Mest skorið niður í ráðhúsinu segir borgarstjóri Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2016 13:39 Borgarstjóri segir ekki verið að auka við niðurskurð í borginni með þeim tillögum sem ræddar voru í borgarstjórn í gær. Þær séu útfærslur á niðurskurðar- og hagræðingartillögum sem samþykktar hafi verið vuð afgreiðslu fjárhagsáætlunar þessa árs. Reykjavíkurdeild Félags stjórnenda leikskóla sögðu í ályktun í gær að þeir væru uggandi vegna boðunar niðurskurðar á skóla- og frístundasviði upp á 670 milljónir króna. Þá hefði ákvörðun borgarráðs að leikskólar taki með sér halla frá árinu 2015 yfir á árið 2016 komið stjórnendum í opna skjöldu á sama tíma og niðurskurður væri boðaður. Komið sé inn að beini í skerðingu á fjármagni til leikskóla sem ekki væri hægt að mæta nema með beinni skerðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur og með minni gæðum í leikskólastarfinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að tillögur sem samþykktar voru í borgarstjórn í gær feli ekki í sér viðbótarniðurskurð uppá 1,8 milljarða ofan á þær aðgerðir sem samþykktar hafi verið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar í desember. Um væri að ræða útfærslur á þeim tillögum. „Núna eru málaflokkarnir búnir að útfæra þetta hver á sínum stað. Við erum líka búin að leggja línurnar varðandi niðurskurð í ráðhúsinu, í miðlægu þjónustunni og stöð þjónustinni. Sem er hlutfallslega töluvert meiri en úti í málaflokkunum og þjónustunni,“ segir Dagur. Niðurskurður og hagræðing á þesu ári væri um 1,8 prósent af heildarútgjöldum borgarinnar sem væru um eitt hundrað milljarðar króna. Niðurskurðurinn verði mestur í ráðhúsinu og miðlægri starfsemi. Forgangsraðað sé í þágu þeirrar þjónustu sem borgin veiti. „Ég er líka mjög ánægður með hvernig málaflokkarnir nálgast þetta hjá sér. Af virðingu fyrir þeirri starfsemi sem borgin stendur fyrir sem er auðvitað mörgum mjög nauðsynleg. Þannig að þetta gangi sem minnst á þjónustuna. Það þýðir líka að við verðum að velta við öllum steinum og vera útsjónarsöm í að endurskipuleggja það sem telst til yfirstjórnar og er miðlægt,“ segir borgarstjóri. Víða verði ekki ráðið í laus störfu og kannað hvort hægt sé að hagræða þegar einhver hættir störfum hjá borginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segja margar tillögur meirihlutans óraunhæfar, til að mynda sparnaður upp á um 20 milljónir með heilsuátaki til að fækka veikindadögum starfsfólks. Borgarstjóri segir veikindi á vissum sviðum borgarinnar vera meiri en almennt gerist á vinnumarkaðnum. „Þetta stendur nú hjarta mínu nærri úr læknisfræðinni. Þannig að ég hef trú á að þetta skipti máli. Ekki bara fyrir rekstur borgarinnar heldur líka fyrir vellíðan starfsfólks og starfsemina þar með,“ segir Dagur.Og þessu verður framfylgt og fylgt eftir? „Já, já og er komið af stað,“ segir Dagur B. Eggertsson. Alþingi Tengdar fréttir „Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Borgarstjóri segir ekki verið að auka við niðurskurð í borginni með þeim tillögum sem ræddar voru í borgarstjórn í gær. Þær séu útfærslur á niðurskurðar- og hagræðingartillögum sem samþykktar hafi verið vuð afgreiðslu fjárhagsáætlunar þessa árs. Reykjavíkurdeild Félags stjórnenda leikskóla sögðu í ályktun í gær að þeir væru uggandi vegna boðunar niðurskurðar á skóla- og frístundasviði upp á 670 milljónir króna. Þá hefði ákvörðun borgarráðs að leikskólar taki með sér halla frá árinu 2015 yfir á árið 2016 komið stjórnendum í opna skjöldu á sama tíma og niðurskurður væri boðaður. Komið sé inn að beini í skerðingu á fjármagni til leikskóla sem ekki væri hægt að mæta nema með beinni skerðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur og með minni gæðum í leikskólastarfinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að tillögur sem samþykktar voru í borgarstjórn í gær feli ekki í sér viðbótarniðurskurð uppá 1,8 milljarða ofan á þær aðgerðir sem samþykktar hafi verið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar í desember. Um væri að ræða útfærslur á þeim tillögum. „Núna eru málaflokkarnir búnir að útfæra þetta hver á sínum stað. Við erum líka búin að leggja línurnar varðandi niðurskurð í ráðhúsinu, í miðlægu þjónustunni og stöð þjónustinni. Sem er hlutfallslega töluvert meiri en úti í málaflokkunum og þjónustunni,“ segir Dagur. Niðurskurður og hagræðing á þesu ári væri um 1,8 prósent af heildarútgjöldum borgarinnar sem væru um eitt hundrað milljarðar króna. Niðurskurðurinn verði mestur í ráðhúsinu og miðlægri starfsemi. Forgangsraðað sé í þágu þeirrar þjónustu sem borgin veiti. „Ég er líka mjög ánægður með hvernig málaflokkarnir nálgast þetta hjá sér. Af virðingu fyrir þeirri starfsemi sem borgin stendur fyrir sem er auðvitað mörgum mjög nauðsynleg. Þannig að þetta gangi sem minnst á þjónustuna. Það þýðir líka að við verðum að velta við öllum steinum og vera útsjónarsöm í að endurskipuleggja það sem telst til yfirstjórnar og er miðlægt,“ segir borgarstjóri. Víða verði ekki ráðið í laus störfu og kannað hvort hægt sé að hagræða þegar einhver hættir störfum hjá borginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segja margar tillögur meirihlutans óraunhæfar, til að mynda sparnaður upp á um 20 milljónir með heilsuátaki til að fækka veikindadögum starfsfólks. Borgarstjóri segir veikindi á vissum sviðum borgarinnar vera meiri en almennt gerist á vinnumarkaðnum. „Þetta stendur nú hjarta mínu nærri úr læknisfræðinni. Þannig að ég hef trú á að þetta skipti máli. Ekki bara fyrir rekstur borgarinnar heldur líka fyrir vellíðan starfsfólks og starfsemina þar með,“ segir Dagur.Og þessu verður framfylgt og fylgt eftir? „Já, já og er komið af stað,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Alþingi Tengdar fréttir „Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00