þau ummæli frekar.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45
Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30
Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17
Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum