Mest skorið niður í ráðhúsinu segir borgarstjóri Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2016 13:39 Borgarstjóri segir ekki verið að auka við niðurskurð í borginni með þeim tillögum sem ræddar voru í borgarstjórn í gær. Þær séu útfærslur á niðurskurðar- og hagræðingartillögum sem samþykktar hafi verið vuð afgreiðslu fjárhagsáætlunar þessa árs. Reykjavíkurdeild Félags stjórnenda leikskóla sögðu í ályktun í gær að þeir væru uggandi vegna boðunar niðurskurðar á skóla- og frístundasviði upp á 670 milljónir króna. Þá hefði ákvörðun borgarráðs að leikskólar taki með sér halla frá árinu 2015 yfir á árið 2016 komið stjórnendum í opna skjöldu á sama tíma og niðurskurður væri boðaður. Komið sé inn að beini í skerðingu á fjármagni til leikskóla sem ekki væri hægt að mæta nema með beinni skerðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur og með minni gæðum í leikskólastarfinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að tillögur sem samþykktar voru í borgarstjórn í gær feli ekki í sér viðbótarniðurskurð uppá 1,8 milljarða ofan á þær aðgerðir sem samþykktar hafi verið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar í desember. Um væri að ræða útfærslur á þeim tillögum. „Núna eru málaflokkarnir búnir að útfæra þetta hver á sínum stað. Við erum líka búin að leggja línurnar varðandi niðurskurð í ráðhúsinu, í miðlægu þjónustunni og stöð þjónustinni. Sem er hlutfallslega töluvert meiri en úti í málaflokkunum og þjónustunni,“ segir Dagur. Niðurskurður og hagræðing á þesu ári væri um 1,8 prósent af heildarútgjöldum borgarinnar sem væru um eitt hundrað milljarðar króna. Niðurskurðurinn verði mestur í ráðhúsinu og miðlægri starfsemi. Forgangsraðað sé í þágu þeirrar þjónustu sem borgin veiti. „Ég er líka mjög ánægður með hvernig málaflokkarnir nálgast þetta hjá sér. Af virðingu fyrir þeirri starfsemi sem borgin stendur fyrir sem er auðvitað mörgum mjög nauðsynleg. Þannig að þetta gangi sem minnst á þjónustuna. Það þýðir líka að við verðum að velta við öllum steinum og vera útsjónarsöm í að endurskipuleggja það sem telst til yfirstjórnar og er miðlægt,“ segir borgarstjóri. Víða verði ekki ráðið í laus störfu og kannað hvort hægt sé að hagræða þegar einhver hættir störfum hjá borginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segja margar tillögur meirihlutans óraunhæfar, til að mynda sparnaður upp á um 20 milljónir með heilsuátaki til að fækka veikindadögum starfsfólks. Borgarstjóri segir veikindi á vissum sviðum borgarinnar vera meiri en almennt gerist á vinnumarkaðnum. „Þetta stendur nú hjarta mínu nærri úr læknisfræðinni. Þannig að ég hef trú á að þetta skipti máli. Ekki bara fyrir rekstur borgarinnar heldur líka fyrir vellíðan starfsfólks og starfsemina þar með,“ segir Dagur.Og þessu verður framfylgt og fylgt eftir? „Já, já og er komið af stað,“ segir Dagur B. Eggertsson. Alþingi Tengdar fréttir „Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Sjá meira
Borgarstjóri segir ekki verið að auka við niðurskurð í borginni með þeim tillögum sem ræddar voru í borgarstjórn í gær. Þær séu útfærslur á niðurskurðar- og hagræðingartillögum sem samþykktar hafi verið vuð afgreiðslu fjárhagsáætlunar þessa árs. Reykjavíkurdeild Félags stjórnenda leikskóla sögðu í ályktun í gær að þeir væru uggandi vegna boðunar niðurskurðar á skóla- og frístundasviði upp á 670 milljónir króna. Þá hefði ákvörðun borgarráðs að leikskólar taki með sér halla frá árinu 2015 yfir á árið 2016 komið stjórnendum í opna skjöldu á sama tíma og niðurskurður væri boðaður. Komið sé inn að beini í skerðingu á fjármagni til leikskóla sem ekki væri hægt að mæta nema með beinni skerðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur og með minni gæðum í leikskólastarfinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að tillögur sem samþykktar voru í borgarstjórn í gær feli ekki í sér viðbótarniðurskurð uppá 1,8 milljarða ofan á þær aðgerðir sem samþykktar hafi verið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar í desember. Um væri að ræða útfærslur á þeim tillögum. „Núna eru málaflokkarnir búnir að útfæra þetta hver á sínum stað. Við erum líka búin að leggja línurnar varðandi niðurskurð í ráðhúsinu, í miðlægu þjónustunni og stöð þjónustinni. Sem er hlutfallslega töluvert meiri en úti í málaflokkunum og þjónustunni,“ segir Dagur. Niðurskurður og hagræðing á þesu ári væri um 1,8 prósent af heildarútgjöldum borgarinnar sem væru um eitt hundrað milljarðar króna. Niðurskurðurinn verði mestur í ráðhúsinu og miðlægri starfsemi. Forgangsraðað sé í þágu þeirrar þjónustu sem borgin veiti. „Ég er líka mjög ánægður með hvernig málaflokkarnir nálgast þetta hjá sér. Af virðingu fyrir þeirri starfsemi sem borgin stendur fyrir sem er auðvitað mörgum mjög nauðsynleg. Þannig að þetta gangi sem minnst á þjónustuna. Það þýðir líka að við verðum að velta við öllum steinum og vera útsjónarsöm í að endurskipuleggja það sem telst til yfirstjórnar og er miðlægt,“ segir borgarstjóri. Víða verði ekki ráðið í laus störfu og kannað hvort hægt sé að hagræða þegar einhver hættir störfum hjá borginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segja margar tillögur meirihlutans óraunhæfar, til að mynda sparnaður upp á um 20 milljónir með heilsuátaki til að fækka veikindadögum starfsfólks. Borgarstjóri segir veikindi á vissum sviðum borgarinnar vera meiri en almennt gerist á vinnumarkaðnum. „Þetta stendur nú hjarta mínu nærri úr læknisfræðinni. Þannig að ég hef trú á að þetta skipti máli. Ekki bara fyrir rekstur borgarinnar heldur líka fyrir vellíðan starfsfólks og starfsemina þar með,“ segir Dagur.Og þessu verður framfylgt og fylgt eftir? „Já, já og er komið af stað,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Alþingi Tengdar fréttir „Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Sjá meira
„Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00