„Vonandi verður Schumacher með okkur á ný“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 09:45 Michael Schumacher hefur verið í hugum margra undanfarin ár. Vísir/Getty Rúm tvö ár eru liðin síðan að Michael Schumacher hlaut alvarlegan heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum. Síðan þá hefur lítið verið staðfest um heilsufar ökuþórsins fyrrverandi. Á dögunum var opnuð ný sýning um Schumacher í Marburg í Þýskalandi og þar tjáði umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, um stöðu kappans en ræddi hana þó aðeins almenns eðlis. Sjá einnig: Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu „Hann er sigursælasti ökuþór allra tíma og stundum, á dögum sem þessum, er gott að láta minna sig á það. Michael er auðvitað ekki með okkur hér í dag og auðvitað söknum við hans. Við vitum hvað gerðist og getum ekki breytt því,“ sagði Kehm. „Við þurfum að sætta okkur við þetta og vona að með áframhaldandi stuðningi og þolinmæði muni hann einn daginn vera með okkur á ný. Kappakstur var líf og yndi hans og enginn myndi fremur vilja vera með okkur hér í dag en hann.“ Sabine Kehm.Vísir/Getty Sjá einnig: Schumacher heldur áfram að berjast Schumacher var haldið sofandi í hálft ár eftir slysið og hefur síðan fengið aðhlynningu á heimili sínu við Genfarvatn. Síðan þá hefur ýmislegt verið fullyrt um líðan Schumachers í fréttum en Kehm hefur ítrekað sagt að þær upplýsingar sem fram hafa komið séu rangar. Tímaritið Bunte fullyrti til að mynda fyrir jól að Schumacher væri byrjaður að ganga á nýjan leik en þá sagði Kehm að með þessu væri tímaritið að vekja upp falskar vonir. Sjá einnig: Schumacher getur ekki gengið Áður hefur verið fullyrt að Schumacher sé bundinn hjólastól, eigi í vandræðum með minnið sitt og geti ekki talað. Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari-keppnisliðsins, sagði á dögunum að hann hefði fréttir af Schumacher og þær væru ekki góðar. En hann neitaði svo að útskýra þau ummæli frekar. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Sjá meira
Rúm tvö ár eru liðin síðan að Michael Schumacher hlaut alvarlegan heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum. Síðan þá hefur lítið verið staðfest um heilsufar ökuþórsins fyrrverandi. Á dögunum var opnuð ný sýning um Schumacher í Marburg í Þýskalandi og þar tjáði umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, um stöðu kappans en ræddi hana þó aðeins almenns eðlis. Sjá einnig: Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu „Hann er sigursælasti ökuþór allra tíma og stundum, á dögum sem þessum, er gott að láta minna sig á það. Michael er auðvitað ekki með okkur hér í dag og auðvitað söknum við hans. Við vitum hvað gerðist og getum ekki breytt því,“ sagði Kehm. „Við þurfum að sætta okkur við þetta og vona að með áframhaldandi stuðningi og þolinmæði muni hann einn daginn vera með okkur á ný. Kappakstur var líf og yndi hans og enginn myndi fremur vilja vera með okkur hér í dag en hann.“ Sabine Kehm.Vísir/Getty Sjá einnig: Schumacher heldur áfram að berjast Schumacher var haldið sofandi í hálft ár eftir slysið og hefur síðan fengið aðhlynningu á heimili sínu við Genfarvatn. Síðan þá hefur ýmislegt verið fullyrt um líðan Schumachers í fréttum en Kehm hefur ítrekað sagt að þær upplýsingar sem fram hafa komið séu rangar. Tímaritið Bunte fullyrti til að mynda fyrir jól að Schumacher væri byrjaður að ganga á nýjan leik en þá sagði Kehm að með þessu væri tímaritið að vekja upp falskar vonir. Sjá einnig: Schumacher getur ekki gengið Áður hefur verið fullyrt að Schumacher sé bundinn hjólastól, eigi í vandræðum með minnið sitt og geti ekki talað. Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari-keppnisliðsins, sagði á dögunum að hann hefði fréttir af Schumacher og þær væru ekki góðar. En hann neitaði svo að útskýra þau ummæli frekar.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Sjá meira
Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45
Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30
Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17
Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00