Ungar KR-stúlkur njóta góðs af styrkjum framtíðarsjóðs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 16:14 Sigrún Skarphéðinsdóttir, þjálfari yngri flokka í körfubolta, Guðjón Guðmundsson, formaður stjórnar Framtíðarsjóðs KR, Gylfi Aðalsteinsson formaður KR, Þóra Passauer, stjórn knattspyrnudeildar, Guðrún Kristmundsdóttir formaður körfuknattleiksdeildar, og úr yngri flokkum KR í knattspyrnu og körfubolta stúlkna: Jasmín, Ragna, Íris, Írena, Helena, Þorbjörg, Aríanna, Guðrún, Helga, Ásdís, Auður og Sigrún. Mynd/Aðsend Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, hélt upp á 117 ára afmæli sitt í gær og af því tilefni var tveimur styrkjum úr Framtíðarsjóði KR deilt út. Ungar knattspyrnu- og körfuboltastúlkur í KR njóta góðs af því en styrkirnir námu samtals hálfri milljón króna. Fréttatilkynningu Framtíðarsjóðs KR má lesa hér fyrir neðan: „Framtíðarsjóður KR úthlutar styrkjum á 117 ára afmæli KR KR fagnaði 117 ára afmæli sínu í gær, 16. febrúar. Framtíðarsjóður KR, sem ætlað er að styðja við framgang félagsins til lengri tíma litið, úthlutaði af því tilefni tveimur styrkjum. Styrkirnir nema samtals um hálfri milljón króna. Annar styrkurinn mun renna til tækjakaupa sem nýtast við þjálfun stúlkna í körfubolta, en hinn verður nýttur í kynningarátak sem miðar að því að fjölga stúlkum meðal iðkenda í knattspyrnu. Gylfi Aðalsteinsson formaður KR og Guðjón Guðmundsson, formaður stjórnar Framtíðarsjóðs KR, afhentu forsvarsmönnum yngri flokka KR í körfubolta og knattspyrnu styrkina í kaffisamsæti í KR-heimilinu í gær. Viðstaddar voru einnig hressar körfubolta- og knattspyrnustúlkur úr yngri flokkum KR. Um Framtíðarsjóð KR: Framtíðarsjóður KR, sem settur var á stofn fyrir nokkrum árum, er sjálfseignarstofnun. Framlög í Framtíðarsjóð KR mynda höfuðstól sem skerðist ekki og vex með nýjum framlögum. Aðeins má nota ávöxtun sjóðsins, umfram verðbólgu, til úthlutunar til verkefna sem teljast stuðla að framtíðarheill félagsins, s.s. uppbyggingar og þróunar á starfsemi og aðstöðu. Markmið Framtíðarsjóðs KR er að verða með tíð og tíma hornsteinn félagsins alls, varanlegur grunnur fyrir framþróun félagsins um ókomin ár. Framlög í Framtíðarsjóð KR geta verið í ýmsu formi styrkja og gjafa, s.s. afmælisgjafa, arfs, minningarkorta, í tengslum við skipulögð söfnunarátök, eingreiðslur eða mánaðarlegar stuðningsgreiðslur. Framlög í framtíðarsjóðinn eru eyrnamerkt þeim aðila, einstaklingi eða félagi, sem stendur að framlaginu. Velunnarar félagsins, sem leggja vilja framtíð KR lið, geta nálgast nánari upplýsingar um Framtíðarsjóð KR á vef félagsins, KR.is.“ Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, hélt upp á 117 ára afmæli sitt í gær og af því tilefni var tveimur styrkjum úr Framtíðarsjóði KR deilt út. Ungar knattspyrnu- og körfuboltastúlkur í KR njóta góðs af því en styrkirnir námu samtals hálfri milljón króna. Fréttatilkynningu Framtíðarsjóðs KR má lesa hér fyrir neðan: „Framtíðarsjóður KR úthlutar styrkjum á 117 ára afmæli KR KR fagnaði 117 ára afmæli sínu í gær, 16. febrúar. Framtíðarsjóður KR, sem ætlað er að styðja við framgang félagsins til lengri tíma litið, úthlutaði af því tilefni tveimur styrkjum. Styrkirnir nema samtals um hálfri milljón króna. Annar styrkurinn mun renna til tækjakaupa sem nýtast við þjálfun stúlkna í körfubolta, en hinn verður nýttur í kynningarátak sem miðar að því að fjölga stúlkum meðal iðkenda í knattspyrnu. Gylfi Aðalsteinsson formaður KR og Guðjón Guðmundsson, formaður stjórnar Framtíðarsjóðs KR, afhentu forsvarsmönnum yngri flokka KR í körfubolta og knattspyrnu styrkina í kaffisamsæti í KR-heimilinu í gær. Viðstaddar voru einnig hressar körfubolta- og knattspyrnustúlkur úr yngri flokkum KR. Um Framtíðarsjóð KR: Framtíðarsjóður KR, sem settur var á stofn fyrir nokkrum árum, er sjálfseignarstofnun. Framlög í Framtíðarsjóð KR mynda höfuðstól sem skerðist ekki og vex með nýjum framlögum. Aðeins má nota ávöxtun sjóðsins, umfram verðbólgu, til úthlutunar til verkefna sem teljast stuðla að framtíðarheill félagsins, s.s. uppbyggingar og þróunar á starfsemi og aðstöðu. Markmið Framtíðarsjóðs KR er að verða með tíð og tíma hornsteinn félagsins alls, varanlegur grunnur fyrir framþróun félagsins um ókomin ár. Framlög í Framtíðarsjóð KR geta verið í ýmsu formi styrkja og gjafa, s.s. afmælisgjafa, arfs, minningarkorta, í tengslum við skipulögð söfnunarátök, eingreiðslur eða mánaðarlegar stuðningsgreiðslur. Framlög í framtíðarsjóðinn eru eyrnamerkt þeim aðila, einstaklingi eða félagi, sem stendur að framlaginu. Velunnarar félagsins, sem leggja vilja framtíð KR lið, geta nálgast nánari upplýsingar um Framtíðarsjóð KR á vef félagsins, KR.is.“
Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira