Guðni Valur setti Íslandsmet í Finnlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2016 12:50 Guðni Valur Guðnason. Vísir/E.Stefán ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason setti nýtt Íslandsmet í kringlukasti innanhúss í gær á alþjóðlegu boðsmóti í frjálsum íþróttum í Botnia í Finnlandi. Þetta var fyrsta alþjóðlega boðsmótið hjá þessum stórefnilega kastara. Mótið var innanhúss sem er sérstakt fyrir kringlukast en þarna eiga Finnar risaíþróttahús sem er með 400 metra hlaupahring eins og er á útivöllunum. Guðni Valur tryggði sér annað sætið á mótinu með því að kasta 58,59 metra. Svíinn Daníel Stal, sem Íslendingurinn Vésteinn Hafsteinsson þjálfar, vann mótið. Pétur Guðmundsson er þjálfari Guðna Vals og þar sækir strákurinn í mikla reynslu og þekkingu hjá einum besta kastara sem við Íslendingar höfum eignast. Þessi árangur Guðna Vals lofar góðu fyrir sumarið en hann undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumeistaramótið sem verður í Amsterdam í Júlí en hann hefur náð lágmarki inn á það mót. Guðni Valur keppti einnig í kúluvarpi sem er aukagrein hjá honum og bætti hann sig með því að kasta 17,17 metra og það dugði í 4 sætið. Kúlan vannst á 18,71 metra kasti og var það Finninn Timo Kööpikka sem fagnaði sigri. Guðni Valur mun um næstu helgi keppa á öðru innanhúsmóti í kringlukasti í Vaxjö í Svíþjóð og verður gaman að sjá hvort honum takist að færa hið nýja Íslandsmet yfir sextíu metra múrinn. Þess má geta að innanhúss kringlukast er að færast í aukana og er kastað inni í íþróttahöllum sem eru lagðar gervigrasi með kurli í og notast fyrir fótbolta og annað. Þetta er frábær viðbót fyrir kringlukastara og lengir keppnistímabil þeirra verulega. Frjálsar íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira
ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason setti nýtt Íslandsmet í kringlukasti innanhúss í gær á alþjóðlegu boðsmóti í frjálsum íþróttum í Botnia í Finnlandi. Þetta var fyrsta alþjóðlega boðsmótið hjá þessum stórefnilega kastara. Mótið var innanhúss sem er sérstakt fyrir kringlukast en þarna eiga Finnar risaíþróttahús sem er með 400 metra hlaupahring eins og er á útivöllunum. Guðni Valur tryggði sér annað sætið á mótinu með því að kasta 58,59 metra. Svíinn Daníel Stal, sem Íslendingurinn Vésteinn Hafsteinsson þjálfar, vann mótið. Pétur Guðmundsson er þjálfari Guðna Vals og þar sækir strákurinn í mikla reynslu og þekkingu hjá einum besta kastara sem við Íslendingar höfum eignast. Þessi árangur Guðna Vals lofar góðu fyrir sumarið en hann undirbýr sig nú af kappi fyrir Evrópumeistaramótið sem verður í Amsterdam í Júlí en hann hefur náð lágmarki inn á það mót. Guðni Valur keppti einnig í kúluvarpi sem er aukagrein hjá honum og bætti hann sig með því að kasta 17,17 metra og það dugði í 4 sætið. Kúlan vannst á 18,71 metra kasti og var það Finninn Timo Kööpikka sem fagnaði sigri. Guðni Valur mun um næstu helgi keppa á öðru innanhúsmóti í kringlukasti í Vaxjö í Svíþjóð og verður gaman að sjá hvort honum takist að færa hið nýja Íslandsmet yfir sextíu metra múrinn. Þess má geta að innanhúss kringlukast er að færast í aukana og er kastað inni í íþróttahöllum sem eru lagðar gervigrasi með kurli í og notast fyrir fótbolta og annað. Þetta er frábær viðbót fyrir kringlukastara og lengir keppnistímabil þeirra verulega.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sjá meira