Íslenski boltinn

Knattspyrnusamband Íslands býst við 622 milljóna hagnaði á árinu 2016

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KSÍ fær mikla tekjur vegna þátttöku íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi 2016.
KSÍ fær mikla tekjur vegna þátttöku íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi 2016. Vísir/Vilhelm
Knattspyrnusamband Íslands hefur birt ársreikning sinn fyrir árið 2015 og þar kemur í ljós að rekstur KSÍ gekk mjög vel á síðasta ári. Hagnaður sambandsins í ár verður hinsvegar smávaxinn í samanburði við áætlaðan hagnað KSÍ ár árinu 2016.

Hagnaður ársins 2015 var 156 milljónir króna eða tólf milljónum meira en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Áætlanir gerðu ráð fyrir 144 milljóna króna hagnaði. Að teknu tilliti til fjármagnsliða var hagnaður KSÍ 157 milljónir króna.

Rekstrartekjur KSÍ á árinu 2015 námu 1.112 milljónum króna samanborið við 1.067 milljónir króna árið á undan. Hækkun rekstrartekna skýrist fyrst og fremst af auknu framlagi frá FIFA.

Styrkir og framlög til aðildarfélaga námu á árinu 147 milljónum króna vegna sjónvarps- og markaðsréttinda, styrkja til barna- og unglingastarfs, leyfiskerfis og fleira og er í samræmi við það sem áætlanir gerðu ráð fyrir.

Að teknu tilliti til styrkja og framlaga til aðildarfélaga var hagnaður KSÍ um 11 milljónir króna á árinu 2015. Eignir námu 581 milljón króna en þar af var handbært fé 152 milljónir. Eigið fé KSÍ var 221 milljón króna í árslok 2015.

Á heimasíðu KSÍ má sjá bæði Ársreikning ársins 2015 sem og fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 þar sem sambandið gerir ráð fyrir 622 milljóna hagnaði. Það munar um að sambandið er að fá 1725 milljónir í styrk og framlög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×