Guðni Valur setti Íslandsmet í Finnlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 12:50 Guðni Valur Guðnason. Vísir/E.Stefán ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason setti nýtt Íslandsmet í kringlukasti innanhúss í gær á alþjóðlegu boðsmóti í frjálsum íþróttum í Botnia í Finnlandi. Þetta var fyrsta alþjóðlega boðsmótið hjá þessum stórefnilega kastara. Mótið var innanhúss sem er sérstakt fyrir kringlukast en þarna eiga Finnar risaíþróttahús sem er með 400 metra hlaupahring eins og er á útivöllunum. Guðni Valur tryggði sér annað sætið á mótinu með því að kasta 58,59 metra. Svíinn Daníel Stal, sem Íslendingurinn Vésteinn Hafsteinsson þjálfar, vann mótið. Pétur Guðmundsson er þjálfari Guðna Vals og þar sækir strákurinn í mikla reynslu og þekkingu hjá einum besta kastara sem við Íslendingar höfum eignast. Þessi árangur Guðna Vals lofar góðu fyrir sumarið en hann undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumeistaramótið sem verður í Amsterdam í Júlí en hann hefur náð lágmarki inn á það mót. Guðni Valur keppti einnig í kúluvarpi sem er aukagrein hjá honum og bætti hann sig með því að kasta 17,17 metra og það dugði í 4 sætið. Kúlan vannst á 18,71 metra kasti og var það Finninn Timo Kööpikka sem fagnaði sigri. Guðni Valur mun um næstu helgi keppa á öðru innanhúsmóti í kringlukasti í Vaxjö í Svíþjóð og verður gaman að sjá hvort honum takist að færa hið nýja Íslandsmet yfir sextíu metra múrinn. Þess má geta að innanhúss kringlukast er að færast í aukana og er kastað inni í íþróttahöllum sem eru lagðar gervigrasi með kurli í og notast fyrir fótbolta og annað. Þetta er frábær viðbót fyrir kringlukastara og lengir keppnistímabil þeirra verulega. Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason setti nýtt Íslandsmet í kringlukasti innanhúss í gær á alþjóðlegu boðsmóti í frjálsum íþróttum í Botnia í Finnlandi. Þetta var fyrsta alþjóðlega boðsmótið hjá þessum stórefnilega kastara. Mótið var innanhúss sem er sérstakt fyrir kringlukast en þarna eiga Finnar risaíþróttahús sem er með 400 metra hlaupahring eins og er á útivöllunum. Guðni Valur tryggði sér annað sætið á mótinu með því að kasta 58,59 metra. Svíinn Daníel Stal, sem Íslendingurinn Vésteinn Hafsteinsson þjálfar, vann mótið. Pétur Guðmundsson er þjálfari Guðna Vals og þar sækir strákurinn í mikla reynslu og þekkingu hjá einum besta kastara sem við Íslendingar höfum eignast. Þessi árangur Guðna Vals lofar góðu fyrir sumarið en hann undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumeistaramótið sem verður í Amsterdam í Júlí en hann hefur náð lágmarki inn á það mót. Guðni Valur keppti einnig í kúluvarpi sem er aukagrein hjá honum og bætti hann sig með því að kasta 17,17 metra og það dugði í 4 sætið. Kúlan vannst á 18,71 metra kasti og var það Finninn Timo Kööpikka sem fagnaði sigri. Guðni Valur mun um næstu helgi keppa á öðru innanhúsmóti í kringlukasti í Vaxjö í Svíþjóð og verður gaman að sjá hvort honum takist að færa hið nýja Íslandsmet yfir sextíu metra múrinn. Þess má geta að innanhúss kringlukast er að færast í aukana og er kastað inni í íþróttahöllum sem eru lagðar gervigrasi með kurli í og notast fyrir fótbolta og annað. Þetta er frábær viðbót fyrir kringlukastara og lengir keppnistímabil þeirra verulega.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira