„Þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 11:51 Samstöðufundur hefur verið boðaður vegna brottvísunar þriggja flóttamanna. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan innanríkisráðuneytið eftir hádegi þar sem þess verður krafist að þrír flóttamenn, sem fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær, fái tafarlaust dvalarleyfi hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir mikilvægt að mótmæla þeirri meðferð sem hælisleitendur fá hér á landi. Þrír menn frá Nígeríu og Gana, þeir Martin, Christian og Idafe, fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær. Þeim hafði verið gert, með fjörutíu og átta stunda fyrirvara, að fara frá landi, þrátt fyrir að hafa allir búið hér í þrjú til fjögur ár.Mótmæla meðferð yfirvalda Í kjölfarið var boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið klukkan 13 í dag. Samtökin No Borders Iceland og Samtökin 78 standa fyrir fundinum. Tilgangurinn er að setja þrýsting á innanríkisráðherra að veita mönnunum tafarlaust dvalarleyfi, að sögn Auðar Magndísar Auðardóttur, framkvæmdastjóra Samtakanna 78. „Þetta er fundur sem er boðaður til að mótmæla þeirri meðferð sem þessir hælisleitendur hafa fengið af hálfu yfirvalda. Við hjá Samtökum 78 tökum þátt í þeim því málefni flóttafólks eru sjálfkrafa málefni hinsegin fólks því hinsegin fólk um allan heim eru á flótta vegna ofsókna, vegna kynhneigðar eða kynvitundar sinnar þannig að við lítum á það sem grundvallarrétt hinsegin fólks að geta leitað eftir betra og öruggara lífi í öðrum löndum,“ segir Auður.Snýst ekki einungis um þessa þrjá menn Hún segir að þess verði krafist að kerfið verði mannúðlegt og réttlátt. Ekki einungis í máli þessara þriggja manna, heldur sé allsherjar kerfisbreytinga þörf svo mál sem þessi komi ekki upp endurtekið. „Það er vissulega búið að fresta brottvikningu þessara þriggja manna en það er alls óvíst hversu langur sá frestur er. Virðist í rauninni vera bara mjög stuttur einhvers konar stjórnsýslu, örlítið svigrúm gefið. En þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir. Við erum að beita þeim ráðum sem við sem grasrótarfélög eigum. Sem er að láta í okkur heyra, sem er að mótmæla, gefa þau skilaboð skýrt til yfirvalda að við erum að fylgjast með og okkur er ekki sama. Okkur er ekki sama að yfirvöld í okkar landi komi fram á þennan hátt.“ Auður bindur vonir við að flestir láti sjá sig klukkan þrettán í dag. „Ég vona að það verði fjölmennt. Það er ofsalega erfitt að spá um það fyrir fram en veit að það er hiti í fólki og miklar tilfinningar sem tengjast þessum málum þannig að ég vona að sem flestir komi,“ segir hún. Samstöðufundurinn hefst klukkan eitt í dag fyrir utan innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru að finna hér. Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan innanríkisráðuneytið eftir hádegi þar sem þess verður krafist að þrír flóttamenn, sem fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær, fái tafarlaust dvalarleyfi hér á landi. Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir mikilvægt að mótmæla þeirri meðferð sem hælisleitendur fá hér á landi. Þrír menn frá Nígeríu og Gana, þeir Martin, Christian og Idafe, fengu tímabundinn frest á brottvísun sína í gær. Þeim hafði verið gert, með fjörutíu og átta stunda fyrirvara, að fara frá landi, þrátt fyrir að hafa allir búið hér í þrjú til fjögur ár.Mótmæla meðferð yfirvalda Í kjölfarið var boðað til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið klukkan 13 í dag. Samtökin No Borders Iceland og Samtökin 78 standa fyrir fundinum. Tilgangurinn er að setja þrýsting á innanríkisráðherra að veita mönnunum tafarlaust dvalarleyfi, að sögn Auðar Magndísar Auðardóttur, framkvæmdastjóra Samtakanna 78. „Þetta er fundur sem er boðaður til að mótmæla þeirri meðferð sem þessir hælisleitendur hafa fengið af hálfu yfirvalda. Við hjá Samtökum 78 tökum þátt í þeim því málefni flóttafólks eru sjálfkrafa málefni hinsegin fólks því hinsegin fólk um allan heim eru á flótta vegna ofsókna, vegna kynhneigðar eða kynvitundar sinnar þannig að við lítum á það sem grundvallarrétt hinsegin fólks að geta leitað eftir betra og öruggara lífi í öðrum löndum,“ segir Auður.Snýst ekki einungis um þessa þrjá menn Hún segir að þess verði krafist að kerfið verði mannúðlegt og réttlátt. Ekki einungis í máli þessara þriggja manna, heldur sé allsherjar kerfisbreytinga þörf svo mál sem þessi komi ekki upp endurtekið. „Það er vissulega búið að fresta brottvikningu þessara þriggja manna en það er alls óvíst hversu langur sá frestur er. Virðist í rauninni vera bara mjög stuttur einhvers konar stjórnsýslu, örlítið svigrúm gefið. En þeir eru svo langt frá því að vera á nokkurn hátt hólpnir. Við erum að beita þeim ráðum sem við sem grasrótarfélög eigum. Sem er að láta í okkur heyra, sem er að mótmæla, gefa þau skilaboð skýrt til yfirvalda að við erum að fylgjast með og okkur er ekki sama. Okkur er ekki sama að yfirvöld í okkar landi komi fram á þennan hátt.“ Auður bindur vonir við að flestir láti sjá sig klukkan þrettán í dag. „Ég vona að það verði fjölmennt. Það er ofsalega erfitt að spá um það fyrir fram en veit að það er hiti í fólki og miklar tilfinningar sem tengjast þessum málum þannig að ég vona að sem flestir komi,“ segir hún. Samstöðufundurinn hefst klukkan eitt í dag fyrir utan innanríkisráðuneytið, Sölvhólsgötu 7 í Reykjavík. Nánari upplýsingar eru að finna hér.
Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52 Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Hælisleitendurnir ekki sendir úr landi í nótt Beiðni um brottflutning þriggja hælisleitenda hefur verið afturkölluð. 17. febrúar 2016 20:52
Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“ Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár. 17. febrúar 2016 19:15
Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02