Yfir 90 prósent EM-fara fengu heimild á kortið sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2016 16:13 Strákarnir okkar spila á stórmóti í fyrsta skipti í sumar. Vísir/Vilhelm „Heilt yfir virðist þetta hafa gengið býsna vel,“ segir Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfusviðs hjá Valitor. Fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa í dag fengið að vita hvort miðarnir, sem þeir sóttu um á dögunum, væru þeirra.Kaupendur hafa margir hverjir fengið staðfestinguna frá aðilanum sem sér um miðasöluna fyrir Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, í dag. Bergsveinn segist ekki vita fyrir víst hvort allar beiðnirnar séu komnar í gegn en það sé eins og þær komi í skömmtum. Þau hjá Valitor höfðu tekið saman tölfræði yfir miðamálin seinni partinn og töldu að kaupin hefðu gengið í gegn hjá yfir 90 prósent þeirra sem sóttu um miða. Um átta prósent virtust hafa fengið synjun og væri þá yfirleitt um að ræða það vandamál að heimild reyndist ekki nógu há.Ekki besti tími mánaðarins Bergsveinn segir greinilegt að korthafar hafi flestir gert ráðstafanir enda hafi kaupendur fengið skýr skilaboð um að gæta að því að heimildin væri nóg mikil. Gengi greiðslan ekki í gegn þá fengi fólk ekki miðana. Einnig sé gott að þetta hafi gengið í gegn hjá svo afgerandi meirihluta fólks en mánaðarmót sem sé ekki endilega besti tíminn til að skuldfæra. Hann segir nokkur þúsund greiðslur vera komnar í gegn en hann hafi ekki yfirlit hve mikið sé enn í pípunum. Rétt er að taka fram að tölfræðin nær að sjálfsögðu aðeins til notenda VISA greiðslukorta en vafalítið hafa fjölmargir einnig sótt um miða og greitt fyrir með annars konar greiðslukorti, s.s. Mastercard eða American Express. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í Frakklandi: Greiðslukortin straujuð Var heimild á kortinu? 2. febrúar 2016 14:06 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
„Heilt yfir virðist þetta hafa gengið býsna vel,“ segir Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfusviðs hjá Valitor. Fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa í dag fengið að vita hvort miðarnir, sem þeir sóttu um á dögunum, væru þeirra.Kaupendur hafa margir hverjir fengið staðfestinguna frá aðilanum sem sér um miðasöluna fyrir Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, í dag. Bergsveinn segist ekki vita fyrir víst hvort allar beiðnirnar séu komnar í gegn en það sé eins og þær komi í skömmtum. Þau hjá Valitor höfðu tekið saman tölfræði yfir miðamálin seinni partinn og töldu að kaupin hefðu gengið í gegn hjá yfir 90 prósent þeirra sem sóttu um miða. Um átta prósent virtust hafa fengið synjun og væri þá yfirleitt um að ræða það vandamál að heimild reyndist ekki nógu há.Ekki besti tími mánaðarins Bergsveinn segir greinilegt að korthafar hafi flestir gert ráðstafanir enda hafi kaupendur fengið skýr skilaboð um að gæta að því að heimildin væri nóg mikil. Gengi greiðslan ekki í gegn þá fengi fólk ekki miðana. Einnig sé gott að þetta hafi gengið í gegn hjá svo afgerandi meirihluta fólks en mánaðarmót sem sé ekki endilega besti tíminn til að skuldfæra. Hann segir nokkur þúsund greiðslur vera komnar í gegn en hann hafi ekki yfirlit hve mikið sé enn í pípunum. Rétt er að taka fram að tölfræðin nær að sjálfsögðu aðeins til notenda VISA greiðslukorta en vafalítið hafa fjölmargir einnig sótt um miða og greitt fyrir með annars konar greiðslukorti, s.s. Mastercard eða American Express.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í Frakklandi: Greiðslukortin straujuð Var heimild á kortinu? 2. febrúar 2016 14:06 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira