Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2016 14:18 Noel hefur þegar eignast góða vini fyrir norðan. Á myndinni eru Daníel Pétur kokkur, Daníel Pétur barþjónn (og já þeir heita það sama) Noel, Sirrý Laxdal starfsmaður í móttöku og Sæunn Tamar starfsmaður á Sigló hótel. Sirrý Laxdal í móttökunni á Sigló Hótel segir ævintýramanninn Noel Santillan koma afskaplega vel fyrir. Vísir hefur fylgst með ævintýrum Noels sem í gær lagði óvænt land undir fót, keyrði fyrir mistök landið þvert alla leið norður til Siglufjarðar. En, til stóð að gista í Reykjavík. Noel sagði lesendum Vísis frá því hvernig ferðin norður gekk fyrir sig, nú í morgun. Noel, sem er 28 ára gamall Bandaríkjamaður frá New Jersey, hefur verið tekið með kostum og kynjum á Siglufirði og hann hefur þegar eignast góða vini í starfsfólkinu á hótelinu hvar hann gisti í nótt. „Hann Noel kemur mjög vel fyrir er mjög þakklátur fyrir það sem gert er fyrir hann. Hann var mjög hissa þegar ég sagði honum í morgun að hann væri orðinn frægur á Íslandi. Að saga hans væri í öllum fjölmiðlum og á Facebook. Honum fannst þetta sniðugt,“ segir Sirrý. Noel spókaði sig um í bænum í morgun, kíkti við í bakaríinu og skoðaði Síldarminjasafnið. Hún segir að Noel hafi verið að enda við að borða. „Já, íslenska kjötsúpu hér hjá okkur, hann fékk í gærkvöldi að smakka harðfisk og hákarl. Við buðum honum að vera hjá okkur aukanótt í okkar boði.“ Fram kom í máli Noels, í viðtali við Vísi fyrr í dag, að hann væri afskaplega ánægður með móttökurnar fyrir norðan. „Við reynum að hugsa vel um hann en hann fær svo sem sömu þjónustu og allir aðrir við reynum okkar besta.“ Sirrý segir að Noel hafi í morgun farið í göngutúr um bæinn auk þess sem hann kíkti við í bakaríinu á staðnum sem og í Síldarminjasafninu. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
Sirrý Laxdal í móttökunni á Sigló Hótel segir ævintýramanninn Noel Santillan koma afskaplega vel fyrir. Vísir hefur fylgst með ævintýrum Noels sem í gær lagði óvænt land undir fót, keyrði fyrir mistök landið þvert alla leið norður til Siglufjarðar. En, til stóð að gista í Reykjavík. Noel sagði lesendum Vísis frá því hvernig ferðin norður gekk fyrir sig, nú í morgun. Noel, sem er 28 ára gamall Bandaríkjamaður frá New Jersey, hefur verið tekið með kostum og kynjum á Siglufirði og hann hefur þegar eignast góða vini í starfsfólkinu á hótelinu hvar hann gisti í nótt. „Hann Noel kemur mjög vel fyrir er mjög þakklátur fyrir það sem gert er fyrir hann. Hann var mjög hissa þegar ég sagði honum í morgun að hann væri orðinn frægur á Íslandi. Að saga hans væri í öllum fjölmiðlum og á Facebook. Honum fannst þetta sniðugt,“ segir Sirrý. Noel spókaði sig um í bænum í morgun, kíkti við í bakaríinu og skoðaði Síldarminjasafnið. Hún segir að Noel hafi verið að enda við að borða. „Já, íslenska kjötsúpu hér hjá okkur, hann fékk í gærkvöldi að smakka harðfisk og hákarl. Við buðum honum að vera hjá okkur aukanótt í okkar boði.“ Fram kom í máli Noels, í viðtali við Vísi fyrr í dag, að hann væri afskaplega ánægður með móttökurnar fyrir norðan. „Við reynum að hugsa vel um hann en hann fær svo sem sömu þjónustu og allir aðrir við reynum okkar besta.“ Sirrý segir að Noel hafi í morgun farið í göngutúr um bæinn auk þess sem hann kíkti við í bakaríinu á staðnum sem og í Síldarminjasafninu.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40