Ungar KR-stúlkur njóta góðs af styrkjum framtíðarsjóðs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 16:14 Sigrún Skarphéðinsdóttir, þjálfari yngri flokka í körfubolta, Guðjón Guðmundsson, formaður stjórnar Framtíðarsjóðs KR, Gylfi Aðalsteinsson formaður KR, Þóra Passauer, stjórn knattspyrnudeildar, Guðrún Kristmundsdóttir formaður körfuknattleiksdeildar, og úr yngri flokkum KR í knattspyrnu og körfubolta stúlkna: Jasmín, Ragna, Íris, Írena, Helena, Þorbjörg, Aríanna, Guðrún, Helga, Ásdís, Auður og Sigrún. Mynd/Aðsend Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, hélt upp á 117 ára afmæli sitt í gær og af því tilefni var tveimur styrkjum úr Framtíðarsjóði KR deilt út. Ungar knattspyrnu- og körfuboltastúlkur í KR njóta góðs af því en styrkirnir námu samtals hálfri milljón króna. Fréttatilkynningu Framtíðarsjóðs KR má lesa hér fyrir neðan: „Framtíðarsjóður KR úthlutar styrkjum á 117 ára afmæli KR KR fagnaði 117 ára afmæli sínu í gær, 16. febrúar. Framtíðarsjóður KR, sem ætlað er að styðja við framgang félagsins til lengri tíma litið, úthlutaði af því tilefni tveimur styrkjum. Styrkirnir nema samtals um hálfri milljón króna. Annar styrkurinn mun renna til tækjakaupa sem nýtast við þjálfun stúlkna í körfubolta, en hinn verður nýttur í kynningarátak sem miðar að því að fjölga stúlkum meðal iðkenda í knattspyrnu. Gylfi Aðalsteinsson formaður KR og Guðjón Guðmundsson, formaður stjórnar Framtíðarsjóðs KR, afhentu forsvarsmönnum yngri flokka KR í körfubolta og knattspyrnu styrkina í kaffisamsæti í KR-heimilinu í gær. Viðstaddar voru einnig hressar körfubolta- og knattspyrnustúlkur úr yngri flokkum KR. Um Framtíðarsjóð KR: Framtíðarsjóður KR, sem settur var á stofn fyrir nokkrum árum, er sjálfseignarstofnun. Framlög í Framtíðarsjóð KR mynda höfuðstól sem skerðist ekki og vex með nýjum framlögum. Aðeins má nota ávöxtun sjóðsins, umfram verðbólgu, til úthlutunar til verkefna sem teljast stuðla að framtíðarheill félagsins, s.s. uppbyggingar og þróunar á starfsemi og aðstöðu. Markmið Framtíðarsjóðs KR er að verða með tíð og tíma hornsteinn félagsins alls, varanlegur grunnur fyrir framþróun félagsins um ókomin ár. Framlög í Framtíðarsjóð KR geta verið í ýmsu formi styrkja og gjafa, s.s. afmælisgjafa, arfs, minningarkorta, í tengslum við skipulögð söfnunarátök, eingreiðslur eða mánaðarlegar stuðningsgreiðslur. Framlög í framtíðarsjóðinn eru eyrnamerkt þeim aðila, einstaklingi eða félagi, sem stendur að framlaginu. Velunnarar félagsins, sem leggja vilja framtíð KR lið, geta nálgast nánari upplýsingar um Framtíðarsjóð KR á vef félagsins, KR.is.“ Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
Knattspyrnufélag Reykjavíkur, KR, hélt upp á 117 ára afmæli sitt í gær og af því tilefni var tveimur styrkjum úr Framtíðarsjóði KR deilt út. Ungar knattspyrnu- og körfuboltastúlkur í KR njóta góðs af því en styrkirnir námu samtals hálfri milljón króna. Fréttatilkynningu Framtíðarsjóðs KR má lesa hér fyrir neðan: „Framtíðarsjóður KR úthlutar styrkjum á 117 ára afmæli KR KR fagnaði 117 ára afmæli sínu í gær, 16. febrúar. Framtíðarsjóður KR, sem ætlað er að styðja við framgang félagsins til lengri tíma litið, úthlutaði af því tilefni tveimur styrkjum. Styrkirnir nema samtals um hálfri milljón króna. Annar styrkurinn mun renna til tækjakaupa sem nýtast við þjálfun stúlkna í körfubolta, en hinn verður nýttur í kynningarátak sem miðar að því að fjölga stúlkum meðal iðkenda í knattspyrnu. Gylfi Aðalsteinsson formaður KR og Guðjón Guðmundsson, formaður stjórnar Framtíðarsjóðs KR, afhentu forsvarsmönnum yngri flokka KR í körfubolta og knattspyrnu styrkina í kaffisamsæti í KR-heimilinu í gær. Viðstaddar voru einnig hressar körfubolta- og knattspyrnustúlkur úr yngri flokkum KR. Um Framtíðarsjóð KR: Framtíðarsjóður KR, sem settur var á stofn fyrir nokkrum árum, er sjálfseignarstofnun. Framlög í Framtíðarsjóð KR mynda höfuðstól sem skerðist ekki og vex með nýjum framlögum. Aðeins má nota ávöxtun sjóðsins, umfram verðbólgu, til úthlutunar til verkefna sem teljast stuðla að framtíðarheill félagsins, s.s. uppbyggingar og þróunar á starfsemi og aðstöðu. Markmið Framtíðarsjóðs KR er að verða með tíð og tíma hornsteinn félagsins alls, varanlegur grunnur fyrir framþróun félagsins um ókomin ár. Framlög í Framtíðarsjóð KR geta verið í ýmsu formi styrkja og gjafa, s.s. afmælisgjafa, arfs, minningarkorta, í tengslum við skipulögð söfnunarátök, eingreiðslur eða mánaðarlegar stuðningsgreiðslur. Framlög í framtíðarsjóðinn eru eyrnamerkt þeim aðila, einstaklingi eða félagi, sem stendur að framlaginu. Velunnarar félagsins, sem leggja vilja framtíð KR lið, geta nálgast nánari upplýsingar um Framtíðarsjóð KR á vef félagsins, KR.is.“
Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira