Kaupendur Borgunar hagnast óeðlilega mikið Höskuldur Kári Schram skrifar 6. febrúar 2016 18:56 vísir/gva Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála forsætisráðherra um að sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun hafi verið klúður. Hann vill þó ekki taka afstöðu til þess hvort bankastjórinn og stjórn bankans eigi að láta af störfum en segir að kaupendur hafi hagnast óeðlilega mikið á viðskiptunum. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd og hefur Bankasýsla ríkisins meðal annars óskað eftir upplýsingum frá bankanum vegna málsins. Forsætisráðherra sagði í ræðu á Alþingi að salan hafi verið klúður og undir það tekur fjármálaráðherra. „Já ég er algjörlega sammála því og í sjálfu sér liggur það í orðum Landsbankans þegar þeir segja að það hafi verið mistök að standa svona að málum þá er það í sjálfu sér klúður. Það þarf ekki að velta því fyrir sér,“ segir Bjarni. Verðmæti Borgunar hefur nánast þrefaldast á rúmu ári eða frá þeim tíma sem Landsbankinn seldi fyrirtækið. Bankinn hefur nú samkvæmt frétt Morgunblaðsins óskað eftir svörum frá stjórnendum fyrirtækisins um hvort upplýsingum hafi verið leynt þegar gengið var frá sölunni. Margir hafa kallað eftir því að bankastjórinn og stórn bankans segi af sér vegna málsins. Bjarni vill þó ekki taka afstöðu til þess. „Núna er Bankasýslan að kalla eftir skýringum. Það skiptir miklu að þær komi fram. Menn eiga að fara yfir þær mjög gaumgæfilega. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni. Við öll Íslendingar ætlumst til þess að það sé farið vel með þær eigur sem að við treystum einstaka fyrirtækjum eða stofnunum fyrir. Í þessu máli þá má segja að þingið og bankasýslan sé að fara ofan í saumana á þessu og ég ætla að fylgjast vel með því hvað kemur út úr því,“ segir Bjarni. Bjarni segir hins vegar að Landsbankinn hafi skilað gríðarlegri virðisaukningu á síðustu árum. „Þetta mál er kannski til vitnis um það að það hefði verið betra fyrir bankann að selja bréfin ekki frá sér. Það sem er í sérstakri skoðun núna er að hefðu menn á þeim tíma átt að vita betur. Það held ég að sé spurningin sem að menn eru að taka sérstaklega til skoðunar núna. Mér finnst rétt að það sé í gegnum Bankasýsluna. Við viljum hafa svona armslengdar sjónarmið að leiðarljósi hér. En auðvitað blasir það við mér eins og öllum öðrum að þeir sem að keyptu af bankanum hafa hagnast ótrúlega mikið og eins og öllum finnst óeðlilega mikið,“ segir Bjarni Borgunarmálið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sammála forsætisráðherra um að sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun hafi verið klúður. Hann vill þó ekki taka afstöðu til þess hvort bankastjórinn og stjórn bankans eigi að láta af störfum en segir að kaupendur hafi hagnast óeðlilega mikið á viðskiptunum. Salan hefur verið harðlega gagnrýnd og hefur Bankasýsla ríkisins meðal annars óskað eftir upplýsingum frá bankanum vegna málsins. Forsætisráðherra sagði í ræðu á Alþingi að salan hafi verið klúður og undir það tekur fjármálaráðherra. „Já ég er algjörlega sammála því og í sjálfu sér liggur það í orðum Landsbankans þegar þeir segja að það hafi verið mistök að standa svona að málum þá er það í sjálfu sér klúður. Það þarf ekki að velta því fyrir sér,“ segir Bjarni. Verðmæti Borgunar hefur nánast þrefaldast á rúmu ári eða frá þeim tíma sem Landsbankinn seldi fyrirtækið. Bankinn hefur nú samkvæmt frétt Morgunblaðsins óskað eftir svörum frá stjórnendum fyrirtækisins um hvort upplýsingum hafi verið leynt þegar gengið var frá sölunni. Margir hafa kallað eftir því að bankastjórinn og stórn bankans segi af sér vegna málsins. Bjarni vill þó ekki taka afstöðu til þess. „Núna er Bankasýslan að kalla eftir skýringum. Það skiptir miklu að þær komi fram. Menn eiga að fara yfir þær mjög gaumgæfilega. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni. Við öll Íslendingar ætlumst til þess að það sé farið vel með þær eigur sem að við treystum einstaka fyrirtækjum eða stofnunum fyrir. Í þessu máli þá má segja að þingið og bankasýslan sé að fara ofan í saumana á þessu og ég ætla að fylgjast vel með því hvað kemur út úr því,“ segir Bjarni. Bjarni segir hins vegar að Landsbankinn hafi skilað gríðarlegri virðisaukningu á síðustu árum. „Þetta mál er kannski til vitnis um það að það hefði verið betra fyrir bankann að selja bréfin ekki frá sér. Það sem er í sérstakri skoðun núna er að hefðu menn á þeim tíma átt að vita betur. Það held ég að sé spurningin sem að menn eru að taka sérstaklega til skoðunar núna. Mér finnst rétt að það sé í gegnum Bankasýsluna. Við viljum hafa svona armslengdar sjónarmið að leiðarljósi hér. En auðvitað blasir það við mér eins og öllum öðrum að þeir sem að keyptu af bankanum hafa hagnast ótrúlega mikið og eins og öllum finnst óeðlilega mikið,“ segir Bjarni
Borgunarmálið Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira