ISAL er langt yfir "íslenskum launum“ Ólafur Teitur Guðnason skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Samninganefnd verkalýðsfélaganna í Straumsvík hefur brugðist við fyrri grein minni hér í blaðinu með yfirlýsingu til fjölmiðla. Jákvætt er að ekki einu einasta atriði í grein minni er mótmælt. Þótt ánægjulegt sé að fá slíka staðfestingu á því sem fram kom í greininni er þó ýmislegt við yfirlýsinguna að athuga, þetta helst: Félögin segja: „Kjaradeila starfsmanna álversins við Rio Tinto snýst um eitt einfalt grundvallaratriði: Að borguð séu íslensk laun fyrir störf í Straumsvík.“ Þetta væru mikil tíðindi, væri þetta rétt. Staðreyndin er hins vegar sú að verkalýðsfélögin vilja einmitt ekki að greidd séu íslensk laun í Straumsvík heldur ISAL-laun, sem eru um fjórðungi yfir íslenskum launum. (Samanburður á dagvinnulaunum verkamanna þegar samningaviðræðurnar hófust.) Það er rangt hjá verkalýðsfélögunum að ISAL njóti einhverra vildarkjara á Íslandi umfram aðra. Fyrirtækið tilheyrir íslensku skattkerfi að öllu leyti og nýtur þar engra sérkjara. Að mati Ketils Sigurjónssonar orkubloggara greiðir fyrirtækið einnig langhæsta orkuverð allra álvera hér á landi. Fullyrðingar verkalýðsfélaganna um þessi atriði eru því einfaldlega rangar, rétt eins og sú fullyrðing þeirra að aldrei hafi komið til verkfalla í Straumsvík. Kjaradeilan í Straumsvík snýst ekki um „íslensk laun“ heldur þá staðreynd að ISAL býr við nærri 50 ára gamlar hömlur á útvistun verkefna sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. Verkalýðsfélögin þvertaka fyrir að leyfa ISAL að sitja við sama borð og allir aðrir hvað þetta varðar. Fyrir þann málstað afþökkuðu þau tilboð fyrirtækisins um ríflega fjórðungshækkun ofan á laun sem fyrir voru fjórðungi hærri en þau íslensku laun sem þau segja svo í hinu orðinu að sé krafa þeirra. Væri það raunverulega krafa verkalýðsfélaganna að fá greidd „íslensk laun“ væri ekkert því til fyrirstöðu að skrifa tafarlaust undir samning, því ISAL uppfyllir þá kröfu nú þegar og gott betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Samninganefnd verkalýðsfélaganna í Straumsvík hefur brugðist við fyrri grein minni hér í blaðinu með yfirlýsingu til fjölmiðla. Jákvætt er að ekki einu einasta atriði í grein minni er mótmælt. Þótt ánægjulegt sé að fá slíka staðfestingu á því sem fram kom í greininni er þó ýmislegt við yfirlýsinguna að athuga, þetta helst: Félögin segja: „Kjaradeila starfsmanna álversins við Rio Tinto snýst um eitt einfalt grundvallaratriði: Að borguð séu íslensk laun fyrir störf í Straumsvík.“ Þetta væru mikil tíðindi, væri þetta rétt. Staðreyndin er hins vegar sú að verkalýðsfélögin vilja einmitt ekki að greidd séu íslensk laun í Straumsvík heldur ISAL-laun, sem eru um fjórðungi yfir íslenskum launum. (Samanburður á dagvinnulaunum verkamanna þegar samningaviðræðurnar hófust.) Það er rangt hjá verkalýðsfélögunum að ISAL njóti einhverra vildarkjara á Íslandi umfram aðra. Fyrirtækið tilheyrir íslensku skattkerfi að öllu leyti og nýtur þar engra sérkjara. Að mati Ketils Sigurjónssonar orkubloggara greiðir fyrirtækið einnig langhæsta orkuverð allra álvera hér á landi. Fullyrðingar verkalýðsfélaganna um þessi atriði eru því einfaldlega rangar, rétt eins og sú fullyrðing þeirra að aldrei hafi komið til verkfalla í Straumsvík. Kjaradeilan í Straumsvík snýst ekki um „íslensk laun“ heldur þá staðreynd að ISAL býr við nærri 50 ára gamlar hömlur á útvistun verkefna sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. Verkalýðsfélögin þvertaka fyrir að leyfa ISAL að sitja við sama borð og allir aðrir hvað þetta varðar. Fyrir þann málstað afþökkuðu þau tilboð fyrirtækisins um ríflega fjórðungshækkun ofan á laun sem fyrir voru fjórðungi hærri en þau íslensku laun sem þau segja svo í hinu orðinu að sé krafa þeirra. Væri það raunverulega krafa verkalýðsfélaganna að fá greidd „íslensk laun“ væri ekkert því til fyrirstöðu að skrifa tafarlaust undir samning, því ISAL uppfyllir þá kröfu nú þegar og gott betur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun